Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að hann skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Nýju Mexíkó í október 2021. Erlent 19. janúar 2023 16:28
Dæmdur fyrir þjófnaði á Selfossi og svik á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í níutíu daga fangelsi, meðal annars fyrir að hafa látið konu millifæra upphæð inn á reikning vegna kaupa á reiðhjóli. Maðurinn hafði auglýst hjólið – fulldempað TREK-fjallahjól – á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu, en afhenti hjólið aldrei. Innlent 19. janúar 2023 11:01
Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. Innlent 19. janúar 2023 08:01
Dómari tekur til skoðunar hvort vísa eigi hryðjuverkalið frá Tveir karlmenn sem sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Þeir játuðu hluta ákærunnar sem sneri að vopnalagabrotum auk þess sem annar játaði fíkniefnabrot. Dómari ætlar að skoða hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. Innlent 18. janúar 2023 13:44
„Við búum öll við geðheilsu rétt eins og við erum með hjarta“ Geðhjálp hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem ásakaður er um að hafa valdið andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans, og fjölmiðlaumræðu vegna fyrirtökunnar. Innlent 18. janúar 2023 13:20
Stöðvaður við akstur og reyndist með gróft barnaníðsefni í símanum Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært karlmann, sem handtekinn var vegna umferðarlagabrots á Akureyri í júní 2019, fyrir að hafa haft mikið magn barnaníðsefnis í sinni vörslu í tveimur símum og spjaldtölvu. Maðurinn hafði sömuleiðis dreift efni til ótilgreindra einstaklinga. Innlent 18. janúar 2023 13:19
Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. Innlent 18. janúar 2023 11:45
Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 26 ára karlmann, Ómar Örn Reynisson, í þriggja ára fangelsi fyrir nauðga konu sem var gestkomandi á heimili hans. Brotið átti sér stað árið 2020. Innlent 17. janúar 2023 16:30
Tekist á um nærbuxnaatriði og nektardans Lenoncie í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Helga Jónsson, eiganda og umsjónarmann Glatkistunnar, í meiðyrðamáli söngkonunnar Leoncie Indiu Martin. Henni hefur verið gert að greiða Helga 1,4 milljón í málskostnað. Innlent 17. janúar 2023 15:19
Innheimta sekta gengur skelfilega og fælingarmátturinn lítill Ríkisendurskoðun kallar eftir því að dómsmálaráðuneytið bregðist hratt við því hve illa hafi gengið árum saman að innheimta sektir sem fólk fær sem hlýtur refsingu í dómskerfinu. Héraðssaksóknari hefur áhyggjur af því að fólk finni ekki fyrir refsingu. Innlent 17. janúar 2023 14:48
Sakfelldur fyrir fjárdrátt af heimili fyrir þroskahamlaða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Innlent 17. janúar 2023 10:36
Gripinn með um fimm hundruð Oxycontin-töflur innanklæða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot með því að hafa reynt að smygla 497 töflum af Oxycontin, 80 milligramma, þegar hann kom til landsins með flugi í byrjun nóvembermánaðar. Innlent 17. janúar 2023 07:32
Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn sem ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. Innlent 16. janúar 2023 14:58
Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. Innlent 16. janúar 2023 13:17
Ekki gerð refsing vegna líkamsárásar á sáttafundi Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt karlmann vegna líkamsárásar á sérstökum sáttafundi þar sem hann réðst á annan mann sem átti að hafa áreitt ólögráða dóttur ákærða ítrekað og kynferðislega. Manninum var ekki gerð sérstök refsing í málinu. Innlent 13. janúar 2023 13:30
Afpöntuðu skíðaferðirnar fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða. Innlent 13. janúar 2023 13:21
Á leið úr landi í flýti eftir meint gróft kynferðisbrot Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um gróft kynferðisbrot aðfaranótt 2. janúar. Talið er að maðurinn hafi ætlað sér að yfirgefa landið í flýti eftir hið meinta brot. Innlent 13. janúar 2023 10:05
Faldi efnin í höfuðpúða, bakpoka og úlpu í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt svissneskan karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa reynt að smygla tæpu 1,4 kílóum af kókaíni til landsins. Innlent 13. janúar 2023 08:51
Hugbúnaður kom upp um tímaþjófnað í fjarvinnu Kanadískri konu hefur verið gert að endurgreiða vinnuveitanda sínum fyrir tímaþjófnað. Konan hafði skrifað á sig of marga vinnutíma í heimavinnu en upp komst upp athæfið með hjálp tölvuhugbúnaðar. Erlent 12. janúar 2023 23:12
Hjón fá þrjár milljónir frá Grindavíkurbæ eftir bílastæðadeilur Grindavíkurbæ hefur verið gert að greiða hjónum í bænum 3,4 milljónir króna vegna þrifa á heimili þeirra og tjóns á bíl, í kjölfar sandfoks frá bílastæði við íþróttamiðstöðina Hópið. Hjónin fóru fram á tæplega 30 milljónir vegna málsins. Innlent 12. janúar 2023 18:37
Telja Sigrúnu ekki hafa brotið siðareglur lögmanna Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. Innlent 12. janúar 2023 15:35
Upplifir enn ofbeldi frá borginni þrátt fyrir Landsréttardóm Reykjavíkurborg hefur ekki enn greitt konu skaðabætur sem Landsréttur dæmdi borgina til að greiða í júní 2021. Konan segist upplifa framkomu borgarinnar í málinu sem hreint ofbeldi. Innlent 11. janúar 2023 20:30
Mál Friðfinns tekið fyrir í héraðsdómi Mál Friðfinns Freys Kristinssonar, sem fyrirfór sér í desember síðastliðnum, verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Verður mál hans rekið á grundvelli laga um horfna menn þannig að hægt verði að fara með bú Friðfinns eins og hann sé látinn. Innlent 11. janúar 2023 19:08
Telur sig föður barnsins þótt rannsóknir sýni fram á allt annað Karlmaður sem sætt hefur nálgunarbanni vegna ágengni við konu sem hann telur barnsmóður sína höfðaði faðernismál á hendur konunni. Héraðsdómur og Landsréttur telja friðhelgi einkalífs fjölskyldunnar vega þyngra en réttur karlmannsins auk þess sem málið sé vanreifað af hálfu mannsins. Innlent 11. janúar 2023 15:14
Ákærður fyrir að brjóta á konu sem lá sofandi í rúmi sínu Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun með því að hafa farið í heimildarleysi inn í húsnæði þar sem kona nokkur lá sofandi og brotið kynferðislega á henni. Krafist er fimm milljóna króna í miskabætur fyrir hönd konunnar. Innlent 11. janúar 2023 13:15
Reyndi að smygla kílói af kókaíni innvortis Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt ganverskan karlmann í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmu kílói af kókaíni til landsins. Innlent 11. janúar 2023 12:22
Ríkið vinnur meirihluta einkamála á sviði skatta fyrir dómstólum Ríkið ber sigur í um 65 prósent þeirra einkamála sem skattaðilar sækja fyrir dómstólum, þrátt fyrir að í öllum tilfellum hafi fyrirtækin sjálf sótt málið. Þetta kemur fram í gagnagrunni Deloitte um einkamál fyrirtækja gagnvart skattayfirvöldum sem spannar aftur til ársins 2005. Innherji 11. janúar 2023 10:09
Á annað kíló af kókaíni falin í höfuðpúða og úlpu Svissneskur karlmaður á miðjum þrítugsaldri sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var gripinn með á annað kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli en efnin voru falin með sérstökum hætti. Innlent 10. janúar 2023 16:26
„Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. Innlent 10. janúar 2023 11:45
Vafi leikur á um hvort Landsréttur hafi mátt þyngja refsingu Angjelin Ríkissaksóknari telur möguleika á því að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Mikilvægt sé að Hæstiréttur taki málið til skoðunar. Innlent 10. janúar 2023 09:59