Skipstjóri sviptur skipstjórnarréttindum vegna siglingar undir áhrifum fíkniefna Landsréttur staðfesti í dag sakfellingardóm yfir skipstjóra sem gerðist sekur um að stýra fiskiskipi undir áhrifum tetrahýdrókannabínóls og metýlfenídats. Innlent 18. júní 2021 15:59
Sýknaður í Landsrétti eftir sextán ára dóm í héraði Lithái á sextugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru fyrir að hafa banað landa sínum á svipuðu reki í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Karlmaðurinn, Arturas Leimontas, var sakfelldur fyrir manndráp í héraðsdómi í janúar og dæmdur í sextán ára fangelsi. Innlent 18. júní 2021 15:46
Sex mánaða fangelsi fyrir að stinga kærasta fyrrverandi kærustu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og fíkniefnabrot. Innlent 18. júní 2021 14:36
Borgarbyggð er sýkn af 60 milljóna króna kröfu brottrekins sveitarstjóra Héraðsdómur Vesturlands kvað í dag upp dóm þess efnis að Borgarbyggð væri sýkn af öllum kröfum Gunnlaugs Auðuns Júlíussonar. Innlent 18. júní 2021 13:24
Móður veitt forsjá í forsjárdeilu Hæstiréttur dæmdi í fyrradag móður fullt forræði dóttur sinnar. Í dóminum kemur fram að hún hafi tálmað umgengni barnsins við föður þess allt frá því að hún sakaði hann um kynferðisbrot gegn barninu. Innlent 18. júní 2021 10:32
Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. Innlent 17. júní 2021 20:41
Átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn einhverfum manni Karlmaður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum en huti refsingarinnar er skilorðsbundinn. Hann er dæmdur fyrir að hafa nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart manni með þroskahömlun og brotið á honum kynferðislega. Þá er honum gert að greiða brotþola 800 þúsund krónur í miskabætur. Innlent 16. júní 2021 16:38
Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. Innlent 16. júní 2021 15:43
Hæstiréttur þyngir verulega dóm tveggja fyrir nauðgun Hæstiréttur hefur dæmt Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku í heimahúsi í Reykjavík í febrúar 2017. Þá var mönnunum tveimur gert að greiða stúlkunni 1,8 milljónir króna hvor í miskabætur. Innlent 16. júní 2021 15:19
Dæmdur fyrir að hafa sent áfram nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni Karlmaður var á dögunum dæmdur brotlegur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir brot í nánu sambandi. Maðurinn hafði meðal annars hótað fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður ítrekað, og sent nektarmyndir af henni áfram á fleiri aðila. Maðurinn mun ekki sæta refsingu en honum er gert að greiða allan málskostnað. Innlent 16. júní 2021 15:01
Viðurkennir bótaskyldu vegna sjúklings sem slasaðist í sturtu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaskyldu úr ábyrgðartryggingu SÁÁ hjá tryggingafélaginu TM vegna slyss sem kona varð fyrir þegar hún rann í sturtu á sjúkrahúsinu Vogi í ágúst 2017. Innlent 16. júní 2021 14:13
Strauk úr sóttvarnahúsinu og gekk í skrokk á fyrrverandi Karlmaður var í gær dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir líkamsárásir og brot á nálgunarbanni gegn fyrrverandi kærustu sinni og brot á sóttvarnarlögum. Innlent 15. júní 2021 19:17
Fær loks réttargæslumann vegna líkamsárásar, frelsissviptingar og hótana Landsréttur úrskurðaði 10. júní síðastliðinn að karlmaður á fimmtugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og hótunum, fái réttargæslumann til að gæta hagsmuna hans í málinu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra sem taldi manninn ekki eiga rétt á réttargæslumanni. Innlent 14. júní 2021 15:52
Við dauðans dyr vegna drullunnar í Járnblendinu Saga Barða Halldórssonar er mögnuð. Hann veiktist alvarlega, var við dauðans dyr og eru veikindin rakin til óbærilegra vinnuaðstæðna hjá Járnblendinu á Grundartanga. Hann tók slaginn við stórfyrirtækið og hafði sigur. Innlent 12. júní 2021 09:01
Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa tvívegis veist að fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ítrekað sent annarri fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður hótanir í gegn um samskiptaforrit. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi og honum gert að greiða konunum miskabætur. Innlent 11. júní 2021 17:01
Dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði og dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Maðurinn er sagður hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Landsréttur segir að um stórhættulega atlögu hafi verið að ræða og að maðurinn hafi hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Innlent 11. júní 2021 16:06
„Ég er orðinn einhver sérkapítuli í þessu landi“ Reynir Traustason segir dóm Landsréttar óskiljanlegan með öllu og vill áfrýja. Innlent 11. júní 2021 15:50
Reyni gert að þola að vera sakaður um lygafréttir og að fólk gráti úr sér augun þeirra vegna Landsréttur snéri dómi sem féll í héraði og er nú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu saklaus af því að hafa látið meiðyrði falla um ritstjórann. Innlent 11. júní 2021 14:59
Akureyrarbær hafði betur gegn áminntum hjúkrunarfræðingi Akureyrarbær var í dag sýknaður af kröfu hjúkrunarfræðings, sem vann fyrir bæinn, um að áminning, sem henni var veitt fyrir brot í starfi, yrði felld úr gildi og að Akureyrarbær skyldi greiða henni 5 milljónir króna í miskabætur. Innlent 11. júní 2021 13:03
Ríkið gerir sátt við fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg Íslenska ríkið hefur gert dómsátt við Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, og hefur mál hans verið fellt niður hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna þessa. Samkvæmt sáttinni fær hann 15 þúsund evrur í bætur, um 2,2 milljónir króna. Viðskipti innlent 11. júní 2021 07:48
Dæmdur fyrir nauðgun eftir að játning náðist á upptöku Karlmaður var í dag dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness. Refsing mannsins er skilorðsbundin til þriggja ára þar sem hann glímir við margþættan geðvanda. Innlent 10. júní 2021 22:01
Tálmunarmál Manuelu Óskar fyrir Hæstarétt Hæstiréttur Íslands hefur veitt ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur. Manuela hefur áður verið sýknuð af ákæru fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Innlent 10. júní 2021 15:53
Ók Angjelin í Rauðagerði en segist ekkert hafa vitað um tilganginn Shpetim Qerimi, einn fjögurra sem ákærður er fyrir manndráp í Rauðagerðismálinu svokallaða, hefur verið úrskurðaður í farbann til 1. október. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í september. Innlent 9. júní 2021 16:00
Fimm mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir að stefna lífi verkamanna í hættu Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stefna lífi og heilsu á þriðja tugar erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í hættulegu húsnæði á Smiðshöfða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 9. júní 2021 15:04
Anton Kristinn ákærður fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Anton Kristinn Þórarinsson fyrir brot á vopnalögum og fíkniefnalögum sem rekja má til húsleitar lögreglu á heimili hans í Akrahverfinu í Garðabæ í mars 2019. Þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, fundust á heimili Antons Kristins auk kókaíns og lítilræði af tóbaksblönduðu kannabisefni. Innlent 9. júní 2021 13:14
Systurnar loks lausar allra mála í Sjólaskipamálinu Systur sem kenndar hafa verið við útgerðina Sjólaskip voru á dögunum sýknaðar af ákæru um skattsvik. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 7. maí en hefur enn ekki verið birtur á vef héraðsdóms. Ríkissaksóknari ætlar ekki að áfrýja dómnum. Málaferlin hafa staðið yfir í áratug. Viðskipti innlent 9. júní 2021 06:00
Hinn eftirlýsti verður sendur til Póllands vegna stórfelldrar líkamsárásar Sebastian Kozlowski, sem lýst var eftir af lögreglu í gær, verður sendur til Póllands til að sæta fangelsisvist vegna stórfelldrar líkamsárásar sem leiddi til dauða brotaþola. Hann var dæmdur fyrir málið í nóvember 2018 en hann kom hingað til lands árið 2019 til þess að hefja nýtt líf. Innlent 8. júní 2021 15:59
Ríkissaksóknari áfrýjar máli Sigur Rósar: „Mér þykir þetta orðið skammarlegt“ Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi héraðsdóms í máli fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Liðsmönnum sveitarinnar hefur verið birt áfrýjunarstefna. Viðskipti innlent 8. júní 2021 15:43
Dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa selt unglingsstúlkum fíkniefni Karlmaður var sakfelldur í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa selt þremur stúlkum, sem voru fjórtán og sextán ára gamlar, kannabis og gefið einni þeirra amfetamín heima hjá sér. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir brotin sem framin voru í Fjarðabyggð. Innlent 8. júní 2021 14:28
Fimm ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir gegn fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Brotin, sem eru í áttu sér stað á heimili mannsins á Akureyri, voru framin föstudaginn 18. september á síðasta ári. Innlent 8. júní 2021 08:08