Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Þremur og hálfu ári bætt við dóm Þorsteins

Héraðsdómur Reykjaness hefur gert Þorsteini Halldórsssyni upp hegningarauka upp á þrjú og hálft fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Í fyrra var Þorsteinn dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn öðrum pilti. RÚV greinir frá.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán með öxi

Maður var fyrr í þessum mánuði dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán og eignaspjöll í úrabúð Georgs V. Hannah í Reykjanesbæ í febrúar á þessu ári. Maðurinn réðst inn í búðina vopnaður exi og sló ítrekað í átt að búðareigendum og í innanstokksmuni sem eyðilögðust.

Innlent
Fréttamynd

Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu

Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Komst yfir 22 milljónir vegna mistaka í bankanum

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku framkvæmdastjóra fiskvinnslufyrirtækis til þriggja ára fangelsisvistar fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Hann notfærði sér mistök við útgáfu banka til þess að komast yfir 22 milljónir króna.

Innlent