Telja að Hvalur þurfi að reiða fram rúmar hundrað milljónir eftir dóma Landsréttar Hvalur hf. var í Landsrétti í dag dæmdur til að leiðrétta laun og reiða fram greiðslur til átta starfsmanna sem unnu á hvalvertíðum hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 23. október 2020 16:59
Dómur mildaður í ljótu líkamsárásarmáli Landsréttur hefur dæmt Hafstein Oddsson í fjögurra ára fangelsi fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum haustið 2016. Hafsteinn hlaut sex ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í júlí í fyrra en dómurinn var mildaður um tvö ár. Innlent 23. október 2020 15:52
Skúli sýknaður í áralangri deilu við Sigmar Stemma hf., fyrirtæki Skúla Gunnars Sigfússonar, var í dag sýknuð af kröfum Sigmars Vilhjálmssonar og félagsins Sjarms og garms ehf í Landsrétti. Viðskipti innlent 23. október 2020 15:49
Fær ekki krónu vegna úra og skartgripa sem fundust ekki hjá lögreglu Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Hann vildi fá sextán milljónir frá ríkinu vegna verðmæta sem tekin voru af heimili hans við húsleit lögreglu. Innlent 23. október 2020 10:52
Dæmdur fyrir hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu og nýjum kærasta hennar Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að beita fyrrverandi sambýliskonu sinni hótunum og hóta kærasta hennar líkamsmeiðingar eða lífláti. Innlent 23. október 2020 09:47
Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. Innlent 23. október 2020 09:01
Lýsti atvinnuleysi og vanlíðan síðan henni var sagt upp hjá ON Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem sagt var upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar árið 2018, lýsir miklum átökum sínum og Bjarna Más Júlíussonar fyrrverandi framkvæmdastjóra ON þegar þau störfuðu saman. Innlent 22. október 2020 16:58
Helgi og RÚV sýknuð í meiðyrðamáli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlamanninn Helga Seljan og Ríkisútvarpið í meiðyrðamáli sem karlmaður höfðaði gegn þeim vegna ummæla fyrrverandi eiginkonu sinnar í Kastljósþætti í ágúst 2015. Innlent 22. október 2020 12:43
Fyrrverandi forstjóri Matís sýknaður af ákæru vegna heimaslátrunar Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var á þriðjudag sýknaður af ákæru fyrir brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss. Innlent 22. október 2020 10:21
Tugmilljóna kröfu Sjóvár vegna vanhertra bolta vísað frá Tugmilljóna fjárkröfu tryggingafélagsins Sjóvár á hendur vélsmiðjunni Hamar og tryggingafélaginu VÍS hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur, þrátt fyrir að dómurinn telji að vélsmiðjan hafi borið fulla ábyrgð á bilun í skipinu Birtingi Innlent 21. október 2020 14:20
Af sviði fasteignakauparéttar Tveir nýlegir dómar Héraðsdóms Reykjavíkur sýna hversu ríkar kröfur eru gerðar til aðila í fasteignaviðskiptum og hversu erfitt og kostnaðarsamt það getur reynst að sækja rétt sinn þegar út af bregður. Skoðun 21. október 2020 11:00
Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. Innlent 20. október 2020 21:32
Fjögurra vikna síbrotagæsla fyrir ránin þrjú um helgina Átján ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fimm vikna síbrotagæslu til 16. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19. október 2020 15:54
Sigur Rós sendir frá sér yfirlýsingu: Skattalögin til skammar fyrir Ísland Núverandi og fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hvetja íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða íslenska skattalöggjöf sem þeir telja vera óréttláta, harðneskjulega og til skammar fyrir Ísland. Innlent 19. október 2020 15:23
Sagðir hafa hótað drengnum ofbeldi með ostaskera og pinna Landsréttur hefur vísað frá kröfu annars þeirra sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við frelssissviptingarmál á Akureyri í síðustu viku, þess efnis að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði felldur úr gildi Innlent 19. október 2020 13:01
Fékk bætur og afsökunarbeiðni frá dómsmálaráðherra Páll Sverrisson hefur fengið milljónir króna í bætur vegna ítrekaðra birtinga á viðkvæmum persónuupplýsingum um hann af hálfu dómstóla. Innlent 17. október 2020 17:44
Skipstjóri og útgerðarfélag sýknuð af ákæru um brottkast á grásleppuveiðum Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað skipstjóra á grásleppubát og útgerðarfélag af ákæru um ólöglegt brottkast á fiski. Innlent 16. október 2020 13:33
Sýknaður af skattsvikaákæru eftir áratug Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, var í gær sýknaður í héraðsdómi af ákæru héraðssaksóknara þess efnis að hafa komið 44 milljónum króna undan skatti. Innlent 16. október 2020 08:26
Dómur í kynferðisbrotamáli gegn barni ómerktur og sendur aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar yfir manni sem hafði verið sakfelldur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar, að hafa haft barnaklám í vörslum sínum og fíkniefnalagabrot. Innlent 15. október 2020 20:48
Áfram í varðhaldi vegna hótana, húsbrots og árása Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni til 9. nóvember næstkomandi. Manninum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað tveimur lögmönnum. Innlent 15. október 2020 18:07
Þóttist ætla að kaupa vændi af kærustunni en réðst svo á hana með hótunum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Óttar Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, hótanir og brot á blygðunarsemi gegn fyrrverandi kærustu sinni árið 2017. Innlent 15. október 2020 13:28
Maður grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana í Sandgerði látinn laus í ljósi nýrra gagna Karlmaður á sextugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi í ljósi nýrra gagna í málinu. Innlent 15. október 2020 12:38
Borgin sýknuð af kröfu kennara sem vildi ekki hætta vegna aldurs Reykjavíkurborg var sýknuð af skaðabótakröfu grunnskólakennara sem var gert að hætta störfum vegna aldurs í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 14. október 2020 18:58
Jón hafði sigur í löngu og ströngu vatnsstríði Deilur um vörumerki á íslensku vatni hafa staðið fyrir dómstólum árum saman. Viðskipti innlent 14. október 2020 16:04
Tók upp samfarir í heimildarleysi Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi konu aðfaranótt laugardagsins 29. desember 2018 á heimili hans. Innlent 13. október 2020 10:19
Dóms að vænta í grófu nauðgunarmáli Aðalmeðferð lauk í síðustu viku í grófu kynferðisbrotamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meint brot átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi utan landsteinanna. Innlent 13. október 2020 07:00
Guðmundur á Núpum fær tvö ár á skilorði Guðmundur A. Birgisson, oft kenndur við Núpa í Ölfusi, hefur verið dæmdur í tveggja ára skiloðsbundið fangelsi fyrir skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Innlent 10. október 2020 23:36
Fær ekki bætur eftir óhapp við brauðbakstur Tryggingafélagið TM þarf ekki að greiða starfsmanni mötuneyti hjá ótilgreindu félagi á höfuðborgarsvæðinu bætur vegna slyss sem varð þegar starfsmaðurinn var að hnoða deig í stóran brauðhleif. Innlent 10. október 2020 20:15
Byssur og hnífar á heimili fjölhæfs fíkniefnasala Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á fíkniefna-, lyfja-, tolla- og vopnalögum. Innlent 9. október 2020 11:49
Guðmundi dæmdar 5,6 milljónir í bætur Íslenska ríkið var í sumar dæmt til að greiða Guðmundi R. Guðlaugssyni 5,6 milljónir króna í skaðabætur vegna tekjutaps sem hann varð fyrir eftir gæsluvarðhaldsvistun árið 2010. Innlent 8. október 2020 19:34