Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. Erlent 28. júlí 2017 09:14
Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. Erlent 28. júlí 2017 08:25
Hertar þvinganir gegn Rússum á borði Trump Öldungadeildarþing Bandaríkjanna samþykkti, 98 gegn 2, að herða þvinganir gegn Rússum. Erlent 27. júlí 2017 23:41
Ætlar ekki að segja af sér fyrr en Trump segir til Jeff Sessions segir hann og Trump deila sömu gildum og hann muni berjast fyrir þeim áfram. Erlent 27. júlí 2017 22:32
Trump-liðar hóta Alaska vegna atkvæðis þingmanns Öldungadeildarþingmaður ríkisins kaus gegn því að fella sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna niður. Erlent 27. júlí 2017 18:05
Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. Erlent 27. júlí 2017 15:07
Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. Erlent 27. júlí 2017 12:12
Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. Erlent 27. júlí 2017 10:41
Trump eignar sér „stórkostlega fjárfestingu“ Foxconn Verksmiðjan verður staðsett í Wisconsin-ríki en talið er að hún muni framleiða LCD-skjái. Búist er við því að um þrjú þúsund manns fái vinnu við framleiðsluna. Erlent 27. júlí 2017 07:31
Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra. Erlent 26. júlí 2017 20:52
Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. Erlent 26. júlí 2017 15:18
Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. Erlent 26. júlí 2017 13:37
Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands gefur í skyn að rússnesk stjórnvöld svari í sömu mynt eftir að lægri deild Bandaríkjaþings samþykkti hertar refsiaðgerðir gegn þeim í gær. Óvíst er hvort að Donald Trump forseti beiti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu. Erlent 26. júlí 2017 08:30
Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Hvíta húsið segir nýtt frumvarp draga úr völdum forsetans. Erlent 25. júlí 2017 23:30
Repúblikanar fá annað tækifæri til að fella Obamacare úr gildi Öldungadeildarþingmenn Bandaríkjaþings samþykktu í atkvæðagreiðslu í dag að taka nýtt sjúkratryggingafrumvarp Repúblikana til umræðu á þinginu. Erlent 25. júlí 2017 19:43
Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. Erlent 25. júlí 2017 15:55
Foreldrar skátadrengja ósáttir eftir ræðu Trump Skátahreyfingin í Bandaríkjunum liggur undir ámæli fyrir að leyfa Donald Trump forseta að messa yfir ungum skátum um stjórnmál og andstæðinga sína. Forsetinn ýjaði meðal annars að svæsinni sögu um annan fasteignakóng. Erlent 25. júlí 2017 12:28
Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. Erlent 25. júlí 2017 09:31
Donald Trump flutti umdeilt ávarp á skátamóti Mikill mannfjöldi var viðstaddur skátamótið en Trump þykir hafa verið nokkuð pólitískur í ávarpi sínu. Erlent 25. júlí 2017 07:23
„Obamacare er dauðinn sjálfur“ „Obamacare er dauðinn sjálfur,“ segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem brýndi í dag fyrir flokksmönnum innan raða Repúblikanaflokksins að flýta umræðu um frumvarp Repúblikanaflokksins sem ætlað er að koma í stað The Affordable Care Act eða Obamacare, eins og það er kallað í daglegu tali. Erlent 24. júlí 2017 22:09
Kushner sver af sér samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump segist ekki hafa haft neitt samráð við rússneska embættismenn í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og segist ekki kunnugt um að neinn annar sem starfaði við framboðið hafi gert það. Hann ber vitni um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar fyrir luktum dyrum þingnefnda í dag og á morgun. Erlent 24. júlí 2017 13:02
Tengdasonur Trump kemur fyrir þingnefnd Búist er við að spurningar um samskipti við rússneska embætismenn og athafnamenn verði efst á baugi þegar Jared Kushner, tengdasonur og helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kemur fyrir þingnefnd í dag. Yfirheyrslurnar fara fram fyrir lokuðum dyrum og verður framburður Kushner ekki eiðsvarinn. Erlent 24. júlí 2017 08:42
Misvísandi skilaboð frá Hvíta húsinu Misvísandi skilaboð hafa borist frá forsetaembætti Bandaríkjanna um ný lög sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Lögin kveða einnig á um að minnka möguleika forsetans, Donalds Trump, á því að aflétta núverandi þvingunum. Því er forsetinn andvígur. Erlent 24. júlí 2017 06:00
Rússneski sendiherrann yfirgefur Washington Sergei Kislyak hefur mikið verið í umræðunni á árinu vegna tengsla ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og fulltrúa rússneskra stjórnvalda. Erlent 23. júlí 2017 11:03
Mun gera Bandaríkjaþingi kleift að herða refsiaðgerðir gegn Rússum Breytingarnar takmarka einnig getu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að draga úr þessum aðgerðum. Erlent 23. júlí 2017 10:37
Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. Erlent 22. júlí 2017 07:00
Sean Spicer hættir sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins Sean Spicer sagði í dag af sér sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. Erlent 21. júlí 2017 16:07
Einkalögmaður Donald Trump hættur Einkalögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, Marc Kasowitz, hefur hætt störfum. Erlent 21. júlí 2017 11:04
Talsmaður lögfræðiteymis Trump segir upp Mark Corallo sagði upp vegna ósættis við þær aðferðir teymis Trump að grafa undan saksóknara sem fer með rannsókn af afskiptum Rússa. Erlent 21. júlí 2017 08:45
Hefur 836 sinnum sagt ranga og villandi hluti Donald Trump hefur verið forseti Bandaríkjanna í sex mánuði í dag. Erlent 20. júlí 2017 15:30