Svara Trump fullum hálsi Yfirvöld í Washington-ríki í Bandaríkjunum svara nú Donald Trump Bandaríkjaforseta fullum hálsi en forsetinn hefur gagnrýnt ríkistjórann og borgarstjóra Seattle-borgar harðlega, fyrir að ganga ekki harðar fram gegn mótmælendum í borginni. Erlent 12. júní 2020 07:02
Lýsa áhyggjum af refsiaðgerðum gegn Alþjóðasakamáladómstólnum Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að heimila refsiaðgerðir gegn starfsmönnum Alþjóðsakamáladómstólsins „alvarlegt áhyggjuefni“. Dómstóllinn hefur rannsakað hvort að bandarískir hermenn hafi framið stríðsglæpi í Afganistan. Erlent 11. júní 2020 19:53
Æðsti herforingi Bandaríkjanna iðrast kirkjugöngunnar með Trump Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna segist hafa gert mistök með því að fylgja Donald Trump forseta að St. John‘s-kirkjunni í Washington-borg þar sem Trump lét taka af sér myndir með Biblíu. Með því hafi herinn blandast inn í innanlandsstjórnmál. Erlent 11. júní 2020 18:09
Kemur ekki til greina að breyta nafni herstöðva Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni ekki einu sinni íhuga það að breyta nöfnum á herstöðvum Bandaríkjahers líkt og mótmælendur í landinu hafa kallað eftir. Erlent 11. júní 2020 07:20
Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. Erlent 10. júní 2020 23:57
Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. Erlent 10. júní 2020 19:05
Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. Erlent 10. júní 2020 18:11
Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins. Erlent 10. júní 2020 15:07
Höfðu ekki lesið og vildu ekki lesa tíst Trump Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa nú í nokkur forðast það af mikilli færni að tjá sig um umdeild tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Erlent 10. júní 2020 09:13
„Hann féll hraðar en honum var hrint“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur mögulegt að 75 ára gamall maður sem slasaðist alvarlega þegar lögregluþjónar hrintu honum í jörðina í Buffaloborg sé útsendari Antifa og að um sviðsetningu hafi verið að ræða. Erlent 9. júní 2020 14:26
Framboð Trump í miklum vandræðum Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. Erlent 8. júní 2020 16:09
Dómsmálaráðherrann segir Trump aldrei hafa beðið um að hermenn yrðu sendir til að kveða niður mótmæli Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, segir Bandaríkjaforseta ekki hafa gengið það langt að óska eftir því að tíu þúsund hermenn verði kallaðir út til þess að aðstoða lögreglu við að kveða niður óeirðir og mótmæli í bandarískum borgum. Erlent 7. júní 2020 16:25
Bush á meðal repúblikana sem ætla ekki að kjósa Trump Nokkrir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum ætla annað hvort ekki að kjósa Donald Trump í forsetakosningunum í haust eða jafnvel greiða Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt. George W. Bush, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem ætlar ekki að styðja Trump til endurkjörs. Erlent 7. júní 2020 12:13
Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. Erlent 6. júní 2020 16:26
Tilkynnti minnkandi atvinnuleysi og sagði það „frábæran dag fyrir George Floyd“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir atvinnuleysi í landinu, sem hefur minnkað undanfarið eftir mikla aukningu í kórónuveirufaraldrinum. Erlent 5. júní 2020 21:32
Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. Erlent 5. júní 2020 13:41
Víggirt Hvíta húsið deilir við ráðhúsið um yfirráð yfir Washington-borg Frá því á mánudagskvöld þegar mótmælendur voru hraktir frá Lafayettetorgi við Hvíta húsið, svo Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gæti haldið myndatöku, hafa varnir við Hvíta húsið aukist gífurlega. Erlent 5. júní 2020 13:39
Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. Erlent 5. júní 2020 09:13
Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. Erlent 5. júní 2020 07:08
Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. Erlent 4. júní 2020 12:37
Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. Erlent 4. júní 2020 07:38
Trump slapp við aukaverkanir vegna malaríu-lyfsins Hvíta húsið hefur gefið út niðurstöður árlegrar heilsufarsskoðunar einkalæknis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn virðist vera við ágæta heilsu. Erlent 3. júní 2020 21:36
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. Erlent 3. júní 2020 15:58
Meirihluti ekki ánægður með viðbrögð Trump samkvæmt nýrri könnun Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. Erlent 2. júní 2020 23:30
Trudeau þagði vel og lengi áður en hann svaraði spurningu um Trump Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, valdi orð sín afar gætilega er hann var spurður um ástandið í Bandaríkjunum og viðbrögð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við því, á blaðamannafundi í dag. Erlent 2. júní 2020 22:04
Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. Erlent 2. júní 2020 20:05
Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. Erlent 2. júní 2020 16:39
Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. Erlent 2. júní 2020 13:39
Starfsmenn Facebook ósáttir við afskiptaleysi af færslum Trump Megnrar óánægju gætir hjá sumum starfsmönnum samfélagsmiðlarisans Facebook vegna þess hvernig Mark Zuckerberg forstjóri hefur haldið að sér höndum varðandi umdeildar færslur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Zuckerberg og Trump ræddu saman í síma á föstudag. Viðskipti erlent 2. júní 2020 10:58
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. Erlent 2. júní 2020 07:55