Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

Virknin liggur of djúpt til að mæla kviku­hreyfingar

Ýmislegt bendir til þess að jarðskjálftar sem hafa fundist á Reykjanesi undanfarið orsakist af kvikuhreyfingum neðanjarðar. Þetta sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Jörð nötrar á suðvesturhorninu

Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 

Innlent
Fréttamynd

Áhugaverðir sex mánuðir að baki

Eldgosið í Geldingadölum hefur í dag staðið yfir í hálft ár og er nú það langlífasta á 21. öldinni, hefur staðið samfleytt yfir í 184 daga borið saman við fyrra met sem var í Holuhrauni en þar stóð gosið yfir í 181 dag.

Innlent
Fréttamynd

Hraun gæti farið hratt af stað ef leiðigarðarnir halda ekki

Þúsundir manna lögðu leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í kjöraðstæðum í gær, enda var sjónarspilið mikið þegar rökkva tók. Björgunarsveitarmenn hafa hins vegar áhyggjur af því að hraunið fari að flæða yfir leiðigarðana en þá getur skapast mikil hætta.

Innlent
Fréttamynd

Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“

Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Stærðarinnar skepna virtist fljúga yfir eldgosið

Um stund laugardagskvöld virtist sem rauðglóandi skepna hefði flogið yfir eldgosið í Geldingadölum. Það var í það minnsta frá Perlunni en ljósið frá eldgosinu lenti þannig á reyknum að auðvelt var að sjá fljúgandi dýr.

Lífið
Fréttamynd

Gosið heldur sínu striki, en gasgildi mælast há

Gosvirkni í eldstöðinni í Fagradalsfjalli á Reykjanesi hélt sínu striki í gærkvöldi og í nótt eftir að hafa risið úr vikudvala í gær. Að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, hefur virknin haldist við það sama, en þó sé erfitt að spá um hvort gosið muni fara í sama far og áður, þ.e. virkni með hléum á milli.

Innlent
Fréttamynd

Hraun­kvika rennur á ný í Geldinga­dölum

Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Enn tíðindalaust frá gosstöðvum

Nóttin var tíðindalaus í eldstöðinni við Fagradalsfjall líkt og hefur verið síðustu viku. Sérfræðingur á Veðurstofu sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ástandið væri óbreytt.

Innlent
Fréttamynd

Gosið í einni lengstu pásunni hingað til

Eldvirkni í Fagradalsfjalli hefur legið í láginni frá því á fimmtudaginn. Þetta er ein lengsta pása sem eldgosið hefur tekið sér frá því að það hófst í mars, en er ekki nauðsynlega til marks um að það sé að klárast.

Innlent
Fréttamynd

Gosið hafi mannast

Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast.

Innlent