EM í fótbolta 2020

EM í fótbolta 2020

Evrópumótið í fótbolta fór fram víða um álfuna dagana 11. júní til 11. júlí 2021. Ítalir stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Gary Neville telur Liverpool hafa gert stór mistök

    Georginio Wijnaldum minnti á sig í sigri Hollendinga á Evrópumótinu í gærkvöldi með því að skora fyrsta markið í 3-2 sigri á Úkraínu. Wijnaldum hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool og ein orðhvöt Manchester United goðsögn er á því að Liverpool liðið eigi eftir að sakna hollenska miðjumannsins mikið á næstu leiktíð.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Cancelo með veiruna

    João Cancelo, bakvörður Englandsmeistara Manchester City og portúgalska landsliðsins, hefur greinst með kórónuveiruna. Hann er því farinn í einangrun og verður ekki með Pórtúgal er liðið hefur leik á EM.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sterling: Við verðum að halda áfram að vinna

    Markaskorari Englendinga, Raheem Sterling, var virkilega ánægður með stigin þrjú eftir sigur liðsins gegn Króötum fyrr í dag. Sterling var valinn maður leiksins og hann segir það frábæra tilfinningu að skora á Wembley.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken

    Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Danska liðið fékk áfallahjálp

    Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins á EM

    Leikir gærdagsins á Evrópumótinu í knattspyrnu féllu að stórum hluta í skuggann á hræðilegu atviki sem átti sér stað í leik Danmerkur og Finnlands þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hetjan Simon Kjær

    Simon Kjær, fyrirliði Dana, sýndi mikla yfirvegun og í raun hetjudáð er Christian Eriksen, liðsfélagi hans, hné niður og missti meðvitund í leik Danmerkur og Finnlands á Parken fyrr í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Stuðnings­yfir­lýsingum rignir yfir Erik­sen

    Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eng­land frestar blaða­manna­fundi sínum

    Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld

    Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wales og Sviss skiptu stigunum á milli sín

    Wales og Sviss mættust í fyrsta leik dagsins á EM fyrr í dag. Svisslendingar komust yfir snemma í seinni hálfleik, en Kieffer Moore jafnaði metin fyrir Walesverja þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og liðin því bæði með eitt stig.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kevin De Bruyne ekki með Belgum í fyrsta leik

    Kevin De Bruyne ferðaðist ekki með belgíska landsliðinu til Rússlands þar sem þeir mæta heimamönnum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu. De Bruyne nefbrotnaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði.

    Fótbolti