EM karla í handbolta 2024

EM karla í handbolta 2024

Evrópumótið í handbolta karla fór fram 10. til 28. janúar 2024 í Þýskalandi.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Haukur og Donni ekki með í dag

    Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handbolta hefur ákveðið að hafa þá Hauk Þrastarson og Kristján Örn Kristjánsson, eða Donna, utan hóps í leiknum við Svartfjallaland sem hefst klukkan 17.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Einar er ó­geðs­lega góður í þessu“

    „Það er mikið af skyttum þarna og þeir eru stórir og þungir,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, hornamaður íslenska landsliðsins, um Svartfellingana sem Ísland þarf að eiga við á EM í handbolta í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Við erum með frá­bæra sóknar­menn“

    Elvar Örn Jónsson er tilbúinn í frekari átök gegn þungum og öflugum leikmönnum Svartfjallalands á EM í handbolta í dag, eftir að hafa leitt öfluga vörn Íslands í jafnteflinu við Serba á föstudaginn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það“

    Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, ætlar ekki að gera neinar stórvægilegar breytingar á sóknarleik Íslands fyrir leikinn við Svartfjallaland á EM í dag. Skammur tími frá jafnteflinu við Serbíu á föstudag bjóði heldur ekki upp á það.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Snorri geri ekkert öðru­vísi en Guð­mundur

    Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“

    „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fyrsta stig Fær­eyja á stórmóti í hús

    Færeyingar skráðu sig í sögubækurnar í kvöld þegar liðið náði jafntefli gegn Noregi á Evrópumeistarmótinu í handbolta en þetta er fyrsti stigið sem liðið nælir sér í á stórmóti. Boðið var upp á gríðarlega dramtík á lokamínútunum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Spilaði og spilaði og gat ekkert“

    Erfitt var að sjá handbragð Snorra Steins Guðjónssonar á leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik liðsins á EM í gær. Margir leikmenn áttu erfiðan dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    EM í dag: Síðast endaði Ís­land á að vinna verð­laun

    Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á EM karla í handbolta í Þýskalandi. Í öðrum þætti af EM í dag fóru Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson yfir fyrsta leikdag, stemninguna í München og geðsveiflurnar sem fylgdu jafnteflinu vði Serbíu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki

    Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Maður sér aldrei handboltadómara með virki­lega gott hár

    Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin, lokatölur 27-27.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Náðum aldrei góðum takti“

    Viktor Gísli átti frábæran fyrri hálfleik í marki Íslands og hélt liðinu á lífi meðan mörkin létu á sér standa. Í seinni hálfleik minnkaði markvarslan, sem skrifast að mörgu leyti á slakan varnarleik, og allt stefndi í tap gegn Serbíu. 

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Ég get nánast lofað því að við verðum betri í næsta leik“

    Ísland gerði eitt dramatískasta jafntefli í manna minnum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu gegn Serbíu. Ísland var þremur mörkum undir þegar tvær mínútur voru eftir en tvö þrumuskot Arons Pálmarsonar hleyptu lífi í leikinn og Sigvaldi Björn skoraði svo jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. 

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Mótið er alls ekki búið“

    „Veit ekki, frekar skrítinn leikur. Erum að klikka á algjörum grunnatriðum og förum illa með yfirtöluna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson um ótrúlegt jafntefli Íslands og Serbíu í fyrsta leik EM karla í handbolta.

    Handbolti