Handbolti

Sjáðu ís­lenska stuðningsfólkið hita upp í München: Myndir og mynd­band

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru báðar mættar til München.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru báðar mættar til München. Vísir/Vilhelm

Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu hefja leik í dag á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi og stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa fjölmennt til München. Þeir ætla að mála Ólympíuhöllina bláa í kvöld og voru í stuði fyrir leik eins og sjá má í myndum og myndbandi hér inn á Vísi.

Henry Birgir Gunnarsson var í beinni útsendingu frá stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins og kannaði þar stemmninguna meðal þeirra fjölda fólks sem ætla að styðja við bakið á íslensku strákunum á móti Serbíu í kvöld.

Það má sjá útsendinguna með Henry Birgi hér fyrir neðan.

Klippa: Íslenskir stuðningsmenn hituðu upp fyrir Serbíuleikinn

Það er búist við um fjögur þúsund Íslendingum í höllinni og sérsveitin, stuðningssveit HSÍ, er mætt til München og ætla þau að tryggja að stemningin fyrir leik og á meðan á leik stendur verði frábær.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var líka á staðnum og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir neðan.

Sumir mæta með skrautlegalega hatta.Vísir/Vilhelm
Íslenski fáninn málaður á andlit.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Það var vel tekið undir þegar hópurinn söng saman.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×