Henry Birgir Gunnarsson var í beinni útsendingu frá stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins og kannaði þar stemmninguna meðal þeirra fjölda fólks sem ætla að styðja við bakið á íslensku strákunum á móti Serbíu í kvöld.
Það má sjá útsendinguna með Henry Birgi hér fyrir neðan.
Það er búist við um fjögur þúsund Íslendingum í höllinni og sérsveitin, stuðningssveit HSÍ, er mætt til München og ætla þau að tryggja að stemningin fyrir leik og á meðan á leik stendur verði frábær.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var líka á staðnum og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir neðan.






















