McKennie frá Juventus til Leeds Leeds United heldur áfram að versla nær eingöngu Bandaríkjamenn í leikmannahóp sín og á því varð engin breyting í kvöld þegar Weston McKennie gekk í raðir félagsins á láni frá Juventus á Ítalíu. Enski boltinn 30. janúar 2023 22:00
Hamrarnir áfram eftir fagmannlega frammistöðu West Ham United vann C-deildarlið Derby County 2-0 í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Hamrarnir mæta Manchester United á Old Trafford í næstu umferð. Enski boltinn 30. janúar 2023 21:36
Chelsea með mettilboð í argentínska heimsmeistarann Chelsea er ekki hætt að kaupa leikmenn í þessum félagsskiptaglugga því samkvæmt nýjust fréttum af Brúnni þá hefur enska úrvalsdeildarfélagið boðið 120 milljónir evra í Enzo Fernandez hjá Benfica. Enski boltinn 30. janúar 2023 15:49
Úti í kuldanum hjá City og á leið til Bayern Portúgalski landsliðsmaðurinn Joao Cancelo er á leið til Bayern München á láni frá Manchester City. Enski boltinn 30. janúar 2023 15:30
Dyche ráðinn til Everton Sean Dyche hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Everton. Hann tekur við liðinu af Frank Lampard sem var rekinn í síðustu viku. Enski boltinn 30. janúar 2023 14:08
Skilja ekki hvernig Fabinho slapp við rautt: „Skelfileg tækling“ Fabinho þótti heppinn að sleppa við rautt spjald í leik Brighton og Liverpool í ensku bikarkeppninni í gær. Enski boltinn 30. janúar 2023 14:00
Áskriftir að knattspyrnuútsendingum hækka um allt að 33 prósent „Kostnaður vegna samninga við Premier League hefur hækkað, veiking krónunnar hefur mjög neikvæð áhrif og annar kostnaður til dæmis aðföng, laun, útsendingarkostnaður og fleira hefur hækkað.“ Neytendur 30. janúar 2023 09:00
„Vildum byrja árið af krafti en við erum verri“ Andy Robertson var niðurlútur eftir að Liverpool féll út úr ensku bikarkeppninni fyrir Brighton í gær. Enski boltinn 30. janúar 2023 07:31
Sir Alex sofnaði yfir leik Man. United og Reading Hinn 81 árs gamli Sir Alex Ferguson er einn sigursælasti knattspyrnustjóri allra tíma. Það virðist sem honum hafi fundist leikur Manchester United og Reading heldur leiðinlegur en Skotinn virtist sofna þegar myndavélinni var beint að honum. Enski boltinn 30. janúar 2023 07:00
E-deildarliðið hans Ryan Reynolds fær annan leik í enska bikarnum Leikur Wrexham og Sheffield United er líklega skemmtilegasti leikurinn sem spilaður var í 32-liða úrslitum enska bikarsins um helgina. Enski boltinn 29. janúar 2023 19:07
Punga út 45 milljónum fyrir sjö marka manninn hjá Everton Enski sóknarmaðurinn Anthony Gordon er genginn til liðs við Newcastle United frá Everton. Enski boltinn 29. janúar 2023 17:16
West Ham áfram eftir frábæra innkomu Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir hóf leik Wolves og West Ham United í ensku bikarkeppninni á varamannabekknum. Hún kom inn af bekknum þegar 25 mínútur lifðu leiks og staðan var enn markalaus, leiknum lauk með 2-0 sigri Hamranna. Enski boltinn 29. janúar 2023 16:01
Magnað mark Mitoma skaut Brighton áfram og kom í veg fyrir að Liverpool verji titil sinn Brighton og Liverpool mætast í annað sinn á skömmum tíma. Síðast unnu Mávarnir frá suðurströndinni þriggja marka sigur. Enski boltinn 29. janúar 2023 15:30
Arsenal neitar að selja McCabe til Englandsmeistaranna Englandsmeistarar Chelsea vilja ólmir fá Katie McCabe, leikmann Arsenal í sínar raðir. Skytturnar, sem eru í harðri baráttu við Chelsea um titilinn í ár, neita að selja. Enski boltinn 29. janúar 2023 12:30
Chelsea áfram með veskið opið Hinn 19 ára gamli Malo Gusto er búinn að skrifa undir samning við Chelsea. Hann mun þó ekki ganga í raðir Lundúnafélagsins fyrr en í sumar. Enski boltinn 29. janúar 2023 11:30
Eriksen yfirgaf Old Trafford á hækjum Christian Eriksen yfirgaf Old Trafford, heimavöll Manchester United, á hækjum eftir sigurinn á B-deildarliði Reading í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. Eriksen var í byrjunarliði Man United en var tekinn af velli skömmu eftir glannalega tæklingu Andy Carroll. Enski boltinn 29. janúar 2023 11:01
„Casemiro hefur bætt liðið og móralinn“ „Við fengum fjöldann allan af færum. Við ræddum um það í hálfleik að vera þolinmæðir og þá myndi fyrsta markið koma,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, eftir 3-1 sigur liðsins á B-deildarliði Reading í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup. Enski boltinn 29. janúar 2023 08:01
Brasilískt þema á Old Trafford: Sjáðu mörkin Manchester United vann Reading 3-1 í síðasta leik dagsins í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Staðan var markalaus í hálfleik en þrjú mörk í síðari hálfleik skutu heimamönnum áfram. Öll mörk kvöldsins voru skoruð af Brasilíumönnum. Enski boltinn 28. janúar 2023 21:55
Son gekk frá Preston í seinni hálfleik Son Heung-Min skaut Tottenham Hotspur áfram í ensku bikarkeppninni með tveimur mörkum í síðari hálfleik þegar Spurs vann Preston North End 3-0 á útivelli. Þriðja markið skoraði nýi maðurinn Arnaut Danjuma. Enski boltinn 28. janúar 2023 19:55
Markalaust í Íslendingaslagnum á Ítalíu | Jökull hélt hreinu Albert Guðmundsson og Hjörtur Hermannsson mættust í Serie B, næstefstu deild ítalskrar knattspyrnu í dag. Willum Þór Willumsson lék 72 mínútur í 0-2 tapi Go Ahead Eagles gegn PSV í Hollandi. Þá hélt Jökull Andrésson hreinu í endurkomu sinni hjá Exeter City í ensku C-deildinni. Fótbolti 28. janúar 2023 18:00
Leicester og Leeds kláruðu neðri deildar liðin Leeds United og Leicester City eru komin áfram í enska bikarnum í fótbolta eftir sigra á neðri deildar liðum í hádeginu. Enski boltinn 28. janúar 2023 14:27
Trippier framlengir við Newcastle Enski knattspyrnumaðurinn Kieran Trippier hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Fótbolti 28. janúar 2023 13:11
Kveður Brighton á samfélagsmiðlum skömmu eftir að tilboði Arsenal var hafnað Ekvadorski miðjumaðurinn Moises Caicedo virðist vera á leið frá Brighton en hann er eftirsóttur af Lundúnarliðunum Arsenal og Chelsea. Enski boltinn 28. janúar 2023 11:00
Bielsea vildi taka við U-21 ára liði Everton fyrst og aðalliðinu næsta sumar Marcelo Bielsa er einstakur á margan hátt. Hann var orðaður við þjálfarastöðuna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en var á endanum ekki ráðinn. Ástæðan virðist vera sú að hann vildi láta starfslið sitt taka við aðalliði félagsins á meðan hann myndi stýra U-21 ára liði Everton. Enski boltinn 28. janúar 2023 09:01
„Við hefðum getað fengið miklu meira út úr leiknum“ „Mjög vonsvikinn,“ sagði Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, eftir 1-0 tap sinna manna gegn Manchester City í ensku bikarkeppninni í fótbolta. Enski boltinn 28. janúar 2023 08:00
Rashford kom sjóðandi heitur til baka frá HM í Katar Fáir leikmenn hafa verið heitari í enska boltanum síðustu vikur en Marcus Rashford, framherji Manchester United. Enski boltinn 27. janúar 2023 23:31
Aké skaut Man City áfram í bikarnum Nathan Aké skoraði eina markið þegar Manchester City vann Arsenal 1-0 í fyrsta leik 4. umferðar ensku bikarkeppninnar. Enski boltinn 27. janúar 2023 22:10
U-beygja hjá Everton Búist er við því að Sean Dyche verði ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Everton í dag. Enski boltinn 27. janúar 2023 10:02
Bielsa lentur í London en sagður hafa hafnað Everton Marcelo Bielsa er kominn til London þar sem hann ræddi við forráðamenn hjá Everton um að taka við knattspyrnustjórastöðu félagsins. Nú lítur hins vegar út fyrir að hann vilji ekki starfið. Enski boltinn 27. janúar 2023 08:39
„Ef ég hefði farið þá væri Mikel hér og væri sá besti“ Pep Guardiola fór fögrum orðum um Mikel Arteta, fyrrum aðstoðarþjálfara sinn, í viðtali við BBC í gær. Þeir verða andstæðingar þegar Manchester City og Arsenal mætast í enska bikarnum í kvöld. Fótbolti 27. janúar 2023 07:01