Steven Gerrard flæktur inn í írskt glæpagengi Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi knattspyrnustjóri Aston Villa, er á forsíðum breska fjölmiðla þessa stundina vegna tegnsla við glæpagengi í Írlandi. Enski boltinn 3. október 2022 23:01
Rodgers hafði betur í baráttunni um uppsögnina Leicester City vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu í kvöld með 4-0 sigur á nágrönnum sínum í Nottingham Forest. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, gæti hafa bjargað starfi sínu með sigri á meðan útlitið er verra hjá Steve Cooper, knattspyrnustjóra Nottingham Forest. Enski boltinn 3. október 2022 22:00
Ógnvænleg tölfræði Haaland vekur athygli Erling Haaland, leikmaður Manchester City, hefur verið óstöðvandi í upphafi leiktímabils í ensku úrvalsdeildinni. Með álíka áframhaldi mun Norðmaðurinn bæta öll helstu markamet deildarinnar. Enski boltinn 3. október 2022 19:45
Leikur upp á líf og dauða milli Cooper og Rodgers Seinna í kvöld fer fram leikur Leicester City og Nottingham Forest, viðureign sem breskir miðlar fullyrða að verði sá síðasti hjá knattspyrnustjóra annars hvors liðs. Enski boltinn 3. október 2022 17:45
Sá besti í Þýskalandi fer til Chelsea næsta sumar Chelsea hefur fest kaup á Frakkanum Christopher Nkunku og mun hann ganga til liðs við félagið frá RB Leipzig í Þýskalandi næsta sumar. Fótbolti 3. október 2022 17:00
Vildi vera eins og Ronaldo: „Hann var bestur, þó hann hafi verið feitur“ Pierre-Emerick Aubameyang segist hafa drukkið í sig kunnáttu heimsklassa framherja í AC Milan þegar hann var þar á mála sem ungur leikmaður. Mest leit hann upp til Brasilíumannsins Ronaldo, sem var kominn af léttasta skeiði þegar hann samdi við félagið. Fótbolti 3. október 2022 16:31
Sagði að strákarnir hans Gerrards spiluðu á hraða snigilsins Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds United, gagnrýndi leikstíl Aston Villa eftir markalaust jafntefli liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 3. október 2022 16:01
Klopp um Núñez: Liðið er ekki að hjálpa honum Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kveðst hafa litlar áhyggjur af úrúgvæska framherjanum Darwin Núñez þrátt fyrir brösuga byrjun hans í Bítlaborginni. Enski boltinn 3. október 2022 15:00
Haaland fékk fyndin skilaboð frá liðsfélaga á boltann „Þetta á eftir að kosta mikinn pening í kaupum á fótboltum,“ skrifaði Aymeric Laporte, leikmaður Manchester City, við mynd af þeim Erling Haaland og Phil Foden sem báðir fengu keppnisbolta til eignar eftir að hafa skorað þrennu í 6-3 sigrinum gegn Manchester United. Enski boltinn 3. október 2022 08:01
Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. Enski boltinn 3. október 2022 07:02
Keane ósáttur við Man Utd - „Algjör vanvirðing við Ronaldo“ Fyrrum fyrirliði Man Utd og einn sigursælasti leikmaður í sögu þess er algjörlega forviða á því hvernig komið er fyrir annarri goðsögn hjá félaginu, Cristiano Ronaldo. Enski boltinn 2. október 2022 21:31
Aston Villa tókst ekki að nýta liðsmuninn gegn Leeds Leeds United og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Elland Road í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 2. október 2022 17:29
Ten Hag: „Okkur skorti trú“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var eðlilega súr og svekktur eftir 6-3 tap liðsins gegn Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Enski boltinn 2. október 2022 16:06
Bruno Lage rekinn frá Wolves Portúgalski knattspyrnustjórinn Bruno Lage hefur verið rekinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves eftir aðeins 16 mánuði í starfi. Enski boltinn 2. október 2022 15:42
Dagný kom West Ham til bjargar og tryggði liðinu sigur í vítaspyrnukeppni Dagný Brynjarsdóttir reyndist hetja West Ham er hún skoraði annað mark liðsins í uppbótartíma gegn London City Lionesses í enska deildarbikarnum í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2 að venjulegum leiktíma loknum, en gestirnir í West Ham höfðu betur eftir langa vítaspyrnukeppni. Fótbolti 2. október 2022 15:27
Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3. Enski boltinn 2. október 2022 14:51
Kane fyrstur til að skora hundrað mörk á útivelli Harry Kane varð í gær fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora hundrað deildarmörk á útivelli. Hann skoraði eina mark Tottenham er liðið tapaði 3-1 gegn erkifjendum sínum í Arsenal. Enski boltinn 2. október 2022 10:01
Trossard tók nýja stjórann á orðinu með þrennunni á Anfield Óhætt er að segja að belgíski sóknarmaðurinn Leandro Trossard fari vel af stað undir stjórn Roberto de Zerbi sem tók við stjórnartaumunum hjá Brighton á dögunum. Enski boltinn 2. október 2022 09:01
Guardiola mærir Ten Hag í aðdraganda Manchester slagsins Baráttan um Manchester borg fer fram í dag og er leiksins að venju beðið með mikilli eftirvæntingu. Enski boltinn 2. október 2022 08:02
West Ham innbyrti sinn annan sigur Eftir þrjá leiki í röð án sigurs tókst West Ham að koma sér aftur á sigurbraut þegar liðið fékk Wolverhampton Wanderers í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 1. október 2022 18:30
Klopp: „Við verðum að gera betur“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki nógu sáttur eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Brighton í ensku úrvalsdieldinni í knattspyrnu í dag. Liverpool lenti 0-2 undir snemma leiks, snéri leiknum við og komst í 3-2, en kastaði sigrinum frá sér á lokamínútunum. Enski boltinn 1. október 2022 16:51
Jón Daði skoraði í sigri Bolton Jón Daði Böðvarsson var á skotskónum í ensku C-deildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 1. október 2022 16:44
Newcastle fór illa með tíu leikmenn Fulham Newcastle United gerði góða ferð í höfuðborgina þegar liðið heimsótti nýliða Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Enski boltinn 1. október 2022 16:18
Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna. Enski boltinn 1. október 2022 16:05
Gallagher hetja Chelsea í dramatískum sigri í frumraun Potter Graham Potter stýrði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í dag þegar liðið heimsótti Crystal Palace í Lundúnarslag. Enski boltinn 1. október 2022 16:02
„Mér fannst við vera betra liðið frá fyrstu sekúndu leiksins“ Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, var eðlilega kátur eftir 3-1 sigur liðsins gegn erkifjendum sínum í tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Xhaka skoraði þriðja mark Arsenal í dag og segir liðið hafa verið með yfirburði á vellinum frá upphafi til enda. Enski boltinn 1. október 2022 14:00
Arsenal heldur toppsætinu eftir öruggan sigur gegn erkifjendunum Arsenal vann öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti erkifjendum sínum í Tottenham í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Enski boltinn 1. október 2022 13:22
Nkunku hefur nú þegar staðist læknisskoðun hjá Chelsea og kemur næsta sumar Franski framherjinn Cristopher Nkunku hefur nú þegar staðist læknisskoðun hjá Chelsea og mun ganga í raðir félagsins frá RB Leipzig eftir tímabilið. Enski boltinn 1. október 2022 12:01
„Erum ekki að fara að mæta Haaland, við erum að fara að mæta Machester City“ Erki ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur fulla trú á því að sínir menn geti sigrað Englandsmeistara Manchester City er liðin mætast í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hann segir einnig að liðið ætli ekki að einbeita sér eingöngu að því að stöðva norsku markamaskínuna Erling Braut Haaland. Enski boltinn 1. október 2022 10:31
Hefur eytt 130 milljónum í hinar ýmsu lausnir til að bæta leik sinn Brasilíumaðurinn Emerson Royal, hinn skrautlegi bakvörður Tottenham, hefur á undanförnum mánuðum eytt tæpum 130 milljónum króna í hinar ýmsu lausnir til að bæta sig sem knattspyrnumaður. Hann hefur meðal annars ráðið njósnara til að fylgjast með Achraf Hakimi, bakverði PSG. Enski boltinn 1. október 2022 10:01