Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Enska úr­vals­deildin á­nægð með notkunina á VAR

    Enska úrvalsdeildin er sögð ánægð hvernig hefur tekist til að innleiða VAR, myndbandsaðstoðardómara, í deildina og segir heimildarmaður innan ensku úrvalsdeildarinnar að þeir segist standa framar en aðrar deildir í Evrópu voru á sínu fyrsta tímabili með VAR.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Hneykslaður ef Ighalo fer frá United“

    Paul Merson, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður í enska boltanum, segir að Odion Ighalo hafi verið frábær síðan hann gekk í raðir Manchester United í janúarglugganum á láni Shanghai Shenhua.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Klopp reyndi að leika eftir dans Uxans

    Það var létt yfir Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, er hann ræddi við heimasíðu Liverpool í gegnum myndbandssímtal. Hann sagði mikilvægt að taka stöðuna alvarlega og fara eftir fyrirmælum en lagði hins vegar áherslu á að fólk myndi halda áfram að lifa lífinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liðsfélagi Gylfa varð sér til skammar

    Oumar Niasse, framherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, varð sér til skammar í gærkvöldi er hann fór út að rúnta með félögum sínum en íbúar í Englandi hafa verið beðnir um að halda sig heima vegna kórónuveirunnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Paul Ince finnst Liverpool liðið ekki frábært

    Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United og Liverpool, segir að Liverpool-lið Jurgen Klopp sé enn ekki orðið frábært lið. Það þurfi að halda uppteknum hætti næstu árin til þess að geta talist sem frábært lið í sögunni.

    Sport