Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ekkert ein­vígi í Söngva­keppninni 2025

Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land mun taka þátt í Euro­vision

Ísland mun taka þátt í Eurovision á næsta ári. Þetta kemur fram í svörum frá Ríkisútvarpinu til fréttastofu. Áður hafði ákvörðun um þátttöku í keppninni verið frestað. Fram kemur að fyrirkomulag á vali á framlagi Íslands verði kynnt síðar.

Lífið
Fréttamynd

Fresta á­kvörðun um þátt­töku í Euro­vision

Ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári hefur verið frestað þar til í næstu viku. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, sagði fyrr í vikunni að ákvörðunin yrði tekin í þessari viku en henni hefur verið frestað þar til eftir helgi. Ísland lenti í seinasta sæti á Eurovision í ár.

Lífið
Fréttamynd

Ræðst á morgun hvort Ís­land taki þátt í Euro­vision

Ríkisútvarpið mun á morgun tilkynna hvort Ísland muni taka þátt í Eurovision í Basel á næsta ári. Fararstjóri íslenska hópsins sagði eftir keppnina í ár að hann gerði ráð fyrir því að Ísland tæki aftur þátt í ár, en ekkert væri meitlað í stein.

Lífið
Fréttamynd

Hinn rekni Euro­vision fari á Ís­landi

Joost Klein, hollenski keppandinn í Eurovision í ár sem jafnframt var sá fyrsti til þess að vera rekinn úr keppninni er staddur á Íslandi. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Hætt að rann­saka mál hollenska Eurovision-farans

Sænsk yfirvöld hafa hætt rannsókn á máli Joost Klein, hollenska keppandans í Eurovision sem rekinn var úr keppni í Malmö í maí eftir meintar hótanir gegn ljósmyndara. Samkvæmt ríkissaksóknara eru ekki næg sönnunargögn í málinu.

Lífið
Fréttamynd

Vandaði Euro­vision ekki kveðjurnar á tón­leikum

Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein sem rekinn var úr Eurovision söngvakeppninni í ár fyrstur allra sagði söngvakeppninni til syndanna áður en hann hóf raust sína á tónleikum í Vancouver í Kanada. „Fokk Eurovision!“ sagði hann á sviðinu.

Lífið
Fréttamynd

Ætluðu að draga sig úr Euro­vision fram á síðustu stundu

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt.

Lífið
Fréttamynd

Fleiri snið­gengu en ekki

Fleiri slepptu því að horfa á keppniskvöld Íslands í Eurovision þriðjudagskvöldið 7. maí heldur en horfðu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar Prósents en þar kemur fram að tæplega þriðjungur þjóðarinnar hafi horft á umrætt Eurovision kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Von á á­kæru eftir spennuþrungna daga í Malmö

Fulltrúi Hollands í Eurovision sem var meinuð þátttaka á úrslitakvöldinu klukkustundum fyrir keppni verður að líkindum ákærður fyrir hótanir að sögn sænsku lögreglunnar. Hinn 26 ára gamli Joost Klein komst á spjöld sögunnar því engum keppanda hefur áður verið vísað úr keppni.

Lífið
Fréttamynd

Þátt­taka Ísraela hafi skemmt mikið

Einni umdeildustu Eurovision-keppni sögunnar lauk um helgina. Fararstjóri íslenska hópsins segir augljóst að þátttaka Ísraelsmanna hafi haft neikvæð áhrif á keppnina.

Lífið
Fréttamynd

Á­horf á úr­slit Euro­vision hríð­féll

Áhorf á úrslitakvöld Eurovision hríðféll á milli ára. Tónlistafræðingur segir vanta gagnsæi um fjármögnun keppninnar sem sé hápólitísk þvert á markmið. Skipuleggjendur þurfi að líta í eigin barm.

Innlent
Fréttamynd

Þessi lönd gáfu Ís­landi stigin þrjú

Áhorfendur í Svíþjóð og Kýpur voru þeir einu sem gáfu Íslandi stig í símakosningunni í fyrri undanúrslitum Eurovision í ár. Eins og fram hefur komið vermir Ísland botnsætið í ár, með einungis þrjú stig.

Lífið
Fréttamynd

Fögnuðu heim­komu Nemo

Nokkur hundruð manns voru saman komin á alþjóðaflugvellinum í Zürich í Sviss í gær til að taka á móti söngvaranum Nemo sem vann sigur í Eurovision á laugardagskvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Hellti sér yfir EBU að lokinni keppni

Bambie Thug, sem flutti framlag Írlands í Eurovision, sendi Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) kaldar kveðjur að lokinni keppni í gærkvöldi. Hán segir sambandið hafa brugðist.

Lífið
Fréttamynd

Skil­yrði að koma Borgar­nesi á kortið

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson gerði það að skilyrði fyrir því að kynna stig Íslands í Eurovision, að fá að koma Borgarnesi á kortið í leiðinni. Þangað flutti hann fyrir ári síðan, nýtur sín vel og segir það merki um að hann sé að eldast og þroskast.

Lífið
Fréttamynd

Mætti í eftir­­­partý og verður eftir í Mal­­mö

Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein mætti var í eftirpartýi úrslitakvölds Eurovision-keppninnar í gærkvöldi, þrátt fyrir að hafa verið vísað úr keppninni fyrr um daginn. Hann verður þá eftir í Malmö, þar sem keppnin fór fram, þrátt fyrir að aðrir úr hollenska föruneytinu haldi heim á leið.

Lífið