Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Fann það á mér að það væri of mikil fórn“

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona úr þáttunum Með okkar augum hefur lengi barist fyrir réttindum fólks með fötlun. Árið 2022 sagði hún frá því ofbeldi og misrétti sem hún var beitt og nú tekur hún þátt í söngvakeppninni og hvetur fólk í sömu stöðu til að rísa upp og segja frá.

Lífið
Fréttamynd

Lofar áður ó­séðu sjónar­spili en ekki kántrí ælu

Tinna Óðins einn keppanda í Söngvakeppninni segist fyrst og fremst ætla að skemmta fólki þegar hún stígur á svið með lag sitt Þrá næstu helgi. Hún segir að við sviðsetningu lagsins verði ýmislegt sem ekki hefur sést áður í keppninni. Tinna segir lag sitt allt öðruvísi en bandarískt popplag sem líkt hefur verið við lagið.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land á fyrra undanúrslitakvöldi Euro­vision

Ísland mun stíga á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision í ár, þriðjudagskvöldið 13. maí. Dregið var um það í dag í hvaða undanúrslit keppendur landanna munu keppa í og auk þess var dregið um fyrri og seinni helming kvöldsins.

Tónlist
Fréttamynd

Lét sig dreyma um Euro­vision á Húsa­vík

„Fyrstu myndböndin af mér að koma fram eru frá því að ég er í kringum tíu ára syngjandi á Mærudögum á Húsavík svo að þetta kviknaði mjög snemma,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. Hann tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Like You og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið.

Tónlist
Fréttamynd

Er­lend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina

Erlend Eurovision-stjarna sem Íslendingar þekkja mun koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Uppselt er á úrslitakvöldið sem fer fram þann 22. febrúar næstkomandi í Gufunesi en enn eru til miðar á hin úrslitin og á fjölskyldurennsli daginn fyrir úrslit. Þá hefur röð laganna verið ákveðin og þeim gefin kosninganúmer.

Lífið
Fréttamynd

Meintur stuldur á borð RÚV

Líkindi framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni við ísraelskt popplag eru til skoðunar hjá stjórn Söngvakeppninnar. Þetta staðfestir Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar. Reglur keppninnar kveði á um að lög megi ekki hafa verið flutt áður. Bræðurnir koma af fjöllum og segjast ekki leggja í vana sinn að hlusta á ísraelska popptónlist.

Lífið
Fréttamynd

Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meiri­hlutinn jafn sekur og há­væri minni­hlutinn

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona og Eurovision fari segist hafa mátt þola ótrúlegan skít frá stórum hópi af fólki eftir að hún ákvað að hætta ekki við að keppa í Eurovision í fyrra. Hera, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa þroskað mikið af því ferli að hafa farið í gegnum þennan storm og hún skilji marga hluti betur á eftir.

Lífið
Fréttamynd

Mót­mæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár

Nokkrir keppendur í Söngvakeppninni árið 2025 eru á lista þeirra tónlistarmanna sem skoruðu á Ríkisútvarpið í fyrra að draga Ísland úr Eurovision vegna hernaðar Ísraela á Gasa. Tilkynnt var hvaða tíu lög munu keppa í undanúrslitum Söngvakeppninnar í ár fyrr í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Euro­vision

Sléttum fjörutíu árum eftir að þau komu, sáu og sigruðu Eurovision söngvakeppnina með La de swinge! stefnir hljómsveitin á endurkomu í keppnina. Sveitin ætlar að taka þátt í norsku undankeppninni Melodi Grand Prix en athygli vekur að þar er einnig að finna hljómsveitina Wig Wam sem keppti fyrir hönd Noregs í keppninni árið 2005 og sló í gegn hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert ein­vígi í Söngva­keppninni 2025

Ekkert einvígi verður í Söngvakeppninni 2025 heldur mun stigahæsta lagið í úrslitum bera sigur úr býtum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem fram kemur að keppnin fari fram þrjár helgar í febrúar.

Lífið
Fréttamynd

Einka­væðingará­form gætu hrakið Ís­rael úr Euro­vision

Stríðsrekstur Ísraela á Gasa og víðar fyrir botni Miðjarðarhafs leiddi til mikilla mótmæla þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í Malmö í Svíþjóð í maí síðastliðinn. Nú er hugsanlegt að Ísrael verði meinuð þátttaka í keppninni, þó af allt annarri ástæðu.

Erlent
Fréttamynd

Kynbomba og reynslu­boltar í Melodifestivalen

Þrír reynsluboltar í Eurovision vilja keppa fyrir hönd Svíþjóðar í keppninni á næsta ári. Þá hefur ein frægasta kynbomba landsins jafnframt skráð sig í undankeppnina en listi yfir keppendur í Melodifestivalen hefur nú verið birtur í sænskum miðlum.

Lífið
Fréttamynd

Daði Freyr tekur stefnuna til Ís­lands eftir ára­tug úti

„Ég var meira jólabarn þegar ég var barn. Nú á ég tvö börn og þá snúast jólin eiginlega bara um þau,“ segir tónlistarmaðurinn og Eurovision stjarnan Daði Freyr. Daði virðist þó kominn í jólagírinn þar sem hann var að senda frá sér nokkrar jólaábreiður og stendur fyrir jólatónleikum í Gamla bíói í desember. Samhliða því stefnir fjölskyldan á að flytja aftur til Íslands.

Tónlist
Fréttamynd

Hyggjast halda breytta Söngva­keppni á næsta ári

RÚV mun halda sig við Söngvakeppnina á næsta ári til þess að velja framlag Íslands í Eurovision og mun hún fara fram í febrúar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem segir að þegar hafi verið opnað fyrir innsendingar á lögum og að til skoðunar sé breytt fyrirkomulag á vali á sigurvegara.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land mun taka þátt í Euro­vision

Ísland mun taka þátt í Eurovision á næsta ári. Þetta kemur fram í svörum frá Ríkisútvarpinu til fréttastofu. Áður hafði ákvörðun um þátttöku í keppninni verið frestað. Fram kemur að fyrirkomulag á vali á framlagi Íslands verði kynnt síðar.

Lífið
Fréttamynd

Fresta á­kvörðun um þátt­töku í Euro­vision

Ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári hefur verið frestað þar til í næstu viku. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, sagði fyrr í vikunni að ákvörðunin yrði tekin í þessari viku en henni hefur verið frestað þar til eftir helgi. Ísland lenti í seinasta sæti á Eurovision í ár.

Lífið
Fréttamynd

Ræðst á morgun hvort Ís­land taki þátt í Euro­vision

Ríkisútvarpið mun á morgun tilkynna hvort Ísland muni taka þátt í Eurovision í Basel á næsta ári. Fararstjóri íslenska hópsins sagði eftir keppnina í ár að hann gerði ráð fyrir því að Ísland tæki aftur þátt í ár, en ekkert væri meitlað í stein.

Lífið