Glasgow og Liverpool keppast um að halda Eurovision Borgirnar Glasgow og Liverpool í Bretlandi standa nú tvær eftir í keppninni um að halda Eurovision. Samkvæmt The BBC voru þær borgir með bestu tilboðin fyrir viðburðarhaldið. Bretland var valið til þess að halda keppnina í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu, sem sigraði Eurovision. Lífið 27. september 2022 16:01
Leitað að næstu Eurovision stjörnu Íslands Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Söngvakeppni sjónvarpsins 2023 en staðfest hefur verið að Ísland muni taka þátt í keppninni sem haldin verður í Bretlandi í maí. Lífið 29. ágúst 2022 13:36
„Verður í vöðvaminninu að eilífu“ Hljómsveitin Systur tók eftirminnilega þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision síðastliðið vor. Systurnar, þær Sigga, Beta og Elín, hafa notið lífsins í sumar og eru nú í óðaönn að skipuleggja tónleikaferðalag um landið sem hefst á miðvikudaginn og stendur til 27. ágúst næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Systrum og fékk að heyra frá tónleikunum, væntanlegri smáskífu og lífinu eftir Eurovision. Tónlist 15. ágúst 2022 13:30
Eurovision verður í Bretlandi á næsta ári Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi. Lífið 25. júlí 2022 11:29
„Ég vil keppnislag sem sigrar Eurovision“ „Ég veit ekki hvort að ég gefi út plötu bara aftur, í lífinu,“ segir Páll Óskar í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðustu helgi. Lífið 19. júlí 2022 14:16
Endanlega staðfest að Eurovision verði ekki í Úkraínu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi. Innlent 23. júní 2022 16:52
Staðráðnir í að halda Eurovision í Úkraínu Úkraínsk yfirvöld fordæma ákvörðun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva að leyfa Úkraínumönnum ekki að halda Eurovision-söngvakeppnina á næsta ári. Lífið 18. júní 2022 14:21
Eurovision fer ekki fram í Úkraínu og Bretar beðnir að hlaupa í skarðið Skipuleggjendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafa ákveðið að Úkraína geti ekki haldið keppnina sökum stríðsástands í landinu. Því hafa þeir beðið Bretland um að halda keppnina en framlag þeirra í ár endaði í öðru sæti. Lífið 17. júní 2022 10:58
Sannfærð um að Ísland hefði unnið Eurovision og ákvað að læra íslensku Bresk kona sem hefur einsett sér að læra tungumál þeirrar þjóðar sem vinnur Eurovision hverju sinni ákvað að læra íslensku eftir að keppninni var aflýst árið 2020. Hún telur að Daði og Gagnamagnið hefðu verið líklegust til sigurs það árið. Hún hefur þegar lært ítölsku og hollensku en segir íslenskuna hafa verið meiri áskorun. Lífið 4. júní 2022 09:11
Verðlaunagripurinn seldur og ágóðinn notaður til að kaupa þrjá dróna Hljómsveitin Kalush Orchestra, sem sigraði í Eurovision fyrir hönd Úkraínu, er sögð hafa selt verðlaunagripinn fyrir 116 milljónir króna. Fénu verður varið til kaupa á þremur drónum fyrir úkraínska herinn. Erlent 30. maí 2022 07:43
Íslendingar bera af í Eurovision-glápi Íslendingar eru sú þjóð sem horfði hlutfallslega mest á Eurovision í ár. Samkvæmt mælingum sem Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa birt á vef sínum var áhorf á keppnina hér á landi 96,4 prósent, meira en á nokkrum öðrum markaði. Lífið 24. maí 2022 18:43
Breska Eurovision stjarnan mætt á íslenska listann TikTok stjarnan Sam Ryder sló í gegn í Eurovision í ár þar sem hann keppti fyrir hönd Bretlands og hreppti annað sætið. Lagið hans Space Man skýst beint í sjötta sætið á íslenska listanum sína fyrstu viku á lista. Tónlist 21. maí 2022 16:01
Stjörnulífið: Kosningar, Eurovision og tónleikahald Það var nóg um að vera þessa helgina þar sem sveitarstjórnarkosningar og Eurovision börðust um athygli landsmanna. Það var samt sem áður mikið um annarskonar skemmtanahald í gangi eins og tónleika, leikhússýningar og útlandaferðir. Lífið 16. maí 2022 14:41
Júrógarðurinn: Súrsætur endir á stórkostlegu ævintýri Þá er komið að lokum hér í Eurovision heiminum í Tórínó og Júrógarðurinn lítur yfir farinn veg í uppgjörs þætti beint úr blaðamannahöllinni. Lífið 15. maí 2022 01:09
Fagna sigrinum á Íslandi: „Ég er viss um að Úkraína verði tvöfaldur sigurvegari“ Úkraínskar konur sem komu til Íslands til að flýja stríðsástandið í heimalandinu eru afar stoltar af sigri Úkraínu í Eurovision. Fjöldi Úkraínumanna kom saman ásamt meðlimum í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Kex Hostel til að fylgjast með keppninni í kvöld. Lífið 15. maí 2022 00:24
Systur voru í tíunda sæti á þriðjudaginn Nú hefur verið opinberað hvernig kosningin var í undankeppnum Eurovision. Systur, sem fluttu framlag Íslands í ár, voru í tíunda sæti á þriðjudag. Tíu lönd komust áfram. Tónlist 14. maí 2022 23:21
Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. Lífið 14. maí 2022 23:01
Spilarar RÚV hrundu í Eurovision- og kosningafári Spilarar Ríkisútvarpsins sem sýna frá Eurovision og kosningavöku þeirra hrundu á ögurstundu þegar stigagjöfin í Eurovision átti að hefjast. Á vefsíðu þeirra var um tíma ekki hægt að horfa á viðburðina. Innlent 14. maí 2022 22:44
Netverjar í skýjunum með flutning systranna Systurnar Sigga, Beta og Elín Eyþórsdætur fluttu lagið Með hækkandi sól á stóra sviðinu í Tórínó rétt í þessu. Svo virðist sem landsmenn séu hæstánægðir með frammistöðu þeirra. Lífið 14. maí 2022 21:09
Fullkominn flutningur hjá Systrum Systur voru landi og þjóð til sóma á Eurovision sviðinu í kvöld. Atriðið heppnaðist mjög vel, alveg eins og á öllum æfingum. Tónlist 14. maí 2022 20:49
„Við erum rosalega bjartsýn með kvöldið“ „Hún er rosalega góð, það er búið að vera ótrúlega jákvæð og mjúk stemning í hópnum,“ segir Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins um stemninguna hjá Systrum fyrir kvöldinu í kvöld. Lífið 14. maí 2022 19:00
Framlög Úkraínu, Noregs og Hollands klífa alþjóðlegan vinsældarlista hjá Spotify Lokakeppni Eurovision fer fram í Tórínó í kvöld og munu 25 lög keppa um gler hljóðnemann. Eins og vænta má eru lögin mörg hver orðin gífurlega vinsæl, bæði í Evrópu og sum um allan heim. Tónlist 14. maí 2022 17:31
Leikstjóri Systra: „Þær hafa rosalega mikil áhrif á mig“ Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er leikstjóri og sviðs- og danshöfundur Systra. Júrógarðurinn tók púlsinn á henni rétt fyrir keppni og fékk að skyggnast á bak við hennar listræna ferli. Lífið 14. maí 2022 16:30
Kom á óvart hvað Eurovision var fjölskylduvænt og þægilegt Hjónin Ragnar Jónasson og María Margrét Jóhannsdóttir skelltu sér til Tórínó ásamt dætrum sínum til að sjá Ísland á sviði. Þau segja Eurovision hina bestu fjölskylduskemmtun og stefna sannarlega á að fara aftur. Júrógarðurinn tók púlsinn á þeim og fékk að heyra meira um þessa fjölskylduferð. Lífið 14. maí 2022 15:01
Eurovisionvaktin: Sögulegur sigur Úkraínu á úrslitakvöldi Eurovision Úrslitakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022 verður haldið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með þar til yfir lýkur. Tónlist 14. maí 2022 15:00
Framlag Lettlands tók íslenska lagið í beinni fyrir blaðamenn Hljómsveitin Citi Zēni keppti fyrir hönd Lettlands í Eurovision í ár. Lagið þeirra Eat Your Salad komst ekki áfram úr undanriðlinum en þeir náðu þó að dreifa boðskap sínum, sem snýst um að velja grænmetisfæðu og hugsa vel um plánetuna. Júrógarðurinn átti líflegt spjall við hljómsveitina, sem söng meðal annars fyrir okkur eigin útgáfu af Með hækkandi sól. Tónlist 14. maí 2022 14:01
Fengu sér McDonald's á milli æfinga Undirbúningur stendur nú yfir fyrir lokakvöld Eurovision söngvakeppninnnar í Tórnínó á Ítalíu. Systurnar sem keppa fyrir Íslands hönd eru nú að undirbúa sig fyrir stóra kvöldið en eins og staðan er núna er búist við að Úkraína vinni keppnina. Lífið 14. maí 2022 13:44
Lokaæfing Systra heppnaðist vel Systur voru rétt í þessu að klára síðustu æfingu sína fyrir kvöldið. Tónlist 14. maí 2022 13:18
„Hvernig get ég ekki stutt svona hæfileikaríkt fólk sem styður líka fólk eins og mig? Áfram Systur!“ Jens Geerts starfar sem fjölmiðlakona hjá alþjóðlegu LGBTQ+ stöðinni OUTtv og er stödd í Tórínó að fjalla um Eurovision. Jens hefur verið aðdáandi Eurovision í áratugi og segir að LGBTQ+ fyrirmyndir í sögu keppninnar hafi spilað veigamikið hlutverk við að hjálpa sér að samþykkja sjálfa sig sem trans konu. Hún er mikill aðdáandi Systra en Júrógarðurinn ræddi við Jens og fékk að skyggnast aðeins inn í hennar hugarheim. Lífið 14. maí 2022 13:01
Fá boðsmiða á Eurovision á næsta ári Bjarki Guðnason, 25 ára gamall einhverfur maður með þroskahömlun, hefur fengið boðsmiða á Eurovision á næsta ári. Eins og við sögðum frá hér á Vísi í gær mun Bjarki ekki upplifa tuttugu ára draum sinn um að fara á Eurovision þar sem miðasölufyrirtæki sveik hann og stuðningsforeldri hans um miða á aðalkeppnina. Lífið 14. maí 2022 11:57