Heimskra manna ráð? Á sínum tíma þurftu Íslendingar að heyja baráttu til að tryggja að íslensk tunga yrði stjórnsýslu- og verslunarmál. Við þurftum að berjast fyrir því að hér ríkti virðing fyrir íslenskri þjóðmenningu og íslenskum aðstæðum. En Íslendingar hafa alltaf verið fúsir til að leita aðstoðar, ráðgjafar og þekkingar erlendis. Námsfólk hefur leitað í miklum mæli til útlanda. Og hér eru jafnan margir erlendir ráðgjafar og sérfræðingar. Fastir pennar 17. ágúst 2009 06:00
Markaðslausnir í sjávarútvegi Í öllum aðalatriðum eru aðeins tvær leiðir til að stjórna fiskveiðum. Önnur er sú að láta markaðslögmálin gilda um þróun atvinnugreinarinnar. Hin er að láta félagsleg sjónarmið ráða för. Fastir pennar 15. ágúst 2009 00:01
Við getum borið höfuðið hátt Sú var tíðin að því fylgdi smán að þurfa að leita sér aðstoðar vegna hvers kyns vandamála. Fyrir vikið fór fólk með það sem mannsmorð ef það þurfti á hjálp að halda. Þetta tíðkaðist við alls konar aðstæður en geðsjúkdómar og alkóhólismi eru nærtæk dæmi. Meðferð á Vogi var tabú. Sama gilti um heimsóknir til geðlækna og sálfræðinga. Í þá daga barðist fólk við fjendur sína uns eitthvað lét undan. Afleiðingarnar gátu orðið hrikalegar. Fastir pennar 14. ágúst 2009 00:01
Ef að væri Ísland í dag er í viðtengingarhætti. Fréttatímar hefjast gjarna á orðinu „Ef" og síðan koma langar vangaveltur um hvað gæti gerst ef eitthvað annað gerist eða gerist ekki fyrst. Bakþankar 14. ágúst 2009 00:01
Er Ísland of lítið? Sumir kenna smæð Íslands um bankahrunið og efast um getu Íslendinga til að standa á eigin fótum sem frjálst og fullvalda ríki. Ég er á öðru máli. Af öllum ríkjum heims, rösklega 200 talsins, Fastir pennar 13. ágúst 2009 00:01
Ný jörð – nýtt líf Íslendingar eru áberandi svartsýnni á efnahagsástandið en aðrar þjóðir um þessar mundir, þetta las ég á Vísi í gær. Og skyldi engan undra, við erum í tómu tjóni. Þess vegna kom mér heldur ekkert á óvart að lesa hér í Fréttablaðinu um ung íslensk hjón sem búið höfðu undanfarinn áratug í Kaupmannahöfn en völdu að flytja frekar til Grænlands með börnin sín tvö en hingað heim. Enda Grænland í „fúlsving", með nýfengið sjálfstæði. Unga fólkið setti ekki fyrir sig að ófært er í bæinn þess nema með flugvél eða á hundasleða. Kalda Ísland hefur ekkert aðdráttarafl lengur, ekki einu sinni í hugum heimamanna. Bakþankar 13. ágúst 2009 00:01
Viðskiptalífið pakkar í vörn Eitt af hlutverkum ríkisvaldsins er að búa viðskiptalífinu þannig umhverfi að fyrirtæki geti verið samkeppnishæf, vaxið og dafnað og þannig veitt atvinnu og skapað verðmæti. Fastir pennar 13. ágúst 2009 00:01
Smátt er fagurt Nýleg grein Anne Sibert, hagfræðiprófessors og fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabankans, hefur vakið talsverða athygli. Þar lýsir enska fræðikonan þeirri skoðun sinni að íslenska þjóðin sé of fámenn til að standa undir efnahagslega sjálfstæðu samfélagi. Fastir pennar 12. ágúst 2009 05:00
Sælir eru einfaldir Raunveruleikinn er fyrirbæri sem oft og tíðum er ofmetið. Þannig getur það verið mun auðveldara að lifa lífinu í þeirri von að hlutirnir æxlist eftir þeim formerkjum sem manni sjálfum líkar, en að horfast í augu við blákaldan veruleikann; sumsé að oftar en ekki er þetta allt saman ansi skítt. Bakþankar 12. ágúst 2009 00:01
Glóðarsteiking borgarans Í gær grillaði maðurinn minn á svölunum. Hann er annálaður grillari enda hófsamur lífskúnstner fram í fingurgóma. Slíkir menn hafa undantekningarlaust ánægju af því að grilla á svölum; fá sér einn til tvo bjóra og heilsa gangandi vegfarendum kumpánlega. Hann er meistari hinnar göfugu matargerðarlistar smáborgarans, eins og bókabéusinn vinur minn kallar grillmennsku með fyrirlitningartón. Bakþankar 11. ágúst 2009 00:01
Hinn harði veruleiki Snemmsumars þoldi ég ekki fleiri frásagnir af fjármálahneykslum og kreppu heldur þráði hið einfalda og hamingjusama líf þar sem áhyggjurnar snúast um hvort eigi að grilla aftur í kvöld eða ekki. Bakþankar 10. ágúst 2009 03:30
Þjóðarsál í stórum heimi Að því gefnu að þjóðir hafi eitthvað sem kalla má sál sýnist þjóðarsál Íslendinga oft og tíðum vera í meira lagi reikul í rásinni. Fastir pennar 8. ágúst 2009 06:00
Nr. 3 - Peningamálasamstarf Í fyrri greinum hefur verið rætt um tvö þau meginsvið þar sem mest mun reyna á samningamenn Íslands í komandi aðildarviðræðum við ESB, annars vegar að tryggja yfirráðin yfir fiskveiðilögsögunni og hins vegar að ná fram viðunandi samningi í landbúnaði og málefnum hinna dreifðu byggða Íslands. Í þessari þriðju og síðustu grein um helstu samningsmarkmið Íslands er fjallað um peningamálasamstarf. Fastir pennar 7. ágúst 2009 06:00
Í laganna nafni! Það má vera að flestir hafi þá skoðun að lögbannskrafa Kaupþings á Ríkisútvarpið um síðustu helgi hafi verið eins og að reyna að bjarga sökkvandi skipi með því að ausa úr því með húfunni sinni, á meðan hvítfyssandi athygli almennings hvolfdist yfir Kaupþingsskjölin á Wikileaks. Fastir pennar 7. ágúst 2009 06:00
Heima Stundum fær maður óvæntar en hressilegar áminningar um hvað skiptir máli í lífinu. Á dögunum gafst mér tækifæri til að heimsækja þá ágætu borg Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Seattle er græn og fögur og státar að mörgu leyti af merkilegri sögu; hún er til dæmis heimaborg Jimi Hendrix, Nirvana og gruggrokksins, útvarpssálfræðingsins Fraisers og spítalasápunnar Grey's Bakþankar 7. ágúst 2009 00:01
Ógnir og tækifæri Allar götur frá því að efnahagskerfið hrundi í haust hefur legið í loftinu að ein af afleiðingum hrunsins yrðu verulegir fólksflutningar úr landi, jafnvel að því marki að grípa ætti til hugtaksins fólksflótta. Reynslan sýnir enda að kreppa veldur fólksflutningum, hvar, hvenær og hvers vegna sem hún skellur á. Fastir pennar 6. ágúst 2009 06:00
Í röngu liði? Þetta var sumarið 1971. George Brown, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands, var á Íslandi að halda fyrirlestur, sem væri varla í frásögur færandi nema fyrir það, að ég hitti hann heima hjá foreldrum mínum, var heima í leyfi, bjó í Manchester, þar sem Brown þekkti hverja þúfu líkt og í Liverpool, sem gefur mér tilefni til að gangast við villu í grein minni hér á þessum stað fyrir viku, þegar ég lýsti Brasilíu sem eina landi heimsins, þar sem alþjóðaflugvöllur heitir í höfuðið á tónskáldi, Tom Jobim. En þá gleymdi ég flugvellinum í Liverpool, sem hefur síðan 2002 heitið í höfuðið á John Lennon, og leiðréttist það hér með. Fastir pennar 6. ágúst 2009 06:00
Þingræði eða aðskilnaður? Stærsta athugunarefnið við endurskoðun stjórnarskrárinnar er spurningin um hvort afnema eigi þingræðisregluna. Hinn kosturinn er að skilja að framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið líkt og gert er í Bandaríkjunum. Fastir pennar 1. ágúst 2009 00:01
Nr. 2 - Landbúnaður Meginmarkmið Íslands í komandi aðildarsamningum við Evrópusambandið verða líkast til (1) að tryggja yfirráðin yfir auðlindum sjávar, (2) vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu og (3) fá sem skjótasta aðkomu að peningamálasamstarfi ESB. Í fyrri grein var rætt um sjávarútveginn en nú er sjónum beint að landbúnaðarmálum og byggðaþróun. Fastir pennar 31. júlí 2009 06:00
Vítahringur smáflokkanna Frjálslyndi flokkurinn lét á sér kræla í vikunni með yfirlýsingu um að fjárhagsleg endurskipulagning hreyfingarinnar gengi vel, auk þess sem boðuð var „óvænt fréttatilkynning" í haust sem koma muni flokknum á pólitíska kortið á nýjan leik. Þrátt fyrir baráttuhug forystunnar er erfitt að trúa því að endurkoma Frjálslyndra sé á næsta leiti. Hætt er við að flokkurinn muni innan skamms breytast í félag utan um gamlar kosningaskuldir. Fastir pennar 31. júlí 2009 06:00
Í rigningunni finnum við frið Á Íslandi er veðrið jafnan umræðuefni þegar fólk hittist. Veðrið skiptir okkur máli og þessi hefð að spyrja eftir veðrinu er jafnsjálfsögð og að spyrja útlendingana „how do you like Iceland". Þetta er auðvitað tilkomið vegna þess að afkoma forfeðra okkar í harðbýlu landi, stóð og féll með veðrinu. Þar sem sólar nýtur nánast allan ársins hring hefur fólk engan áhuga á að vita hvort gráðurnar voru einni eða tveimur fleiri handan við hólinn. Bakþankar 30. júlí 2009 00:01
Tónlist og líf þjóðar Brasilía er mér vitanlega eina land heimsins, þar sem alþjóðaflugvöllur heitir í höfuðið á tónskáldi. Flugvöllurinn í Ríó de Janeiro er kenndur við Fastir pennar 30. júlí 2009 00:01
Orð eru dýr Í þann tíð er þunglyndi var bara orð sem rímaði við pungbindi og fólk eyddi dögum sínum í annað en tal um efnahagshrun og ábyrgð og enginn, utan nokkrir hagfræðingar, hafði hugmynd um hvað verg landsframleiðsla var; þá var þó stundum rætt um stjórnmál á skeri einu í Atlantshafi. Bakþankar 29. júlí 2009 00:01
Úlfljótur og gersemarnar Eins og flestir foreldrar þá er ég næsta sannfærð um að barnið mitt sé snillingur. Þegar ég horfi á son minn að leik við Þingvallavatn þar sem við fjölskyldan höfum dvalið stóran part úr sumri hugsa ég stolt með mér að þarna sé efni í Jónas Hallgrímsson (vitanlega án drykkjusýki), Matthías Jochumsson, Þorgeir Ljósvetningagoða eða einhvern annan ástmögur þjóðarinnar. Bakþankar 28. júlí 2009 00:01
Sláttumaðurinn slyngi Eftir margra daga dásamlega reykvíska sólarblíðu með unaðslegum lautartúrum, sundferðum og strandlífi hvarflaði loks að mér að gera eitthvað gagnlegt. Til dæmis að sinna vanræktri garðholunni aggalítið. Planta og reyta en einkum þó að kaupa nýja sláttuvél. Eins og mér finnst oft gaman að stússast, atast og græja hitt og þetta innifelur vinnugleðin ekkert sem Bakþankar 27. júlí 2009 00:01
Forsætisráðherra á að reyna til þrautar Skoðun Alþingis á Icesave-samningnum hefur verið afar mikilvæg. Hún hefur dregið upp skýrari mynd en fyrir var um þrjú atriði. Eitt þeirra auðveldar framgang málsins en önnur gera það snúnara. Fastir pennar 25. júlí 2009 06:00
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun