Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi

Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn notuðu salernið á meðan bóndinn brá sér í sturtu

Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi á bænum Hvítanesi í Vestur Landeyjum hefur fengið sig fullsadda af ágangi ferðamanna á jörð sinni því þeir gefa hrossum hennar og nota dróna til að taka myndir af þeim, sem fælir hestana og gerir þá hrædda. Steininn tók nýlega úr þegar ferðamenn fóru inn í húsið hennar til að nota salernið á meðan hún var í sturtu.

Innlent
Fréttamynd

Nú þarf að blása til sóknar

Það er óhætt að segja að íslenskt samfélag hafi farið á hliðina fimmtudagsmorguninn 28. mars, þegar ljóst varð að flugfélagið WOW air væri komið í þrot.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðamaður ákærður og krafinn um bætur

Bandarískur ferðamaður hefur verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi er hann ók á kyrrstæðan bíl á Reykjanesbraut í fyrra. Maður slasaðist lífshættulega. Kröfu um farbann var hafnað og fór ferðamaðurinn til síns heima.

Innlent
Fréttamynd

Segir WOW-höggið geta ýtt mörgum í þrot

Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, segir að höggið sem hlýst af falli flugfélagsins WOW air, muni ýta mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum í þrot. Mörg fyrirtækjanna hafi þegar átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Útlánatöp ógna ekki bönkunum

Fari svo að WOW air yrði gjaldþrota og það yrði samdráttur í ferðaþjónustu er bent á að eiginfjárhlutfall bankanna sé hátt og útlán til ferðaþjónustu séu um tíu prósent af útlánasafninu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erlend skrif metin á 2,5 milljarða

Um eitt þúsund erlendar blaðagreinar hafa verið birtar í erlendum fjölmiðlum frá árinu 2017 vegna verkefnisins „Ísland allt árið“, sem stýrt er af Íslandsstofu.

Innlent