Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Fólkið sem passar okkur um verslunarmannahelgina

Fólkið sem stendur vaktina um verslunarmannahelgina biðlar til allra að fara sér hægt. Skuggahliðar þessarar mestu ferðahelgi ársins séu óhófleg neysla áfengis og vímuefna og slys og ofbeldis­verknaðir fylgi óhjákvæmilega.

Innlent
Fréttamynd

Rangt að skólpvatn leki í Þingvallavatn

Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir skrif forstöðumanns Náttúruminjastofnunar Íslands, þar sem hann segir frárennslismál í þjóðgarðinum í ólagi, þvætting. Ekkert skólpvatn leki út í Þingvallavatn, allt frárennsli sé keyrt í burtu úr garðinum.

Innlent
Fréttamynd

Gestir Þingvalla kasti af sér vatni fyrir komu

Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands varar við álagi á Þingvelli vegna aukins ferðamannafjölda þar sem fráveita skólps er ekki viðundandi. Hann leggur til að gestir verði beðnir um að létta á sér fyrir komu í þjóðgarðinn.

Innlent
Fréttamynd

Fanga stemningu sem fólk upplifir

Ljósmyndarinn Kristján Ingi Einarsson hefur sent frá sér nýja bók. Hún birtir íslenska hesta og landslag í bland, enda heitir hún Horses & nature.

Menning
Fréttamynd

Margspáð fjölgun

Ragnheiður Elín Árnadóttir er ráðherra ferðamála og hefur verið síðan í júní 2013. Óhætt er að segja að um spennandi málaflokk sé að ræða, æ fleiri ferðamenn sækja Ísland heim og þjóðarbúið fær síauknar tekjur frá þeim gestum. Það er því uppgangur í ferðaþjónustu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vantar tekjur til að standa undir þjónustu við ferðamenn

Reykjavíkurborg hefur ekki notið aukins ferðamannafjölda í borginni í formi hærri skatttekna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að Reykjavík fái gistináttagjald á reykvískum hótelum til að standa straum af kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra útilokar ekki gjaldtöku á Laugaveginum

Til þess að tryggja þær náttúruauðlindir sem farið sé að ganga á með auknum straumi ferðamanna telur Ragnheiður Elín Árnadóttir nauðsynlegt að leita leiða til að tryggja að „varan Íslands sé sem tærust og sem fallegust“

Innlent
Fréttamynd

Sækja slasaða konu við Dettifoss

Um tíu til tólf björgunarsveitarmenn frá Mývatni, Húsavík og Kópaskeri eru nú á leið að Dettifossi en kona féll við fossinn og slasaði sig á fæti.

Innlent
Fréttamynd

Ekki sofna á verðinum

Ef löggjafinn klárar ekki lagabreytingar til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar strax í haust gætum við horft fram á óbætanlegt tjón í mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gestgjafarnir

Fólk ferðast um heiminn á eigin ábyrgð. Við gestgjafarnir verðum að hætta að vera of upptekin í aukahlutverkum okkar í Litlu gulu hænunni til að aðstaða og framtíðarsýn verði viðunandi.

Bakþankar
Fréttamynd

Útikamar við Gullfoss

Stjórnarmaðurinn tók á dögunum á móti útlendum vinum sínum. Vinirnir eru vanir ferðalangar og hafa heimsótt Ísland nokkuð oft. Þó aldrei áður yfir háannatíma að sumri til.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki bara fjármagnsskortur sem hindrar uppbyggingu

Ferðamálaráðherra segir salernisvandamál ferðamanna ekki koma á óvart. Oft hindri skipulagsmál eða skortur á undirbúningi við uppbyggingu frekar en skortur á fjármagni. Tekur undir hugmyndir um breytingar á skattkerfi.

Innlent
Fréttamynd

Aur fyrir aur

Reykjavík er stærsti ferðamannastaður landsins og meirihluti ferðamanna hefur þar viðkomu. Aukinn fjöldi kallar á aukna þjónustu við almennan rekstur svo sem við þrif og umhirðu borgarinnar, og reynir því á innviðina.

Skoðun