„Skelfileg upplifun“ farþega eftir 38 klukkutíma seinkun Farþegar sem setið hafa fastir á flugvelli í Glasgow í Skotlandi vegna tafa hjá Icelandair segja ástandið óþolandi. 170 manns áttu að fljúga með vélinni, sem bilaði, og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur. Innlent 19. maí 2023 22:32
„Þessum kafla er lokið hjá mér“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Niceair, segist hafa lagt líf og sál í flugfélagið. Fall þess megi helst rekja til „sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila.“ Þessum kafla sé nú lokið. Innlent 19. maí 2023 21:12
Niceair gjaldþrota Stjórn flugfélagsins Niceair ætlar að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Stjórnin harmar aðstæðurnar en segir að allar kröfur muni fara í lögformlegan farveg. Innlent 19. maí 2023 20:00
Ráðin nýir framkvæmdastjórar hjá Kynnisferðum Hilmar Stefánsson, Þóra Eggertsdóttir og Ófeigur Friðriksson hafa öll verið ráðin nýir framkvæmdastjórar hjá Kynnisferðum. Viðskipti innlent 19. maí 2023 13:19
Reisa nýja útsýnispalla og lengja göngustíg við Dynjanda Í sumar verður göngustígur upp að Dynjanda í Arnarfirði lengdur og þremur nýjum útsýnispöllum komið fyrir. Auglýst er eftir framkvæmdaaðila til að annast framkvæmdirnar. Innlent 18. maí 2023 09:29
Flogið frá Akureyri til Sviss í vetur Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki hefur ákveðið að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands næsta vetur, í beinu flugi frá Zürich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. Viðskipti innlent 16. maí 2023 11:27
Ingólfur og Lijing til Íslandshótela Ingólfur Haraldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fasteigna hjá Íslandshótelum og Lijing Zhou sem sérfræðingur í sjálfbærni hjá sama fyrirtæki. Viðskipti innlent 16. maí 2023 10:19
Giftu sig í fjórða sinn á Íslandi „Þegar ég lagði af stað í þetta óhefðbundna ævintýralíf þá hafði ég síst af öllu ímyndað mér að ég ætti eftir að gifta mig- hvað þá að ég ætti eftir gera það í lítilli kirkju á Íslandi, af öllum stöðum.“ Lífið 14. maí 2023 21:01
Skógrækt muni draga úr ferðamannastraumnum Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir að há tré séu byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Sveitarstjórnir þurfi að standast þrýsting skógræktarfólks og skipuleggja svæði vel til að forðast frekari slys. Innlent 13. maí 2023 09:31
Næturgisting í kirkju í boði á Blönduósi Hótel Blönduós verður opnað með pompi og prakt eftir glænýjar endurbætur um helgina. Stórri svítu hefur verið bætt við í sjálfri gömlu kirkjunni á Blönduósi og gefst gestum og gangandi kostur á að skoða nýjan hluta af hótelinu um helgina, þó það opni ekki formlega fyrr en á mánudag. Myndasyrpu frá Blönduósi má skoða neðst í fréttinni. Lífið 13. maí 2023 08:00
Steinboginn yfir Flögufossi hrundi Heimamenn í Breiðdalsvík tóku eftir því að steinboginn yfir Flögufoss er hruninn. Boginn var talinn afar fallegur og vinsæll hjá ferðamönnum. Innlent 11. maí 2023 14:55
Gréta María segir upp störfum hjá Arctic Adventures Stjórn Arctic Adventures hefur ráðið Ásgeir Baldurs í starf forstjóra Arctic Adventures hf. Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures hefur sagt upp störfum. Hún hefur stýrt félaginu frá árslokum 2021 en starfaði þar áður hjá Brimi og Krónunni. Viðskipti innlent 11. maí 2023 09:52
Slasaðist þegar hann féll niður bratta við Hvítserk Ferðamaður slasaðist nokkuð þegar hann féll niður bratta brekku niður í fjöru við Hvítserk í dag. Maðurinn var með meðvitund þegar björgunarfólk kom á staðinn. Til stóð að flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík. Innlent 10. maí 2023 20:06
Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. Viðskipti innlent 10. maí 2023 15:27
Bíður eftir tillögum frá samráðshópi um sjúkraflug á Suðurlandi Heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á áhyggjum ferðaþjónustu- og viðbragðsaðila af fjölgun ferðamanna og skorti á bráðaviðbragði á ferðamannastöðum. Hann segist nú bíða eftir niðurstöðum starfshóps um sjúkraflug. Lykilatriði sé að styrkja viðbragðsþjónustu um land allt. Innlent 9. maí 2023 14:01
Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. Innlent 9. maí 2023 11:45
Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. Innlent 9. maí 2023 07:01
Metsætanýting hjá Icelandair í apríl Metsætanýting var hjá Icelandair í apríl en heildarfjöldi farþega var um 296 þúsund og um 22 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar farþegar voru 242 þúsund. Sætaframboð í apríl jókst um 17 prósent miðað við fyrra ár. Viðskipti innlent 8. maí 2023 20:29
Farþegafjöldi í apríl þrefaldaðist á milli ára Farþegum PLAY fjölgaði mikið í apríl og voru 102.499 talsins, samanborið við 86.661 farþega í mars. Sætanýtingin nam 80,8 prósentum. Hér er um að ræða verulegan vöxt frá sama tíma í fyrra, þegar farþegar voru 36.669 og sætanýtingin 72,4%. Farþegafjöldinn sem næst þrefaldaðist á milli ára. Svo segir í tilkynningu frá Play. Viðskipti innlent 8. maí 2023 12:25
Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. Innlent 7. maí 2023 20:30
Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. Innlent 7. maí 2023 11:00
Girðing og myndavélar ekki stöðvað ferðamenn við að létta á sér Engin salernisaðstaða er við helsta verslunarkjarna Djúpavogs og ferðamenn kasta af sér þvagi við bensínstöðina. Heimastjórn og íbúar í nágrenninu eru ósátt við stöðuna. Innlent 4. maí 2023 22:13
Jóna Fanney tekur við formennsku af Friðriki Jóna Fanney Friðriksdóttir var í gær kosin nýr formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna en hún hafði betur gegn sitjandi formanni, Friðriki Rafnssyni, í formannskjöri á aðalfundi félagsins í gær. Friðrik hafði gegnt embættinu síðastliðin tvö ár. Innlent 4. maí 2023 08:43
Bílastæði verða fjarlægð við Sólfarið og varnargarður breikkaður Bílastæði við Sólfarið fá að fjúka, sjóvarnargarður verður lagfærður og gróður verður meira áberandi, samkvæmt nýju deiliskipulagi við Norðurströnd, strandsvæðið milli Hörpu og Laugarness. Innlent 3. maí 2023 16:26
Þingmaður segir skort á símasambandi óviðunandi Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir óviðunandi að ekki sé símasamband við þjóðveg 1 eða stærstu ferðamannastaði landsins. Hann kallar eftir að byggt verði upp 5G fjarskiptakerfi eftir færeyskri fyrirmynd. Innlent 3. maí 2023 16:05
Mörg dæmi um að fólk sinni öðru samhliða þingmennsku Brynjar Níelsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, rís upp til varnar vini sínum og félaga Ásmundi Friðrikssyni þingmanni sem hefur verið sakaður um að vera á fullum launum sem þingmaður við að stofna ferðaþjónustufyrirtæki. Innlent 3. maí 2023 14:15
Ásmundur sakaður um siðleysi vegna leiðsögumennsku Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson hefur hlotið gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna leiðsögumannaverkefnis í Vestmannaeyjum. Ásmundur segist hafa rétt til að nýta sitt sumarfrí eins og honum sýnist. Innlent 2. maí 2023 22:30
Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. Innlent 2. maí 2023 14:31
Kemur frá Belgíu og er heltekin af Íslandi: „Ég get bara ekki sagt neitt neikvætt um Ísland“ Hin belgíska Annelies Barentsen varð ástfangin af Íslandi þegar hún heimsótti landið í fyrsta skipti fyrir tíu árum. Síðan þá hefur notað hvert tækifæri til að ferðast hingað og hún hætti að telja fjölda ferðanna eftir tuttugu skipti. Hún kveðst vera heltekin af landinu, og hefur nú stofnað ferðaskrifstofu í þeim tilgangi að gera samlöndum sínum kleift að uppgötva Ísland. Lífið 2. maí 2023 07:01
Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Innlent 1. maí 2023 07:55