Hent berbrjósta upp úr Sky Lagoon: „Ég er alltaf ber að ofan í sundi“ Diljá Sigurðardóttur var vísað upp úr Sky Lagoon í dag fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. Innlent 17. júlí 2021 18:02
Erlendir ferðamenn hasla sér völl á Akureyri Fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri þetta sumarið hefur aukist gífurlega miðað við síðasta sumar. Þetta segir bæði tjaldvörður á Akureyri og starfandi forstöðumaður Sundlaugarinnar á Akureyri. Innlent 17. júlí 2021 10:46
Smit um borð í Viking Jupiter og engum hleypt í land Eitt smit hefur verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Jupiter sem liggur við höfn á Akureyri. Innlent 16. júlí 2021 15:53
„Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. Viðskipti innlent 16. júlí 2021 14:36
Leggur til að aðgerðir verði hertar á landamærum á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja til breytingar á sóttvarnaaðgerðum á landamærum í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga. Hann vinnur nú að minnisblaði til ráðherra en vill ekki gefa upp hverjar tillögur hans verða. Innlent 16. júlí 2021 11:51
Flateyri komin í tísku hjá Íslendingum „Mig langaði að prófa að fara á verbúð,“ segir Sunna Reynisdóttir aðspurð hvernig áratuga ástarsamband þeirra Magnúsar Eggertssonar er til komið. Hjónin reka saman Bryggjukaffi á Flateyri við Önundarfjörð þar sem gestagangur í sumar hefur farið fram úr björtustu vonum heimafólks. Viðskipti innlent 16. júlí 2021 08:15
Farþegar skemmtiferðaskips hugsanlega sekir um sóttvarnabrot á Djúpavogi Aðgerðastjórn Lögreglustjórans á Austurlandi hefur hugsanlegt sóttvarnarbrot til rannsóknar eftir að farþegar skemmtiferðaskips fóru í land á Djúpavogi án leyfis. Einn farþegi skipsins greindist smitaður af Covid-19 í fyrradag. Innlent 15. júlí 2021 18:27
Níu milljarða snekkja á Pollinum Snekkjan Satori dólar nú á Pollinum í Eyjafirði við Akureyri. Snekkjan er í eigu lítt þekkts auðkýfings og hefur verið á ferð við strendur Íslands að undanförnu. Innlent 15. júlí 2021 13:00
Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Innlent 15. júlí 2021 10:33
Fullorðin með tvö börn treystu sér hvorki áfram né til baka Björgunarsveitarfólk á tveimur jeppum er komið að skálanum Klakki undir Kerlingarfjöllum þar sem fjórir einstaklingar sem óskað höfðu eftir aðstoð björgunarsveita biðu. Innlent 14. júlí 2021 16:07
Ekki ástæða til að aðhafast vegna myndbands óskráðrar ferðaskrifstofu Ekki er talin ástæða til að aðhafast vegna utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi sem meint ferðaskrifstofa að nafninu Morii tours birti á Twitter, að mati sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Svo virðist sem að heimasíðu Morii tours hafi verið eytt eftir umfjöllun um myndbandið. Innlent 14. júlí 2021 15:18
„Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. Viðskipti innlent 14. júlí 2021 07:00
Bílaleigubílar þrefaldast í verði: „Þetta er bara lögmálið um framboð og eftirspurn“ Dæmi eru um verð á bílaleigubílum hafi meira en þrefaldast frá því í desember en fjölmargir ferðamenn hafa gripið í tómt undanfarna daga. Mikil umframeftirspurn er eftir bílaleigubílum og er útlit fyrir að bílaleigur verði nærri uppseldar fram í ágúst. Viðskipti innlent 14. júlí 2021 06:00
Hrakfarasögur ferðamanna rifjaðar upp Netverjar hafa farið að rifja upp hrakfarasögur ferðamanna sem komið hafa hingað til lands og í þann krappan á ferð um landið. Ferðalög 13. júlí 2021 16:33
Ferðamenn fylgist með veðurspá næstu daga Suðlægar og suðvestlægar áttir munu ráða ríkjum hér á landi, og valda vætu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Áfram má gera ráð fyrir ágætisveðri á Norður- og Austurlandi, þar sem verður úrkomulítið og talsvert sólskin með tilheyrandi hlýindum. Innlent 13. júlí 2021 06:37
Hvetur fólk til að fórna bílnum sínum í þágu ferðaþjónustunnar Örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli síðustu daga og greinilegt að aukið líf er nú að færast í ferðaþjónustuna. Nú er svo komið að bílaleigur eiga í stökustu vandræðum með að anna eftirspurn en að sögn Samtaka ferðaþjónustunnar eru bílaleigubílar nánast uppseldir á Íslandi út ágústmánuð. Viðskipti innlent 13. júlí 2021 06:00
Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. Innlent 12. júlí 2021 22:56
Sautján eru í farsóttarhúsi: „Aðsóknin er aðeins að glæðast með kvöldinu“ Sautján ferðamenn eru í einangrun í farsóttarhúsinu á Rauðarárárstíg en tveir hafa bæst í hópinn í dag. Innlent 12. júlí 2021 20:20
Lögreglan mátti ekki vísa georgískum tannlækni úr landi Kærunefnd útlendingamála hefur fellt ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að vísa georgískum ferðamanni úr landi úr gildi. Innlent 12. júlí 2021 18:14
Sjöfalt fleiri brottfarir erlendra farþega Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 42.600 í nýliðnum júnímánuði eða sjö sinnum fleiri en í júní 2020, þegar brottfarir voru um sex þúsund. Viðskipti innlent 12. júlí 2021 15:45
Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. Innlent 11. júlí 2021 21:01
Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir. Innlent 10. júlí 2021 19:52
Gömlu góðu en löngu innritunarraðirnar komnar aftur Langar raðir mynduðust við innritunarborð Leifsstöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgunflugi frá vellinum. Svo langar innritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heimsfaraldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfsinnritunarvélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir örfáum árum. Innlent 10. júlí 2021 11:53
Manni bjargað úr sjálfheldu við Hengifoss Björgunarsveitarfólk frá Egilsstöðum hefur bjargað manninum sem var í sjálfheldu við Hengifoss. Innlent 9. júlí 2021 18:38
Reyna að bjarga manni úr sjálfheldu við Hengifoss Maður lenti í sjálfheldu við Hengifoss í dag og eru björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni á Egilsstöðum á leið að svæðinu. Innlent 9. júlí 2021 16:25
Íslendingar liggja á línunni til Egilsstaða Síminn hjá Hótel Eddu á Egilsstöðum hefur verið róðglóandi í veðurblíðunni síðustu daga, að sögn hótelstjóra. Hann segir að nær fullt sé á hótelinu nú um helgina og að bókanir í sumar séu orðnar á pari við það sem var fyrir heimsfaraldur. Innlent 9. júlí 2021 11:47
Má tjalda alls staðar nema á tjaldstæðinu Ferðamenn á húsbílum sem skoða fríkort af Mývatnssvæðinu reka margir hverjir upp stór augu. Í auglýsingu þar segir að einungis sé bannað að tjalda á tjaldsvæðinu. Lífið 8. júlí 2021 13:09
Ferðaþjónustan að lifna við: „Það eru allir eins og beljur á vorin“ Ferðaþjónustan á Íslandi er að lifna við þó enn séu tiltölulega fáir ferðamenn á ferð og flugi um landið. Pétur Gauti Valgeirsson, fyrrverandi formaður Leiðsagnar stéttarfélags leiðsögumanna, segir umsvifin aukast mun hraðar en hann hafi talið. Innlent 7. júlí 2021 06:00
Starfsmannaskortur í ferðaþjónustu geti hægt á endurreisn greinarinnar Fyrirtæki í ferðaþjónustu eiga í vandræðum með að fá fólk til vinnu. Hótelrekandi segir skort á starfskröftum valda því að opnun ferðaþjónustunnar gangi hægar en hún gæti annars gert. Viðskipti innlent 6. júlí 2021 20:00