Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Fóru úr landi eftir að þeir brutu sótt­kví

Fjórir ferðamenn sem grunaðir eru um að hafa brotið reglur um sóttkví við komuna til landsins hafa yfirgefið landið. Mennirnir voru hér á vegum fyrirtækis sem sendi þá úr landi eftir að stjórnendur fréttu af brotunum. RÚV greinir frá.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels

Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar

Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvers vegna að styðja við ferða­þjónustu?

Það er eðlilegt að fólk spyrji hvert sé virði þess að styðja við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í þeirri heimskreppu sem nú gengur yfir, enda krefst það mikilla fjárútláta af hálfu ríkisins. Hvað fær almenningur á Íslandi fyrir þá peninga sem lagðir eru í aðgerðir stjórnvalda?

Skoðun
Fréttamynd

Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp

Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öskurherferðin hlýtur virt verðlaun

Íslandsstofa hlaut í vikunni virt markaðsverðlaun hjá bandaríska fagtímaritinu Digiday fyrir öskurherferðina Let it Out síðasta sumar. Dómarar eru meðal annars frá bandarísku fjölmiðlunum CBS, New York Times, Bloomberg og Forbes. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferða­frelsi í þjóð­garði

Hálendi Íslands er ein verðmætasta auðlind Íslands, ef ekki sú verðmætasta. Að mati stjórnar Landverndar er ekki til betri leið til að vernda þessa auðlind, tryggja aðgengi almennings að henni og stýra umgengni og nýtingu hennar, en með stofnun þjóðgarðs. 

Skoðun
Fréttamynd

Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum

Árið 2020 fór ferðaþjónustan aftur um 10 ár í tölum um fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferðaþjónustuna sem enginn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný.

Skoðun
Fréttamynd

Það versta lík­lega af­staðið og út­lit fyrir bjartari tíma

Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferðaþjónustan bjartsýn en kallar eftir frekari aðgerðum stjórnvalda

Mikillar bjartsýni gætir meðal ferðaþjónustufyrirtækja en stór meirihluti þeirra ætlar að halda sínu striki samkvæmt könnun KPMG sem unnin var fyrir Nýársmálstofu Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðaklasans og KPMG. Á málstofu klasans kom fram að flest ferðaþjónustufyrirtæki skorti fjármagn til fjárfestinga og að nauðsynlegt væri að byggja upp innviði landsins eins og vegakerfi.

Innlent
Fréttamynd

Malbika veginn að Urriðafossi

Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu 1,2 kílómetra kafla Urriðafossvegar. Kaflinn nær frá gatnamótunum á hringveginum við Þjórsárbrú að bílaplani við Urriðafoss.

Innlent
Fréttamynd

Lýsti áhyggjum af stöðu ferðaþjónustunnar á Alþingi

Þingflokksformaður Viðreisnar segir óljóst hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við vanda ferðaþjónustunnar takist ekki að bólusetja meirihluta þjóðarinnar fyrir sumarið. Ferðamálaráðherra segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni en þróun í faraldursins í öðrum löndum ráði einnig miklu.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair setur Iceland Travel í sölu

Icelandair Group hefur ákveðið að hefja söluferli á dótturfélagi sínu, Iceland Travel.  Félagið segir markmiðið í söluferlinu að hámarka virði fyrirtækisins og tryggja á sama tíma hagsmuni starfsfólks og íslenskrar ferðaþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Úlla Ár­dal yfirgefur RÚV og kynnir náttúruperlur

Úlla Árdal hefur verið ráðin í starf markaðs- og þróunarstjóra Mývatnsstofu og hóf störf þann 5. janúar. Þar mun hún sinna verkefnum sem er ætlað að styðja við uppbyggingu innviða í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit með það að markmiði að gera svæðið ákjósanlegra til búsetu og fjárfestinga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brottförum fækkaði um eina og hálfa milljón árið 2020

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 480 þúsund árið 2020 eða um 1,5 milljón færri en árið 2019, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkunin milli ára nemur 75,9 prósent. Ekki hafa svo fáar brottfarir mælst í tíu ár, að því er segir í tilkynningu frá Ferðamálastofu.

Innlent
Fréttamynd

Óttast „glatað sumar“ vegna tvöfaldrar skimunar

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það skipta sköpum fyrir ferðaþjónustuna að fólk sé ekki skyldað til þess að vera í sóttkví milli skimana og er hún ekki hrifin af þeirri hugmynd að einhverjir gætu verið skyldaðir í farsóttahúsið ef þeir greinist með tiltekið afbrigði veirunnar. Hún efist um að það sé lagaheimild fyrir slíkum aðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Viðspyrna okkar allra 2021

Endurkoma erlendra ferðamanna er það sem hraðast kemur okkur út úr þeirri kreppu og atvinnuleysi sem Covid-19 skilur eftir sig. Öflug og hnitmiðuð markaðssókn fyrir Ísland er málið.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðaþjónustan allt að fjögur ár að ná sér á strik

Ferðaþjónustan mun líklega ekki ná að vinna sig upp úr áfalli síðasta árs fyrr en að þremur til fjórum liðnum, að mati Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Landsmenn vilja ekki að mikið fleiri ferðamenn komi til landsins en þeir voru fyrir kórónuveirufaraldurinn samkvæmt könnun sem fréttastofa lét gera fyrir áramót.

Viðskipti innlent