Íslensk ferðaþjónusta verði að vaxa í sátt við samfélagið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir skattkerfi vegna ferðamennsku hér á landi enn í mótun. Áhyggjur séu uppi af massatúrisma og ferðamennska verði að vaxa í sátt við samfélagið en líka náttúruna. Viðskipti innlent 20. júní 2024 11:19
Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Bláa Lónið hf. hefur fest kaup á jörðinni Hoffell 2 í Austur-Skaftafellssýslu. Kaupin eru liður í áformum félagsins um uppbyggingu fleiri áhugaverðra áfangastaða á Íslandi. Markmiðið er að móta einstakan stað fyrir ferðamenn, við rætur Hoffellsjökuls og skapa segul sem styrkir Suðausturland sem áfangastað ferðamanna. Viðskipti innlent 20. júní 2024 08:40
Ólga í Öxarfirði vegna lokunar sundlaugar Ólga er meðal íbúa í Öxarfirði og Kelduhverfi vegna þeirrar ákvörðunar byggðaráðs Norðurþings að loka sundlauginni í Lundi. Aðilar í ferðaþjónustu í héraðinu lýsa einnig megnri óánægju sinni. Sundlaugin er aðeins sjö kílómetra frá Ásbyrgi og hefur verið vinsæl meðal ferðafólks sem sækir heim náttúruperlur Jökulsárgljúfra. Innlent 19. júní 2024 13:33
„Þetta er nú ekki jafnslæmt og í Noregi!“ Ferðamenn sem áttu leið um miðborgina í dag mæla allir heilshugar með Íslandi og eiga erfitt með að skilja þverrandi áhuga á landinu sem ferðamannastað. Inntir eftir því hvað mætti betur fara nefndu ferðamennirnir þó allir það sama; verðlagið. Innlent 19. júní 2024 11:39
Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu til ferðamanna Daði Guðjónsson, forsöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu, segir alvarlega stöðu blasa við í ferðamannaiðnaðinum. Áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi sem og bókanir dvína og samdráttur á þeim markaði gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Innlent 18. júní 2024 21:01
Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. Neytendur 18. júní 2024 14:35
„Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. Viðskipti innlent 17. júní 2024 21:47
Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Viðskipti innlent 17. júní 2024 19:00
Parísarhjól sprettur upp við höfnina Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn. Innlent 16. júní 2024 14:12
Björgunarsveitir sinntu reiðslysi og gönguslysi í gær Björgunarsveitir á Suður- og Vesturlandi brugðust við tveimur útköllum í tengslum við útivist í gær, annars vegar vegna reiðslyss í Borgarfirði og hins vegar vegna gönguslyss í Þórsmörk. Innlent 16. júní 2024 08:20
Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. Innlent 15. júní 2024 08:08
Borða með puttunum á Hellu Það er mikil upplifun fyrir ferðamenn, sem fara í hellana á Hellu til að fá sér að borða því lambakjötið þar er borðað með puttunum að hætti Víkinga. Hellarnir eru taldir vera eldri en landnám Íslands. Innlent 13. júní 2024 21:04
„Betur borgandi ferðamenn“ enginn bjargvættur ferðaþjónustunnar Fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar geldur varhug við umræðu um „betur borgandi ferðamenn,“ en hún segir hugtakið vera nokkurs konar klisju. Hún segir að óþægilega mikið hafi dregið úr eftirspurn hins almenna ferðamanns, sem eyðir hér að jafnaði hundruðum þúsunda hver. Ísland hafi dregið lappirnar í markaðssetningu um árabil. Viðskipti innlent 13. júní 2024 16:47
„Betur borgandi ferðamenn“ Mörgu fólki verður jafnt í ræðu sem riti tíðrætt um hina svokallaða „betur borgandi ferðamenn”. Þetta hugtak varð til fyrir um það bil áratugi og hefur orðið að nokkurs konar klisju, sem hefur nú náð töluverðri útbreiðslu. Skoðun 13. júní 2024 16:00
Mikilvægi kínverskra ferðamanna fyrir Ísland og áhrif beins flugs frá Kína Kínverskir ferðamenn hafa á síðustu árum orðið æ mikilvægari hluti af ferðaþjónustu landsmanna. Með miklum áhuga á einstökum náttúruperlum, menningu og sérstöðu landsins hafa þeir stóraukið tekjur í íslenskri ferðaþjónustu. Það er því mikilvægt að viðhalda góðum samskiptum við Kína til að halda áfram þessari jákvæðu þróun og jafnvel auka þátttöku kínverskra ferðamanna í íslenskri ferðaþjónustu. Skoðun 13. júní 2024 12:01
Svæðinu við Dettifoss lokað vegna færðar Svæðinu við Dettifoss hefur verið lokað vegna mikils vatnselgs. Mikið magn af snjó safnaðist fyrir á svæðinu í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku og með hlýnandi veðri hefur hann tekið að bráðna mjög hratt. Aðstæður sem hafa skapast eru orðnar varasamar, segir í tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs. Innlent 13. júní 2024 10:14
Lokað í Bláa lóninu vegna gasmengunar Lokað verður í Bláa lóninu til hádegis í það minnsta í dag vegna slæmra loftgæða. Í nótt var suðaustanátt og gasmengun úr eldgosinu í Sundhnúkagígum blés til norðvesturs yfir Reykjanesbæ og Bláa lónið. Innlent 13. júní 2024 08:31
Gekk í tvo tíma að flugvellinum til að komast hjá leigubílagjaldi Ástralskur ferðalangur sem heimsótti Ísland nýlega vekur athygli á því að engar almenningssamgöngur ganga frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli á næturnar og þar af leiðandi hafi hún ákveðið að ganga á flugvöllinn, þar sem hún átti bókað morgunflug, í stað þess að borga fyrir leigubíl. Lífið 12. júní 2024 19:35
Björguðu hesti úr sjálfheldu í Skagafirði Þrír straumvatnsbjörgunarmenn á vegum Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveit björguðu í kvöld hesti úr sjálfheldu á sandhólma á Héraðsvötnum í Skagafirði. Innlent 11. júní 2024 22:44
Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. Innlent 10. júní 2024 13:01
Vonast til að opna Bláa lónið á næstu dögum Bláa lónið verður lokað í dag og á morgun hið minnsta. Að sögn framkvæmdastjóra er vonast til þess að hægt verði að opna aftur í næstu viku. Skilyrði fyrir opnun eru að tvær flóttaleiðir frá staðnum séu færar. Innlent 9. júní 2024 10:12
Fleiri farþegar og betri nýting Flugfélagið Play flutti 146.692 farþega í maí 2024, sem er 14 prósent aukning frá maí á síðasta ári þegar Play flutti 128.847 farþega. Sætanýting hjá félaginu í nýliðnum maí var 86,4 prósent, samanborið við 84,8 prósent í maí í fyrra. Viðskipti innlent 7. júní 2024 12:01
Ein og hálf milljón farþega á fyrstu fimm mánuðum ársins Það sem af er ári hefur Icelandair flutt um það bil 1,5 milljón farþega. Er það tíu prósentum fleiri en í fyrra. Eftirspurn eftir ferðum Íslendinga til útlanda heldur áfram að vera sterk en farþegum til Íslands hefur fækkað vegna samkeppni við aðra áfangastaði auk þess sem enn gætir neikvæðra áhrifa alþjóðlegrar fjölmiðlaumfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Viðskipti innlent 6. júní 2024 16:01
Hótelrekendur vonast til að sala hrökkvi í gang eftir afbókanir Allir hótelrekendur finna fyrir því að hægst hefur á bókunum og sala á hótelherbergjum verður eitthvað minni í sumar en í fyrra. Salan gengur betur í Reykjavík og á Suðurlandi en annars staðar úti á landi þar sem hótel hafa brugðið á það ráð að bjóða lægri verð til að ná upp sölunni. Spár um fjölda ferðamanna við upphaf árs munu ekki ganga eftir, segja viðmælendur Innherja. Innherji 6. júní 2024 14:31
Daði stýrir markaðssamskiptum Íslandsstofu Daði Guðjónsson hefur tekið við starfi forstöðumanns markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu. Á sama tíma hverfur Sveinn Birkir Björnsson, sem stýrt hefur sviðinu undanfarin ár, til annarra starfa hjá Íslandsstofu en hann er að flytja búferlum erlendis. Viðskipti innlent 6. júní 2024 10:42
Baðaði sig í Reynisfjöru Barbora Georgsdóttir Fialová, grunnskólakennari, varð vitni að því þegar að maður um þrítugt gerði sér lítið fyrir og tók stuttan sundsprett í Reynisfjöru að kvöldi til þann 22. maí. Innlent 6. júní 2024 10:18
Fólki bjargað á landi sem sjó Skúta komst í hann krappann á Suðurlandi, lítill fiskibátur á Patreksfirði sömuleiðis og ferðamenn á Mývatnsheiði festu bíla sína. Björgunarsveitarfólk hefur haft í nægu að snúast síðan í nótt. Innlent 5. júní 2024 16:01
Icelandia kolefnisjafnar akstur flugrútunnar Kynnisferðir, sem starfa undir nafninu Icelandia, munu hér eftir kolefnisjafna allan sinn akstur í samstarfi við VAXA Technologies. Um er að ræða akstur bæði flugrútunnar og dagsferða Reykjavík Excursions. Innlent 4. júní 2024 17:50
Öfugþróun að minni verðmæti komi af hverjum ferðamanni Ferðaþjónustan er að stefna í öfuga átt miðað við það markmið að hver ferðamaður skili meiri verðmætum í stað stöðugrar fjölgunar ferðamanna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir aukna markaðssetningu einu leiðina til að snúa þessari öfugþróun við. Viðskipti innlent 4. júní 2024 12:22
Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 3. júní 2024 22:22