Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Skipt um gír eftir hraða uppbyggingu

Bláa Lónið fjárfesti fyrir 13 milljarða króna á fimm árum í innviðum án þess að safna skuldum eða auka hlutafé. Grímur Sæmundsen forstjóri segir að nú verði áhersla lögð á almennan rekstur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Uppistand á ensku öll kvöld vikunnar

York Underwood heldur utan um uppistand á ensku sem boðið er upp á öll kvöld vikunnar á The Secret Cellar. Uppistandarinn heimsfrægi Bill Burr kom þrisvar fram í klúbbnum til þess að prufukeyra nýtt efni.

Lífið
Fréttamynd

Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon

Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins.

Lífið
Fréttamynd

Bíll flaut niður Krossá og hafnaði á göngubrú

Erlent par á ferð um Þórsmörk komst heldur betur í hann krappann í dag þegar þau hugðust þvera Krossá á bifreið sinni, í stað þess að komast klakklaust yfir var dýptin mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir og tók bíllinn að fljóta niður eftir ánni þar til að hann hafnaði á göngubrú yfir ána.

Innlent