Flóttamenn

Flóttamenn

Fréttir af málefnum flóttamanna.

Fréttamynd

Börn á flótta – Hvað gerum við?

Myndir af líkum barna og fullorðinna sem drukkna á flótta yfir Miðjarðarhafið hafa birst reglulega í fjölmiðlum upp á síðkastið. Við sjáum að aðstæður þeirra flóttamanna sem komast til Evrópu eru skelfilegar.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil togstreita innan Evrópusambandsins

„Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.

Erlent
Fréttamynd

Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær

Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist.

Erlent
Fréttamynd

Handtaka ósamvinnuþýða flóttamenn

Flóttamenn sem sýna ungverskum yfirvöldum ekki fullan samstarfsvilja mega eiga von á því að verða handteknir frá og með næstu viku. Frá þessu greindi forsætisráðherra landsins, Viktor Orbán, í gær.

Erlent
Fréttamynd

Aðstæður flóttafólks eru ómannúðlegar

Fjöldi sýrlenskra flóttamanna vill frekar snúa aftur til Sýrlands en búa við hrikalegar aðstæður í flóttamannabúðum í Líbanon og Jórdaníu. Efnavopnaárásum er beitt í Sýrlandi. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir flóttamenn þurfa að hafa náð botninum til að íhuga að snúa aftur

Erlent
Fréttamynd

Flóttamenn á Íslandi

Íslendingar eru, ásamt 146 öðrum þjóðum, aðili að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna. Samningurinn er frá 1951 og bókun sama efnis frá 1968. Ríki, sem eru aðilar að bókuninni, skuldbinda sig til að beita efnisákvæðum samningsins

Skoðun
Fréttamynd

Bandaríkin taki við 10 þúsund flóttamönnum

Talsmaður Hvíta hússins greindi frá því í gær að Obama Bandaríkjaforseti hafi áhuga á því að Bandaríkin taki á móti að lágmarki 10 þúsund sýrlenskum flóttamönnum á næsta fjárlagaári sem hefst 1. október.

Erlent