Webber með titanium efni í fætinum Framkvæmarstjóri Red Bull, Christian Horner er mjög dagfarsprúður maður og stýrir liði sem hefur unnið tvö mót í röð og samfagnaði Mark Webber innilega. Formúla 1 14. júlí 2009 06:45
Webber stoltur af fyrsta sigrinum Ástralinn Mark Webber vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 með Red Bull, sem varð í fyrsta og öðru sæti, en Sebastian Vettel fylgdi í kjölfar Webbers. Webber fótbrotnaði illa og axlarbrotnaði í vetur, en með strangri endurhæfingu gat hann stigið um borð í Formúlu 1 bíl í upphafi tímabilsins. Formúla 1 13. júlí 2009 10:20
Webber og Vettel í fyrsta og öðru sæti Red Bull liðið vann glæsilegan tvöfaldan sigur á Nurburgring Formúlu 1 brautinni í dag: Mark Webber vann sinn fyrsta Formúlu 1 sigur á ferlinum og saman rúlluðu hann og Vetttel Brawn liðinu upp í þessu móti. Formúla 1 12. júlí 2009 15:12
Webber vonast eftir fyrsta sigrinum Fjórir fremstu ökumenn í stigamótinu í Formúlu 1 ræsa af stað í þýska kappaksturinn í hádeginu í dag og eru fremstu menn á ráslínu. Mark Webber er fremstur og Rubens Barrichello við hliði hans. Fyrir aftan eru Jenson Button og Sebastian Vettel, en þessir kappar berjast um titilinn og beint fyrir aftan verður Lewis Hamilton, núverandi meistari. Spáð er regnskúum á meðan keppni stendur, en svipað veður hristi upp í tímatökunni í gær. Formúla 1 12. júlí 2009 10:26
Webber fljótastur í ævintýralegri tímatöku Ástralinn Mark Webber var fljótastur allra í skrautegri og spennandi tímatöku á Nurburgring brautinni í Þýsklandi í dag. Veðurguðirnir stríddu ökumönnum, sem þurftu að taka mikilvægar ákvarðnir undir miklu álagi. En toppmennirnir í titilslagnum eru í fyrstu fjórum sætunum á ráslínu. Formúla 1 11. júlí 2009 13:10
McLaren og Ferrari aftur í toppslaginn Teikn virðast á lofti eftir lokaæfingu keppnisliða í Formúlu 1 á Nurburgring í morgun. McLaren og Ferrari eru aftur farinn að berjast um besta tíma því Lewis Hamilton á McLaren var með besta tíma dagsins, fyrir tímatökuna sem er í hádeginu. Formúla 1 11. júlí 2009 10:26
Hamilton kom öllum á óvart Bretinn Lewis Hamilton kom keppinautum sínum í opna skjöldu í fyrsta skipti á árinu með því að ná besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða í dag. McLaren liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá mótum ársins og spurning hvort liðið sé loks að snúa við blaðinu. Formúla 1 10. júlí 2009 14:04
Ari Vatanen býður sig fram til forseta FIA Rallökumaðurinn og fyrrum heimsmeisati, Finninn Ari Vatanen hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta FIA. Miklar væringar hafa verið á milli Formúlu 1 liða og Max Mosley núverandi forseta FIA og vona margir aðilar að framboð Vatanen fái fylgi meðal meðlima FIA og klúbba sem starfa undir hatti sambandsins. Formúla 1 10. júlí 2009 13:02
Red Bull og Brawn hraðskeiðastir bíla í dag Red Bull og Brawn liðið var í fyrstu sætunum á fyrstu æfingi Formúlu 1 liða á Nurburgring brautinni í morgun. Mark Webber frá Ástralíu náði besta tíma, en Jenson Button frá Englandi varð annar. Flestir eiga von á slag um sigur á milli ökumanna Red Bull og Brawn í mótinu um helgina, en rigningu er spáð meira og minna alla helgina. Það var reyndar þurrt á brautinni í morgun. Formúla 1 10. júlí 2009 09:32
Wills tæknstjóri Red Bull óvænt rekinn Geoff Wills sem var tæknistjóri Red Bull hefur misst starf sitt hjá liðinu, þrátt fyrir gott gengi liðsins. Hann var hægri hönd Adrian Newey sem er aðalhönnuður liðsins. Formúla 1 10. júlí 2009 07:25
Upphlaup á fundi FIA og FOTA Forráðamenn Formúlu 1 liða gengu af fundi með samningarmönnum FIA í dag, þar sem verið var að ræða framtíðarreglur í íþróttinni. Er ljóst að grær ekki heilt á milli þessara aðila, sem þóttust þó hafa samið frið á dögunum. Málið er orðið einn allsherjar farsi og íþróttinni síst til framdráttar. Formúla 1 8. júlí 2009 19:20
Fimm þýskir ökumenn á heimavelli Það verður fjör á áhorfendapöllunum á Nurburgring í Þýskalandi um helgina. Heimamenn eiga fimm starfandi Formúlu 1 ökumenn og Sebastian Vettel vann síðustu keppni sem fram fór á Red Bull. Formúla 1 8. júlí 2009 07:23
Engar liðsskipanir í vændum hjá Brawn og Red Bull Engin hætta er á því enn sem komið er að forystuliðin í Formúlu 1 mótinu beiti liðsskipunum til að ráða því hvaða ökumaður eigi meiri sjéns í titilinn. Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn og Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull er frjálst að keppa af fullri hörku gegn hvor öðrum. Formúla 1 7. júlí 2009 10:50
Ecclestone mærði Hitler og fékk skammir Formúlu 1 alráðurinn Bernie Ecclestone félkk skömm í hattinn um alan heim eftir að hafa rætt fjálglega um hver atorkusamur Adolf Hitler hefði verið á sínum tíma. Ummæli hans ollu úlfaþyt um allan heim, bæði hjá almenningi, pólitíkusum og ýmsum samtökum gyðinga. Formúla 1 7. júlí 2009 08:35
Kristján á verðlaunapalli í Bretlandi Ökumaðurinn Kristján Einar Kristjánsson nældi í bikar á Donigton Park brautinni í Bretlandi um helgina. Hann keppi þá í opnu evrópsku Formúlu 3 mótaröðinni. Formúla 1 6. júlí 2009 07:09
Kristján Einar keppir á Donington Park Kristján Einar Kristjánsson keppir á Donington Park í Bretlandi um helgina í opnu evrópsku mótaröðinni í Formúlu 3. Hann ók á tveimur æfingum í gær, en í dag eru tímartökur fyrir tvær umferðir kappaksturs.i Formúla 1 4. júlí 2009 09:15
Hlær McLaren liðið meira á betri bíl? Afhroð McLaren í Formúlu 1 mótum ársins hafa verið algjör og Lewis Hamilton hefur ekki verið á verðlaunapalli á árinu, sjálfur heimsmeistarinn. McLaren menn hafa ákveðið að breyta um taktík hvað varðarn undirbúning bílanna fyrir næstu mót. Keppt er á Nurburgring í Þýskalandi um næstu helgi, en það hefur rignt alla vikuna. Formúla 1 4. júlí 2009 08:40
Formúla 1 hasar í Moskvu Þrjú Formúlu 1 lið halda í víking til Moskvu og spretta úr spori í Kreml þann 19. júlí. McLaren, Red Bull og Williams munu öll senda bíla á götuhátíð þar sem þeyst verður á ýmiskonar farartækjum á götum Moskvu. Formúla 1 2. júlí 2009 08:48
Brawn fær meiri samkeppni Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Red Bull segir að liðsmenn sínir verði að efla Brawn bílinn fyrir næsta mót, til að standast Red Bull snúning. Sebastian Vettel vann síðasta mót á Red Bull. Formúla 1 1. júlí 2009 10:28
Button mun ekki bogna né brotna Rubens Barrichello liðsfélagi Jenson Button hjá Brawn telur að Button sé sterkur á svellinu og hann muni ekki gefa eftir í titilslagnum þó Sebastian Vettel hafi unnið síðasta mót. Næsta mót verður á heimavelli Vettels, á Nurburgring í Þýskalandi eftir 12 daga. Formúla 1 29. júní 2009 10:18
Kristján Einar í eldlínunni á Spa Kappaksturskappinn Kristján Einar Kristjánsson keppir á Spa brautinni í Belgíu um helgina í opnu evrópsku mótaröðinni. Keppt er í tveimur umferðum og varð Kristján í fimmta sæti í fyrstu umferðinni í dag. Formúla 1 27. júní 2009 15:25
Mosley bálreiður Formúlu 1 liðum Max Mosley, forseti FIA segist nú hyggja á endurkjör til forseta FIA á ný eftir að FOTA, samtök keppnisliða sendu frá sér það sem hann telur rangindi í yfirlýsingu í gær. Formúla 1 26. júní 2009 09:01
Toyota stjórinn ánægður með sáttafundinn John Howett, forsvarsmaður Toyota Formúlu 1 liðsins er ánægður að búið er að leysa deilu FIA og FOTA og ljóst að ekki verður klofningur í íþróttinni. Formúla 1 25. júní 2009 10:06
26 ökumenn í Formúlu 1 2010 FIA staðfesti í dag að 13 keppnislið verða í Formúlu 1 árið 2010 og það þýðir að 26 ökumenn verða á ráslínu, 6 fleiri en eru núna. Þetta var staðfest eftir að samningar náðust á milli FIA og FOTA, samtaka Formúlu 1 liða. Formúla 1 24. júní 2009 14:21
Friður í Formúlu 1 Max Mosley, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, segir að sátt sé komin í deilu sambandsins og félag kappakstursliða og því hafi klofningi í íþróttinni verið afstýrt. Formúla 1 24. júní 2009 13:15
Ferrari: Tími samninga við FIA er liðinn Framkvæmdarstjóri Ferrari, Stefano Domenicali segir að tími samninga varðandi næsta ár við FIA sé liðinn og fullreynt sé að FOTA, samtök keppnisliða og FIA nái ekki saman. Formúla 1 23. júní 2009 11:00
Formúla 1 fær ekki að leysast upp Bernie Ecclestone sem oft virðist stýra öllu varðandi Formúlu 1 segir að Formúla 1 fái ekki að flosna upp í deilum um ekki neitt. Hægt sé að leysa málin með samkomulagi milli FOTA og FIA. Formúla 1 22. júní 2009 09:46
Vettel: Berjumst til þrautar í stigamótinu Sigurvegari mótsins á Silverstone, Sebastian Vettel telur að Jenson Button sé í sterkri stöðu í stigamótinu, þrátt fyrir að hann hafi sjálfur unnið sannfærandi sigur í dag. Átta mótum er lokið og níu mót eftir, þannig að 90 stig eru í pottinum fyrir sigur. Formúla 1 21. júní 2009 21:21
Vettel fagnaði sigri á Silverstone Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í enska kappakstrinum sem fór fram á Silverstone-brautinni í dag. Formúla 1 21. júní 2009 13:54
Sebastian Vettel: Skylda mín að sigra Möguleiki er á rigningu á Silverstone mótinu sem fer af stað í hádeginu, en Þjóðverjinn Sebastian er fremstu á ráslínu, en Rubens Barrichello við hlið hans. Forystumaður stigamótsins er sjötti, en það er Jenson Button. Lewis Hamilton sem vann mótið í fyrra er nítjándi. Formúla 1 21. júní 2009 08:37