Briatore: Webber og Vettel verða að skilja Samband liðsfélaganna hjá Red Bull er orðið svo vont að það getur ekki haldið áfram árið 2014, segir Flavio Briatore, fyrrverandi liðstjóri Renault og Benetton í Formúlu 1. Briatore hefur verið umboðsmaður Mark Webber síðan 2001. Formúla 1 27. mars 2013 15:15
Vettel verður látinn svara fyrir sig Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er langt frá því að vera í góðum málum hjá Red Bull-liðinu eftir atburði helgarinnar. Vettel hundsaði skipanir liðsins og setti fullt hús stiga liðsins í hættu með því að berjast um sigur við Mark Webber, liðsfélaga sinn. Formúla 1 25. mars 2013 22:45
Svona fór Vettel að því að vinna Það var mikill hasar í Malasíu í morgun er Sebastian Vettel tryggði sér mjög umdeildan sigur á félaga sínum, Mark Webber. Formúla 1 24. mars 2013 13:30
Webber sendi Vettel pillu eftir kappaksturinn Það var æsilegur kappakstur í Malasíu í morgun þar sem Sebastian Vettel í rauninni stal sigrinum af félaga sínum Mark Webber þrátt fyrir fyrirskipanir liðsins um að halda sig fyrir aftan. Formúla 1 24. mars 2013 12:55
Vettel fyrstur og Webber annar í sigri Red Bull Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vann malasíska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans, Mark Webber, varð annar eftir að hafa leitt kappaksturinn mestan hluta mótsins. Formúla 1 24. mars 2013 09:58
Räikkönen refsað á ráslínu Kimi Räikkönen hefur verið færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í malasíska kappakstrinum á morgun. Hann náði sjötta besta tíma í tímatökunum í morgun en ræsir nú tíundi. Formúla 1 23. mars 2013 17:46
Vettel langfljótastur í tímatökum í Malasíu Sebastian Vettel ók hraðast allra umhverfis Sepang-brautina í Malasíu í morgun þegar tímatökur fóru fram fyrir kappaksturinn þar í landi. Red Bull-lið Vettels var í vandræðum í fystu tveimur lotum tímatökunnar áður en það fór að rigna og síðasta lotan var ekin í bleytu. Formúla 1 23. mars 2013 09:15
Räikkönen fljótastur á æfingum í Malasíu Kimi Räikkönen á Lotus var fljótastur á seinni æfingunni í Malasíu sem fram fór í morgun. Hann var örlítið fljótari en Sebastian Vettel á Red Bull og Felipe Massa á Ferrari. Rigning setti strik í reikninginn á seinni æfingunni. Formúla 1 22. mars 2013 10:18
Räikkönen segir sigurinn engu breyta Kimi Räikkönen segir Lotus-liðið sitt ekki ætla að breyta áætlunum sínum fyrir malasíska kappaksturinn aðeins vegna þess að hann er efstur í stigamótinu eftir sigurinn í Ástralíu. Formúla 1 21. mars 2013 17:30
Vettel segir Red Bull búið að leysa vandann Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir dekkjavandræði Red Bull-liðsins ekki verða þeim að falli í Malasíu eins og í Ástralíu. RB9-bíllinn muni fara betur með dekkin um helgina. Formúla 1 21. mars 2013 14:15
Hamilton ætlaði frekar að hætta Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur sagt við breska götublaðið The Sun að Lewis Hamilton hafi frekar viljað hætta í Formúlu 1 en að aka eitt ár í viðbót fyrir McLaren. Hann hafi verið orðinn svo þreyttur á liðinu. Formúla 1 20. mars 2013 18:15
Rosberg vill rigningu í Malasíu Mercedes-ökuþórinn Nico Rosberg segist vilja fá rigningu í næsta kappakstri í Malasíu um komandi helgi. Allt lítur út fyrir að hann fái ósk sína uppfyllta því spáð er skúrum alla þrjá dagana sem Formúla 1 stoppar þar. Formúla 1 20. mars 2013 16:00
Hugur í Bottas eftir góð úrslit í Melbourne Valtteri Bottas, finnski nýliðinn hjá Williams-liðinu, er ánægður með árangur sinn í Ástralíu þar sem hann segist hafa kreist allt út úr FW35-bílnum. Hann lauk sínu fyrsta móti í Formúlu 1 í 14. sæti án þess að lenda í meiriháttar vandræðum. Formúla 1 19. mars 2013 19:00
Vandræði McLaren enn til staðar í Malasíu Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir liðið verða áfram í vandræðum í Malasíu um næstu helgi. McLaren-liðið þurfti að sætta sig við aðeins tvö stig í ástralska kappakstrinum sem það fékk fyrir níunda sæti Buttons. Formúla 1 19. mars 2013 16:45
Hraðinn kom Sutil á óvart Sjö ökumenn skiptust á að leiða kappaksturinn í Ástralíu um helgina. Kimi Räikkönen stóð á endanum uppi sem sigurvegari en óvæntast var hversu fljótur Adrian Sutil var í Force India-bíl sínum um stræti Melbourne. Formúla 1 18. mars 2013 21:45
Boullier: Räikkönen í sínu besta formi Finninn fljúgandi Kimi Raikkönen er kominn aftur í sitt besta form segir liðstjóri Lotus-liðsins, Eric Boullier, eftir sigurinn í Ástralíu um helgina. Kimi vann kappaksturinn með snjallri keppnisáætlun og frábærum akstri. Formúla 1 18. mars 2013 18:45
Frábær sigur Räikkönen | Myndband Rúnar Jónsson og Halldór Matthíasdóttir fóru vel og vandlega yfir fyrsta kappakstur ársins í Formúlu 1 sem fór fram í Ástralíu í nótt. Sport 17. mars 2013 23:13
Raikkönen vann fyrsta mót ársins Finninn Kimi Raikkönen kom fyrstur í mark í ástralska kappakstrinum í morgun. Lotus-bíllinn hans var fljótur og fór vel með dekkin sem skilaði honum örugglega í mark í fjörugum kappakstri. Formúla 1 17. mars 2013 07:46
Vettel á ráspól í fyrsta móti ársins Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði sínum 37. ráspól í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn sem lauk rétt í þessu. Tímatökunum hafði verið frestað vegna aðstæna á brautinni í gærmorgun. Formúla 1 17. mars 2013 00:43
Enn gæti ringt á Formúlu 1 í Ástralíu Veðurspáin fyrir frestaða tímatöku og fyrsta kappakstur ársins í Ástralíu er tvísýn enda spá allar veðurstöðvar hugsanlegri rigningu í Melbourne. Formúla 1 16. mars 2013 20:49
Tímatökum frestað til morguns vegna úrhellis Tímatökunni fyrir ástralska kappaksturinn var frestað til morguns, nú fyrir nokkrum mínútum. Aðeins tókt að aka fyrstu lotuna af þremur en úrhellis rigning setti strik í reikninginn í Melbourne. Formúla 1 16. mars 2013 08:01
Vettel fljótastur á æfingum í Ástralíu Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur allra á æfingunum tveimur sem fóru fram í Melbourne í Ástralíu í nótt. Fjögur lið virðast vera frambærileg í toppslaginn en McLaren virðist hafa verið skilið eftir. Formúla 1 15. mars 2013 10:36
Webber ætlar að vera betri í ár Ástralinn Mark Webber verður á heimavelli í Melbourne um helgina þegar keppnistímabilið í Formúlu 1 hefst þar. Hann áttar sig hins vegar á því að hann þurfi að skila stöðugari niðurstöðum. Formúla 1 13. mars 2013 17:30
McLaren opið fyrir Honda-vélum 2015 Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, er opinn fyrir því að semja við Honda um vélar fyrir árið 2015. McLaren og Honda áttu gríðarlega farsælt samstarf á níunda og tíunda áratugnum og unnu fjölmarga heimsmeistaratitla saman. Formúla 1 11. mars 2013 21:15
Hamilton: Nú er rétti tíminn til að gerast goðsögn Lewis Hamilton segist vera ólmur í að vinna fleiri heimsmeistaratitla og stimpla sig endanlega inn sem ökumann sem vert er að minnast í framtíðinni. Hann segir andrúmsloftið hjá Mercedes-liðinu vera tilvalið til þess. Formúla 1 11. mars 2013 19:00
Vaktir með lyfjaprófum Formúlu 1-ökuþórarnir Fernando Alonso, Sergio Perez og Daniel Ricciardo fengu óvænta og snemmbúna heimsókn í gærmorgun þegar Alþjóðlega lyfjaeftirlitsnefndin leit við hjá þeim þremur. Formúla 1 6. mars 2013 16:45
Sauber-liðið harlem-sjeikaði Það er ekki mikið að gera fyrir vélvirkja í Formúlu 1 þessa dagana enda tvær vikur í fyrsta kappakstursmótið og allar æfingarnar á undirbúningstímabilinu búnar. Formúla 1 5. mars 2013 23:30
Hamilton þarf að vara sig á hrekkjum Þeir Lewis Hamilton og Nico Rosberg munu aka fyrir Mercedes-liðið á þessu keppnistímabili sem liðsfélagar. Það er ekki í fyrsta sinn sem þeir félagar aka fyrir sama liðið því fyrir þrettán árum kepptu þeir saman í gó-karti. Formúla 1 4. mars 2013 17:30
Vettel vonsvikinn með síðustu æfingadagana Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir liðið sitt ekki hafa náð öllum markmiðum sínum á æfingum vetrarnins sem lauk í gær. Dekkin hafi verið of stór þáttur til þess að geta metið bílinn með einhverri vissu. Formúla 1 4. mars 2013 06:00
Alonso: Nýi bíllinn 200 sinnum betri Fernando Alonso er ánægður með nýja keppnisbíl Ferrari-liðsins í Formúlu 1 og segir hann vera um það bil 200 sinnum betri nú á æfingatímabilinu heldur en bíll síðasta árs. Alonso varð annar í heimsmeistarabaráttunni í fyrra á eftir Sebastian Vettel. Formúla 1 2. mars 2013 00:01