Öll með aðstöðu til að fagna sigri með stuðningsmönnum Allir frambjóðendurnir sex sem tóku þátt í kappræðum Stöðvar 2 sögðust tilbúnir að taka á móti stuðningsmönnum við heimili sín ef þeir ná kjöri sem forseti. Arnar Þór Jónsson sagðist geta séð yfir þúsundir manna á túninu heima hjá sér. Lífið 17. maí 2024 22:11
Lífleg og skrautleg kosningabarátta að mati forsætisráðherra Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar hefur verið lífleg og á köflum skrautleg, að dómi Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hann segist hafa tilfinningu fyrir hvern hann ætli að kjósa en vill ekki gefa það upp til að gera kosningarnar ekki enn pólitískari en ella. Innlent 17. maí 2024 19:27
Dregur saman með efstu frambjóðendum Ekki er tölfræðilega marktækur munur á fylgi þriggja efstu frambjóðendanna til forseta í nýrri skoðanakönnun Gallup. Fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Hrundar Logadóttur minnkar milli kannana en Halla Tómasdóttir sækir á. Innlent 17. maí 2024 18:39
Neikvæð áhrif þess að útiloka forsetaframbjóðendur frá kappræðum strax komin í ljós Í kjölfar kappræðna á Stöð2 þar sem aðeins útvöldum forsetaframbjóðendum var boðið að tjá sig um stjórnskipan landsins á meðan öðrum reynslumeiri var úthýst, hefur deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst vakið athygli á því að forsetaframbjóðendur sem þar komu fram hafi talað af vanþekkingu um utanríkisstefnu og stjórnskipan Íslands. Skoðun 17. maí 2024 17:30
Segist kallaður „stríðsæsingarmaður“ vegna fyrirhyggju „Mér finnst mjög mikilvægt að forseti sýni frumkvæði á sviði utanríkismála en auðvitað verður það að gerast innan ramma utanríkisstefnunnar og í samráði við stjórnvöld, sitjandi ríkisstjórn á hverjum tíma.“ Innlent 17. maí 2024 14:05
„Ég skal baka fyrir Gunnar en ég kýs Kristján“ Þessi orð eru mér ógleymanleg úr fyrstu forsetakosningunum sem ég man eftir. Skoðun 17. maí 2024 14:01
Mótfallinn sjálfsafgreiðslu á Bessastöðum Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segir mikilvægt að forseti Íslands sé aldrei meðvirkur með ráðandi öflum. Alþingi megi aldrei upplifa það að afgreiðsla laga á Bessastöðum sé eins og sjálfsafgreiðsla á bensínstöð. Innlent 17. maí 2024 13:24
Umhverfis- og loftslagsmálin „Icesave okkar tíma“ „Nú er til dæmis mál sem brennur mjög augljóslega á ungu fólki í dag og ætti ekki að hafa farið framhjá neinum; umhverfis- og loftslagsmálin. Ég er búinn að vera að standa í þessari kosningabaráttu núna í einhverjar vikur og ég hef aldrei verið spurður út í það.“ Innlent 17. maí 2024 10:30
Forsetaframbjóðendur undir áhrifum Kremlverja? Umræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands á Stöð 2 í gær afhjúpuðu vandræðalega vanþekkingu eða alvarlegt hugsunarleysi margra þeirra þegar kemur að mikilvægum alþjóðamálum. Skoðun 17. maí 2024 09:31
Vill ekki lengur íslenzkan her? „Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ sagði Baldur Þórhallsson í þættinum Pressa á Heimildinni 26. apríl spurður til að mynda út í ummæli sem hann lét falla í hlaðvarpi Harmageddon í marz 2022 þess efnis að Ísland þyrfti á hundrað manna varnarliði að halda til þess að verja landið. Skoðun 17. maí 2024 08:45
Baldur vinsælasta plan B Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði. Innlent 17. maí 2024 08:26
Fjallkonan nýja, hún Katrín Eftir að hafa ráðið öllu á Íslandi í mörg ár, sagði Davíð Oddsson bless, eða svona næstum því, með því að gefa þjóðinni 30 þúsund eintök af sögu Stjórnarráðsins þar sem einn kaflinn var um hann sjálfan þegar hann var forsætisráðherra þótt hann væri ekki alveg búinn að kveðja, heldur bara næstum því. Skoðun 17. maí 2024 07:45
Treysta sér til þess að vernda þjóðkirkjuna Þrátt fyrir að aðeins tveir frambjóðendur í forsetakappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi segðust berum orðum vera félagar í þjóðkirkjunni lýstu þeir sig allir tilbúna til þess að vernda kirkjuna og eiga við hana gott samstarf. Innlent 17. maí 2024 07:01
Njótum reynslu Katrínar Er ekki nóg fyrir hana að hafa verið forsætisráðherra? Af hverju vill hún verða forseti? Var ég spurð um Katrínu Jakobsdóttur. Skoðun 17. maí 2024 07:01
Staldraði við þegar talað var um fóstur sem frumuklasa Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi segir vanvirðingu þegar talað er um fóstur eða barn í móðurkviði sem frumuklasa. Umhugsunarefni sé hve margar fóstureyðingar séu framkvæmdar hér á landi árlega. Fullt af fólki væri tilbúið að veita þeim börnum sem fæddust gott líf. Innlent 16. maí 2024 22:49
Einhver í herberginu segi ekki satt Halla Tómasdóttir segir augljóst að einhver þeirra sex forsetaefna sem tóku þátt í kappræðum á Stöð 2 í kvöld hafi tröll á sínum snærum sem ati aðra auri. Einhver þeirra sé því ekki að segja satt. Innlent 16. maí 2024 21:03
„Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. Innlent 16. maí 2024 20:52
Katrín tekur forystuna á ný og Halla T í sókn Katrín Jakobsdóttir tekur forystuna á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu en þó er ekki marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Halla Tómasdóttir er síðan í mikilli sókn og tæplega þrefaldar fylgi sitt. Innlent 16. maí 2024 18:32
Svona voru kappræður sex efstu í baráttunni um Bessastaði Sex efstu forsetaframbjóðendurnir samkvæmt könnunum mætast í kappræðum á Stöð 2 klukkan 18:55. Kappræðurnar verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá. Innlent 16. maí 2024 18:06
Katrínu á Bessastaði Það er leitt að valda vonbrigðum þeim sem hafa farið mikinn í að halda því fram að það séu bara sægreifar, innvígðir sjálfstæðismenn, valdaklíkan og erlend mafía, sem styðji framboð Katrínar, svo fátt eitt sé nefnt sem hefur verið dregið á flot til að reyna að draga niður framboð Katrínar og alla þá sem dirfast að lýsa yfir stuðningi við hana. Skoðun 16. maí 2024 17:30
Viktor hvetur forsetaframbjóðendur til að sniðganga Stöð 2 Viktor Traustason forsetaframbjóðandi er afar ósáttur við að honum, sem og helmingi þeirra sem í forsetaframboði eru, sé ekki boðið til þátttöku í kappræðum Stöðvar 2 og hvetur til sniðgöngu. Innlent 16. maí 2024 16:32
Forseti Íslands, Baldur Þórhallsson Kynhneigð fólks er ekki persónan. Kyn, kynhneigð eða kynvitund hafa vissulega áhrif á afstöðu einstaklingsins til mála sem tengjast þeim þáttum, ekki síst ef viðkomandi hefur mætt fordómum. En hver við erum sem kynverur er aðeins brot af hinu flókna vélvirki persónuleikans; hver manneskja er svo miklu meira en bara kyn, kynhneigð eða kynvitund. Skoðun 16. maí 2024 16:31
Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? Innlent 16. maí 2024 15:04
Segir sjálfsvígin sárust Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi er fyrsti gestur þáttarins Lífið á biðlista sem ekki er alkóhólisti. Í þættinum, sem er í umsjón Gunnars Inga Valgeirssonar, segir Baldur frá þeirri vanlíðan sem því fylgir að vera aðstandandi ungmenna með vímuefnavanda, og sjá á eftir þeim í blóma lífsins. Lífið 16. maí 2024 15:04
Um lýðræði — Þrjár spurningar til forsetaframbjóðenda Frambjóðendurnir og fleiri hafa talað um forsetakosningarnar sem „lýðræðisveislu.“ Til að fá skýrari mynd af viðhorfum þeirra til lýðræðis er rakið að spyrja þá út í stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána, sem svo er nefnd. Ég hvet kjósendur til að beina spurningum til þeirra um þessi efni og deila þessari grein sem víðast. Skoðun 16. maí 2024 13:30
Halla Tómasdóttir yrði góður forseti Ég ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur í forsetakosningunum í vor. Ég átti því láni að fagna að kynnast Höllu Tómasdóttur fyrir átta árum þegar ég gekk til liðs við framboð hennar þá. Skoðun 16. maí 2024 12:30
Forsetinn má ekki fara á taugum Embætti forseta Íslands er síður en svo tilgangslaust embætti. Það er ekki valdamikið í hefðbundum pólitískum skilningi en þegar reynir á er forsetinn sameiningartákn þjóðarinnar. Forseti Íslands þarf að vera yfirvegaður, hafa jafnaðargeð og á stundum stáltaugar. Skoðun 16. maí 2024 12:01
„Brandarinn er búinn!“ Þessari setningu hafa nokkrir góðir vinir mínir slengt fram þegar ég hef sagt þeim frá einörðum stuðningi mínum við Jón Gnarr í forsetakosningunum sem framundan eru. „Brandarinn er búinn!“, er fullyrt. „Trúðalestin stopp!“ „Ekki meira sprell takk!“ Skoðun 16. maí 2024 11:30
Ásdís Rán býður forsetaefnum á rauða dregilinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi og athafnakona hyggst bjóða öðrum frambjóðendum og fjölskyldum þeirra til galakvölds næstkomandi laugardagskvöld. Ásdís segir tilganginn vera að hrista saman hópinn. Lífið 16. maí 2024 11:10
Katrín kann sig - Það er eitthvað um að vera í Hörpu, einhverjir stórlaxar að koma, eitthvað Evrópudæmi, Sinfó á að spila, ég stjórna. Skoðun 16. maí 2024 11:01