Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar forsetakosningum sem fram fóru laugardaginn 1. júní 2024.



Fréttamynd

Birni Bjarna­syni svarað

Björn Bjarnason er lagður af stað í skógarferð þar sem hann virðist hafa í hyggju að reyna að ná höggi á undirritaðan.

Skoðun
Fréttamynd

Baldur Þór­halls­son er vitur og vís

Ég hef fylgst með rannsóknum og fræðastörfum Baldurs Þórhallssonar undanfarin ár og hrifist af þeirri nálgun og sýn sem hann hefur varðandi mannréttindi og alþjóðamál. Baldur hikar ekki við að kalla Ísland smáríki, jafnvel örríki í óþökk nokkurra karla í stjórnkerfi landsins sem reyna að fela smæðina og spila sig gjarnan stóra á heimavelli og á alþjóðavísu. 

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum Katrínu

Ein helsta ástæða þess að margur maðurinn/konan hikar við og jafnvel hafnar því að taka þátt í pólitík er að þá á viðkomandi nánast fyrir víst von á að fá yfir sig skítkast, fúkyrði og allskyns gróusögur.

Skoðun
Fréttamynd

Dregur saman með efstu fram­bjóð­endum

Ekki er tölfræðilega marktækur munur á fylgi þriggja efstu frambjóðendanna til forseta í nýrri skoðanakönnun Gallup. Fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Hrundar Logadóttur minnkar milli kannana en Halla Tómasdóttir sækir á.

Innlent
Fréttamynd

Nei­kvæð á­hrif þess að úti­loka forsetaframbjóðendur frá kapp­ræðum strax komin í ljós

Í kjölfar kappræðna á Stöð2 þar sem aðeins útvöldum forsetaframbjóðendum var boðið að tjá sig um stjórnskipan landsins á meðan öðrum reynslumeiri var úthýst, hefur deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst vakið athygli á því að forsetaframbjóðendur sem þar komu fram hafi talað af vanþekkingu um utanríkisstefnu og stjórnskipan Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Mót­fallinn sjálfs­af­greiðslu á Bessa­stöðum

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segir mikilvægt að forseti Íslands sé aldrei meðvirkur með ráðandi öflum. Alþingi megi aldrei upplifa það að afgreiðsla laga á Bessastöðum sé eins og sjálfsafgreiðsla á bensínstöð.

Innlent
Fréttamynd

Um­hverfis- og lofts­lags­málin „Icesa­ve okkar tíma“

„Nú er til dæmis mál sem brennur mjög augljóslega á ungu fólki í dag og ætti ekki að hafa farið framhjá neinum; umhverfis- og loftslagsmálin. Ég er búinn að vera að standa í þessari kosningabaráttu núna í einhverjar vikur og ég hef aldrei verið spurður út í það.“

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki lengur ís­lenzkan her?

„Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ sagði Baldur Þórhallsson í þættinum Pressa á Heimildinni 26. apríl spurður til að mynda út í ummæli sem hann lét falla í hlað­varpi Harma­gedd­on í marz 2022 þess efnis að Ísland þyrfti á hundrað manna varnarliði að halda til þess að verja landið.

Skoðun
Fréttamynd

Baldur vin­sælasta plan B

Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði.

Innlent
Fréttamynd

Fjall­konan nýja, hún Katrín

Eftir að hafa ráðið öllu á Íslandi í mörg ár, sagði Davíð Oddsson bless, eða svona næstum því, með því að gefa þjóðinni 30 þúsund eintök af sögu Stjórnarráðsins þar sem einn kaflinn var um hann sjálfan þegar hann var forsætisráðherra þótt hann væri ekki alveg búinn að kveðja, heldur bara næstum því.

Skoðun
Fréttamynd

Njótum reynslu Katrínar

Er ekki nóg fyrir hana að hafa verið forsætisráðherra? Af hverju vill hún verða forseti? Var ég spurð um Katrínu Jakobsdóttur.

Skoðun
Fréttamynd

Treysta sér til þess að vernda þjóð­kirkjuna

Þrátt fyrir að aðeins tveir frambjóðendur í forsetakappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi segðust berum orðum vera félagar í þjóðkirkjunni lýstu þeir sig allir tilbúna til þess að vernda kirkjuna og eiga við hana gott samstarf.

Innlent
Fréttamynd

Staldraði við þegar talað var um fóstur sem frumuklasa

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi segir vanvirðingu þegar talað er um fóstur eða barn í móðurkviði sem frumuklasa. Umhugsunarefni sé hve margar fóstureyðingar séu framkvæmdar hér á landi árlega. Fullt af fólki væri tilbúið að veita þeim börnum sem fæddust gott líf.

Innlent
Fréttamynd

Ein­hver í her­berginu segi ekki satt

Halla Tómasdóttir segir augljóst að einhver þeirra sex forsetaefna sem tóku þátt í kappræðum á Stöð 2 í kvöld hafi tröll á sínum snærum sem ati aðra auri. Einhver þeirra sé því ekki að segja satt.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ekki hlut­laus þjóð“

Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð.

Innlent
Fréttamynd

Katrín tekur for­ystuna á ný og Halla T í sókn

Katrín Jakobsdóttir tekur forystuna á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu en þó er ekki marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Halla Tómasdóttir er síðan í mikilli sókn og tæplega þrefaldar fylgi sitt.

Innlent
Fréttamynd

Katrínu á Bessa­staði

Það er leitt að valda vonbrigðum þeim sem hafa farið mikinn í að halda því fram að það séu bara sægreifar, innvígðir sjálfstæðismenn, valdaklíkan og erlend mafía, sem styðji framboð Katrínar, svo fátt eitt sé nefnt sem hefur verið dregið á flot til að reyna að draga niður framboð Katrínar og alla þá sem dirfast að lýsa yfir stuðningi við hana.

Skoðun
Fréttamynd

For­seti Ís­lands, Baldur Þór­halls­son

Kynhneigð fólks er ekki persónan. Kyn, kynhneigð eða kynvitund hafa vissulega áhrif á afstöðu einstaklingsins til mála sem tengjast þeim þáttum, ekki síst ef viðkomandi hefur mætt fordómum. En hver við erum sem kynverur er aðeins brot af hinu flókna vélvirki persónuleikans; hver manneskja er svo miklu meira en bara kyn, kynhneigð eða kynvitund.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni ætlar að geta Katrínar í for­málanum

Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn?

Innlent
Fréttamynd

Segir sjálfsvígin sárust

Bald­ur Þór­halls­son for­setafram­bjóðandi er fyrsti gestur þáttarins Lífið á biðlista sem ekki er alkóhólisti. Í þættinum, sem er í umsjón Gunnars Inga Valgeirssonar, segir Baldur frá þeirri vanlíðan sem því fylgir að vera aðstandandi ungmenna með vímuefnavanda, og sjá á eftir þeim í blóma lífsins.

Lífið
Fréttamynd

Um lýð­ræði — Þrjár spurningar til for­seta­fram­bjóð­enda

Frambjóðendurnir og fleiri hafa talað um forsetakosningarnar sem „lýðræðisveislu.“ Til að fá skýrari mynd af viðhorfum þeirra til lýðræðis er rakið að spyrja þá út í stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána, sem svo er nefnd. Ég hvet kjósendur til að beina spurningum til þeirra um þessi efni og deila þessari grein sem víðast.

Skoðun