Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar forsetakosningum sem fram fara laugardaginn 1. júní 2024.

Fréttamynd

Vofa húsagans býsnast enn

Árið 1995 urðu tímamót á Íslandi þegar tjáningarfrelsi var lögleitt að því leyti sem kannski mestu máli skiptir: þá varð íbúum landsins frjálst að gagnrýna embættismenn. Nánar til tekið var 108. grein hegningarlaga fjarlægð en hún hljómaði svo:

Skoðun
Fréttamynd

Nokkrar stað­reyndir um Ís­land, Katrínu og Gaza

Ég hef unnið með Katrínu Jakobsdóttur í 21 ár og alla tíð dáðst að kjarki hennar og áræðni sem er mun meiri en hjá flestum stjórnmálamönnum. Að sama skapi hef ég undrast alla þá neikvæðni og níð sem heyrist um þessa mætu konu í tilefni forsetakosninganna.

Skoðun
Fréttamynd

Til þeirra sem hyggjast kjósa Katrínu Jakobs­dóttur

Þegar kemur að því að ræða fólk sem býður sig fram til opinberra embætta finnst mér mikilvægt að aðgát sé höfð í nærveru sálar. Þrátt fyrir að eiginhagsmunir og vinahylling geti verið kveikjan að slíku framboði hugsa ég að flestir bjóði sig fram af heilum hug með trú á eigin getu og því ber að fagna.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín og kvenhatrið

Nýjasta útspil stuðningsmanna Katrínar Jakobsdóttur um að það sé merki um kvenhatur og kvenfyrirlitningu (Jón Ólafsson og Berglind Rós Magnúsdóttir) að hafa efasemdir um framboð Katrínar til forsetaembættisins er athyglisvert, rétt eins og fliss Ragnars Kjartanssonar yfir orðinu elíta, vegna þess að öll tilheyra þau menningarelítunni sem Auður Jónsdóttir gagnrýndi nýlega í frægri grein í Heimildinni og njóta augljóslega góðs af nálægðinni við Katrínu og hennar öfluga stuðningsfólk.

Skoðun
Fréttamynd

Bessa­staðir eru ekki fyrir byrj­endur

Í ljósi þess að nú standa fyrir dyrum forsetakosningar er brýnt að hugsa aðeins nánar um embættið og hvers konar einstakling heppilegast sé að velja í það. Fleiri en nokkru sinni áður bjóða sig nú fram til að gegna þessu æðsta embætti þjóðarinnar, en landsmenn þurfa að velja nú strax á laugardaginn.

Skoðun
Fréttamynd

Ég vil Baldur og því kýs ég Baldur

Ég hef undanfarna daga verið að hugsa með sjálfum mér afhverju ég ætli að kjósa Baldur Þórhallsson? Ég svo fattaði það, þegar ég fann bréf frá sjálfum mér niðri í kompu. Þetta bréf var 24 ára gamalt. Þar las ég um þennan týnda strák sem var að leita að hamingjunni, ástinni og tilgangi lífsins.

Skoðun
Fréttamynd

Inngönguspáin

Þá er komið að því, kjördagur forsetakosninga er á morgun og því hárréttur tími til að birta inngönguspána.

Skoðun
Fréttamynd

Ær­leg og heiðar­leg manneskja

Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn því það er langt frá því að vera sjálfsagt mál að hafa þann rétt og það þurfti baráttu til að öðlast hann.

Skoðun
Fréttamynd

Al­þjóða­sam­fé­lagið sé að klikka á Gasa

Forsetaframbjóðendurnir ræddu um utanríkismál og sér í lagi ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í kappræðum á Stöð 2. Halla Hrund sagði alþjóðasamfélagið vera að klikka, Katrín sagðist hafa beitt sér í embætti forsætisráðherra og Halla Tómas sagði mikilvægt að sýna mennsku. Baldur vill að stigið sé fast til jarðar og Arnar Þór líka. Jón Gnarr segir forsetann valdalausan í þessu máli en sannarlega geta reynt að beita sér. 

Innlent
Fréttamynd

Barna­píu á Bessa­staði!

Þegar ég var 10 ára gamall byrjaði systir mín með strák sem mér fannst mjög skemmtilegur. Þau voru 16 ára og henni fannst eðlilega gersamlega glatað hvað ég vildi alltaf vera mikið með þeim og bankaði mikið á herbergisdyrnar hennar.

Skoðun
Fréttamynd

KosninGnarr krafta­verk

Nýlega heyrði ég kenningu þess efnis að hátt hlutfall ADHD greininga á Íslandi megi skýra með því hvernig landið byggðist.

Skoðun
Fréttamynd

Gummi Gumm velur Höllu Hrund í liðið sitt

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska handboltaliðsins Fredericia, velkist ekki í neinum vafa um hver hann telur að sé best til þess fallinn að verða næsti forseti Íslands. Hann setur x-ið sitt við Höllu Hrund Logadóttur og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.

Handbolti
Fréttamynd

Síðustu kannanir gefa fyrir­heit um æsi­spennandi kosningar

Þrjár fylgiskannanir voru birtar í gær. Sú fyrsta var könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og greint var frá í hádeginu. Þar hefur Halla Tómasdóttir, sem verið hefur á mikilli siglingu, skotist upp að Katrínu Jakobsdóttur og mælast þær báðar með 24,1 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Óttarr og Sigur­jón ráð­herrar Jóns í stjórnar­kreppu

Jón Gnarr segir að ef kæmi til stjórnarkreppu á meðan hann væri forseti og hann þyrfti að skipa utanþingsstjórn þá myndi hann skipa Óttarr Proppé, listamann og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og Sigurjón Kjartansson, kvikmyndagerðarmann og Tvíhöfðabróður Jóns, í ráðuneyti.

Innlent
Fréttamynd

Af­reks­konan Katrín

Katrín Jakobsdóttir er meðal bestu dætra íslensku þjóðarinnar. Hún er afrekskona á sínu sviði og sambærileg við þær konur sem lengst hafa náð í íþróttum, listum, félags- viðskipta- og menningarlífi.

Skoðun
Fréttamynd

Jón og Jóga fyrir okkur öll

Mín ósk er sú að fólk láti af óhróðri og illmælgi það sem eftir lifir af kosningabaráttunni um 7. forseta lýðveldisins. Sleppum argaþrasinu í tæpa tvo sólarhringa og beinum athygli okkar að öllu því góða sem frambjóðendur hafa fram að færa.

Skoðun
Fréttamynd

Ég ætla að brjóta blað - Ég kýs Baldur!

Einhver skemmtilegasta og mest spennandi kosningabarátta síðustu ára á Íslandi er senn á enda runnin og á laugardag göngum við að kjörborðinu og veljum okkur forseta. Í framboði er mikið einvala lið, og flest þeirra þannig að ég get vel séð þau fyrir mér sem næsta forseta lýðveldisins.

Skoðun
Fréttamynd

Má Katrín Jakobs­dóttir bjóða sig fram?

Fyrir tæplega sjö árum, um það leyti sem #metoo umræðan stóð sem hæst, kom út bókin Down Girl: The Logic of Misogyny (Drusla: Rökvísi kvenhaturs) eftir Kate Manne, lektor í heimspeki við Cornell háskóla í Bandaríkjunum.

Skoðun
Fréttamynd

Elíta menningar og ör­lög þjóðar

Ragnar Kjartansson er ekkert merkilegri Íslendingur, en við hin, þótt hann hafi vinnu af því að smíða listaverk og foreldrar hans séu leikarar. Ragnar skrifar þ. 29. maí 2024 inn á visir.is grein þar sem hann andmælir grein Auðar Jónsdóttur skáldkonu á Heimildinni þ. 27. maí 2024.

Skoðun