Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla

Meistarar Real Madrid tóku á móti Sevilla í sínum síðasta leik á annasömu ári, í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Gestirnir máttu síns lítils gegn meisturunum sem fóru með 4-2 sigur af hólmi.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjórar knattspyrnukonur handteknar

Fjórar argentínskar knattspyrnukonur voru handteknar í gær þegar þær voru að spila við brasilískt lið í alþjóðlegu hraðmóti í Brasilíu. Ástæðan voru meintir kynþáttafordómar gagnvart einum starfsmanni leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Heiður að vera keypt á met­fé frá Val: „Stórt og gott skref“

Landsliðsmarkvörðurinn­­­ í fót­bolta, Fann­ey Inga Birkis­dóttir, horfir fram á spennandi tíma í at­vinnu­mennsku. Hún heldur nú á gamal­kunnar slóðir í Svíþjóð eftir að hafa verið keypt til BK Häcken á met­fé frá Val en lítur ekki á það sem auka pressu á sjálfa sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Endar Rashford í Sádí-Arabíu?

Sagan endalausa um framtíð Marcus Rashford, leikmanns Manchester United, virðist mögulega ætla fá nýjan kafla í janúar en sögusagnir eru á kreiki um að Rashford verði lánaður frá félaginu á nýju ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Juric tekinn við Sout­hampton

Enska úrvalsdeildarliðið Southampton hefur staðfest þær fréttir sem lágu í loftinu, Ivan Juric hefur verið ráðinn þjálfari liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal valtaði yfir Crystal Palace

Crystal Palace og Arsenal mættust í annað sinn á fjórum dögum í dag en liðin mættust einnig í deildarbikarnum og líkt og þá fór Arsenal með sigur af hólmi og Gabriel Jesus lét einnig mikið að sér kveða í dag eins og í bikarnum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Isak með þrennu í stór­sigri New­cast­le

Þremur leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni. Nottingham Forest heldur áfram að gera það gott í efri hluta deildarinnar og þá setti hinn sænski Alexander Isak þrennu í stórsigri Newcastle á Ipswich.

Fótbolti
Fréttamynd

Lengi getur vont versnað hjá Man. City

Aston Villa vann Manchester City í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag og komst um leið upp fyrir Englandsmeistarana City í töflunni. Eymd Englandsmeistarann eykst bara með hverjum leiknum.

Enski boltinn