Búast við nýrri bylgju leikmanna til Sádi-Arabíu næsta sumar Lið í stærstu deildum Evrópu mega búast við því að missa leikmenn í stórum stíl til liða í Sádi-Arabíu næsta sumar, líkt og gerðist síðasta sumar. Fótbolti 25. desember 2023 16:01
Solskjær gæti snúið aftur í þjálfun í Tyrklandi Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari Manchester United, er talinn líklegasti kandídatinn til að taka við tyrkneska liðinu Besiktas. Fótbolti 25. desember 2023 15:00
Braut viðbein og verður lengi frá Kostas Tsimikas, varnarmaður Liverpool, verður lengi frá keppni eftir að hafa viðbeinsbrotnað í viðureign liðsins gegn Arsenal á Þorláksmessu. Fótbolti 25. desember 2023 14:16
Versta byrjun Man Utd síðan 1930: „Þetta er vandræðalegt“ Manchester United mátti þola 2-0 tap er liðið heimsóti West Ham í ensku úrvalsdeildinni á Þorláksmessu. Var það þrettánda tap liðsins í öllum keppnum á tímabilinu. Fótbolti 25. desember 2023 13:31
Þjálfarar lýsa yfir óánægju með VAR: „Eigum skilið meiri virðingu“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, Sean Dyche, knattspyrnustjóri Everton og Nuno Espirito Santo, nýráðinn knattspyrnustjóri Nottingham Forest, létu allir óánægju sína með VAR í ljós eftir leiki liðanna sem fram fór á Þorláksmessu. Fótbolti 25. desember 2023 12:00
Vestramenn fengu góða jólagjöf Vestri tilkynnti framlengingu á samningi þjálfarans Davíðs Smára Lamude til ársins 2025. Fótbolti 24. desember 2023 22:01
Ekki allir ánægðir eftir kaup Ratcliffe Stuðningsmannahópur Manchester United gaf frá sér yfirlýsingu þar sem varpað var ljósi á áhyggjur og efasemdir eftir minnihlutakaup og rekstraryfirtöku Jim Ratcliffe. Viðskiptin höfðu lengi legið fyrir en voru staðfest klukkan 16:00 í gær, aðfangadag. Enski boltinn 24. desember 2023 19:35
Engin stórátök í Álfuslagnum Stórleikur dagsins fór fram í Tyrklandi þar sem Fenerbahce tók á móti Galatasaray, leikurinn endaði 0-0. Margt hefur gengið á í tyrkneska boltanum síðustu misseri og stóraukið lögreglueftirlit var á svæðinu. Fótbolti 24. desember 2023 18:48
Ratcliffe klárar kaupin og tekur yfir rekstur félagsins Manchester United hefur staðfest sölu á 25% hlut í félaginu. Jim Ratcliffe mun taka yfir rekstur félagsins og hefur skuldbundið sig í 300$ milljóna fjárfestingu. Enski boltinn 24. desember 2023 16:53
Leggur til að MLS kaupi næstefstu deild svo lið geti fallið MLS knattspyrnudeildin í Bandaríkjunum er ólík flestum öðrum deildum að því leytinu til að hún er eina atvinnumannadeild heims sem ekki er hægt að falla úr. Fótbolti 24. desember 2023 16:01
Í beinni: Wolves - Chelsea | Síðasti leikur fyrir jól Wolves tekur á móti Chelsea í eina leik aðfangadags jóla, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 24. desember 2023 12:31
Tapað oftar hingað til en allt síðasta tímabil Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er tímabils. Liðið tapaði þrettánda leik sínum á tímabilinu gegn West Ham í gærkvöldi og nú þegar tímabilið er rétt tæplega hálfnað hefur liðið tapað jafn oft og það gerði í 62 leikjum allt tímabilið 2022–23. Enski boltinn 24. desember 2023 12:00
Freyr um uppgang Lyngby: Svolítið eins og í lygasögu Freyr Alexandersson, þjálfari Íslendingaliðs Lyngby sem spilar í efstu deild dönsku knattspyrnunnar, ræddi við Vísi nýverið en þó spilað sé sitthvoru megin við jólin fá liðin þar í landi ágætis frí yfir hátíðirnar. Lyngby er í allt annarri stöðu í dag en fyrir ári síðan. Fótbolti 24. desember 2023 09:01
Skrifaði söguna er hún varð fyrsta konan til að dæma í ensku úrvalsdeildinni Rebecca Welch skrifaði sögunna í gær þegar hún varð fyrsta konan til að dæma leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fótbolti 24. desember 2023 07:01
Pellegrini skaut Rómverjum upp fyrir meistarana Ítalíumeistarar Napoli máttu þola 2-0 tap er liðið heimsótti Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 23. desember 2023 21:44
„Takk Anfield“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sínir menn hefðu getað gert betur er liðið tók á móti Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 23. desember 2023 20:30
Stál í stál í toppslagnum Liverpool og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í sannkölluðum toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 23. desember 2023 19:27
Gott að losna við óvissuna með barn á leiðinni Arnar Gunnlaugsson kveðst sáttur við þá niðurstöðu að vera áfram í Víkinni þrátt fyrir áhuga sænska liðsins Norrköping. Félagið hafi sannarlega viljað fá hann sem þjálfara liðsins, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Íslenski boltinn 23. desember 2023 19:01
Toppliðið með fjögurra stiga forskot yfir jólin Inter Milan, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, fer með fjögurra stiga forskot inn í jólahátíðina eftir öruggan 2-0 sigur gegn Lecce í kvöld. Fótbolti 23. desember 2023 18:54
Jón Daði lagði upp er Bolton komst aftur á sigurbraut Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson lagði upp fyrsta mark Bolton er liðið vann góðan 3-2 sigur gegn Leyton Orient í ensku C-deildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 23. desember 2023 17:22
Burnley og Luton nálgast öruggt sæti Burnley og Luton unnu bæði mikilvæga sigra í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Á sama tíma mátti Nottingham Forest þola 2-3 tap gegn Bournemouth. Fótbolti 23. desember 2023 17:10
Tottenham slökkti í Everton og lyfti sér í fjórða sætið Eftir fjóra sigurleiki í ensku úrvalsdeildinni í röð er sigurganga Everton á enda. Liðið mátti þola 2-1 tap gegn Tottenham í dag, en Lundúnaliðið hefur nú unnið þrjá deildarleiki í röð. Enski boltinn 23. desember 2023 16:58
Tap og fjórði markalausi leikurinn í röð hjá United West Ham vann góðan 2-0 heimasigur á Manchester United í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. United hefur nú spilað fjóra leiki án þess að skora mark. Fótbolti 23. desember 2023 14:27
„Gefum þeim alvöru Anfield upplifun“ Liverpool og Arsenal mætast í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Liðið sem fer með sigur af hólmi verður á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar jólin ganga í garð. Enski boltinn 23. desember 2023 14:00
Vlahovic tryggði Juventus mikilvægan sigur Juventus minnkaði forskot Inter á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í eitt stig eftir sigur á Frosinone á útiveli. Sigurmarkið kom undir lok leiksins. Fótbolti 23. desember 2023 13:38
„Ég grét næstum eftir tæklinguna“ Manchester City varð í gær heimsmeistari félagsliða eftir öruggan sigur á Fluminense í úrslitaleik. Einn allra mikilvægasti leikmaður City fór meiddur af velli í sigrinum. Enski boltinn 23. desember 2023 12:45
Vegleg hátíðardagskrá á Stöð 2 Sport Það verður nægt framboð af úrvalsíþróttaefni á Stöð 2 Sport um hátíðarnar, bæði af innlendum og erlendum vettvangi. Sport 23. desember 2023 10:01
Lífið leikur við hjólandi landsliðsmenn í Lyngby Íslensku landsliðsmennirnir sem spila með Lyngby í Danmörku fá sekt ef þeir tala íslensku í klefanum og fara allt á reiðhjóli, allavega þeir sem blaðamaður ræddi við nýverið. Fótbolti 23. desember 2023 09:01
Barcelona í hættu á að vera rekið úr Meistaradeildinni Evrópska knattspyrnusambandið rannsakar brot Barcelona á fjárhagsreglum sambandsins. Félagið bókfærði framtíðartekjur í ársreikning félagsins og gæti nú átt í hættu á að vera rekið úr Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 23. desember 2023 08:01
Kyle Walker réðst á Felipe Melo eftir leik Kyle Walker réðst að Felipe Melo eftir úrslitaleik Manchester City gegn Fluminense á heimsmeistaramóti félagsliða. Skilja þurfti leikmennina að, Walker bað svo Melo afsökunar eftir á. Fótbolti 23. desember 2023 07:00