„Vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2024 20:45 Sverrir Ingi er klár í slaginn. Jose Manuel Alvarez/Getty Images Ísland mætir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumóti karla í knattspyrnu í sumar. Það verða vel yfir 30 þúsund manns á leiknum en þó aðeins um fimm hundruð Íslendingar. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður landsliðsins, hefur þó fulla trú á að þeir 500 Íslendingar sem mæti láti vel í sér heyra. „Mikil tilhlökkun, risastór leikur á morgun og við erum staðráðnir í því að fara áfram. Teljum okkar möguleika vera mjög fína. Erum búnir að teikna upp leikplanið og hlökkum til að spila þennan mikilvæga leik,“ sagði miðvörðurinn við Stefán Árna Pálsson, blaðamann Vísis, fyrr í dag. Leikurinn á morgun sker úr um hvor þjóðin eyðir sumrinu í Þýskalandi þar sem EM fer fram á meðan hin þjóðin fær gott sumarfrí. Þetta yrði aðeins þriðja stórmótið sem karlalandsliðið kæmist á. Sverrir Ingi var því spurður hvort það væri stress í mannskapnum. „Auðvitað kemur fiðringur en þetta eru leikirnir sem þú vilt vera spila, úrslitaleikur um að komast inn á EM. Við erum bara klárir í þetta, þurfum að sýna enn betri frammistöðu en gegn Ísrael. Mikið af hlutum sem við gerðum vel þar en líka mikið af hlutum sem við getum lagað, þurfum að vera klárir á morgun á móti góðu úkraínsku liði.“ Klippa: Sverrir Ingi: Vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert Það var heldur fámennt í stúkunni þegar Ísland lagði Ísrael til að komast í leikinn gegn Úkraínu. Það verður annað upp á teningnum en Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis á staðnum, veit fyrir víst að það veðri 34 þúsund manns í stúkunni, þar af 500 Íslendingar. „Við vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert, þeir eru oft háværir. Frábært að við séum að fá stuðning hérna. Okkur hlakkar mikið til og undir okkur komið. Eins og ég sagði, leikirnir sem þú vilt spila. Við munum leggja allt í þetta til að vera með í sumar,“ sagði Sverrir Ingi að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Sjá meira
„Mikil tilhlökkun, risastór leikur á morgun og við erum staðráðnir í því að fara áfram. Teljum okkar möguleika vera mjög fína. Erum búnir að teikna upp leikplanið og hlökkum til að spila þennan mikilvæga leik,“ sagði miðvörðurinn við Stefán Árna Pálsson, blaðamann Vísis, fyrr í dag. Leikurinn á morgun sker úr um hvor þjóðin eyðir sumrinu í Þýskalandi þar sem EM fer fram á meðan hin þjóðin fær gott sumarfrí. Þetta yrði aðeins þriðja stórmótið sem karlalandsliðið kæmist á. Sverrir Ingi var því spurður hvort það væri stress í mannskapnum. „Auðvitað kemur fiðringur en þetta eru leikirnir sem þú vilt vera spila, úrslitaleikur um að komast inn á EM. Við erum bara klárir í þetta, þurfum að sýna enn betri frammistöðu en gegn Ísrael. Mikið af hlutum sem við gerðum vel þar en líka mikið af hlutum sem við getum lagað, þurfum að vera klárir á morgun á móti góðu úkraínsku liði.“ Klippa: Sverrir Ingi: Vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert Það var heldur fámennt í stúkunni þegar Ísland lagði Ísrael til að komast í leikinn gegn Úkraínu. Það verður annað upp á teningnum en Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis á staðnum, veit fyrir víst að það veðri 34 þúsund manns í stúkunni, þar af 500 Íslendingar. „Við vitum hvað fimm hundruð Íslendingar geta gert, þeir eru oft háværir. Frábært að við séum að fá stuðning hérna. Okkur hlakkar mikið til og undir okkur komið. Eins og ég sagði, leikirnir sem þú vilt spila. Við munum leggja allt í þetta til að vera með í sumar,“ sagði Sverrir Ingi að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Sjá meira