Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Ein versta tilfinning sem ég hef fundið á ferlinum“

„Tilfinningin er bara hræðileg. Þetta er ein versta tilfinning sem ég hef fundið á ferlinum. Þetta er bara ömurlegt,“ sagði Ernir Bjarnason, leikmaður Keflavíkur, eftir 1-1 jafntefli við Val í Bestu deild karla í kvöld. Keflvíkingar héldu að sigurinn væri vís með marki í uppbótartíma en Valur svaraði í blálokin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Köstuðum þessu frá okkur“

Eyjamenn misstu einbeitinguna og forskotið sem þeir byggðu upp gegn FH í fyrri hálfleik þegar liðið tapaði 2-1 gegn FH í Bestu deild karla í dag. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV var svekktur í leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjöunda jafntefli Chelsea og Liverpool í röð

Chelsea tók á móti Liverpool í fyrsta stórleik tímabilsins á Englandi í dag. Leikurinn var ansi fjörugur þar sem boltinn rataði fjórum sinnum í netið en sitthvort markið var dæmt af liðunum vegna rangstöðu, lokatölur 1-1.

Enski boltinn
Fréttamynd

Álagsleikur á Akureyri í dag

Breiðablik sækir KA heim á Akureyri í Bestu deildinni í dag en bæði lið hafa spilað ansi marga leiki síðustu vikur og má leiða að því líkur að sumir leikmenn séu að keyra á síðustu bensíndropunum í tanknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Brady mætti á pöbbinn í Birmingham

NFL-stjarnan Tom Brady, fyrrum leikstjórnandi New England Patriots og Tampa Bay Buccaneers, var meðal áhorenda er Birmingham City hafði betur gegn Leeds United í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. Hann heilsaði upp á stuðningsmenn félagsins á knæpu í aðdragandanum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Brjálaður yfir því að fá ekki verðlaun

Cristiano Ronaldo var hetja Al-Nassr er liðið vann Meistaradeild Arabíuliða með ótrúlegum hætti, leikmanni færri eftir framlengdan úrslitaleik við annað sádískt lið, Al-Hilal. Hann var verðlaunaður eftir leik en vildi fleiri gripi í safnið.

Fótbolti
Fréttamynd

Snýr baki við Bayern og ætlar til Real

Spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga er sagður á leið til Real Madrid í heimalandinu á láni frá Chelsea. Hann hafði verið í viðræðum við Bayern Munchen í Þýskalandi en þurfti ekki langan umhugsunarfrest þegar kallið kom úr spænsku höfuðborginni.

Fótbolti
Fréttamynd

Slök byrjun með stjörnurnar í straffi

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain fara ekki vel af stað í frönsku úrvalsdeildinni. Markalaust jafntefli niðurstaðan í leik þar sem leikmenn utan liðsins vekja meiri athygli en þeir innan hans.

Fótbolti