Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Bíla­stæðin fullbókuð um páskana

Farþegar sem ætla að leggja bíl sínum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli um og fram yfir páskana er bent á að flest bílastæði við flugvöllinn eru nú fullbókuð yfir hátíðarnar, enda eru páskarnir ein stærsta ferðhelgi Íslendinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sex látnir eftir að þyrla brot­lenti í New York

Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. 

Erlent
Fréttamynd

Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu

Play hefur náð samkomulagi um rekstur fjögurra véla úr flota flugfélagsins til ársloka 2027 fyrir erlendan flugrekanda með svonefndri ACMI leigu. Flugreksturinn mun fara fram í gegnum Play Europe, dótturfélag Fly Play hf., sem er með flugrekstrarleyfi á Möltu. Til þess að anna eftirspurn yfir sumarmánuðina verður ein flugvél tekin á leigu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe

Daglegar ferðir svartrar þyrlu, sem breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe á, til og frá Egilsstöðum vöktu athygli Héraðsbúa í síðust viku. Á daginn kom að þyrlan hafði verið að ferja vistir fyrir Ratcliffe og félaga í fjallaferð á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara ó­vissu

Borgarstjóra verður falið að finna einkaflugi og þyrluflugi annan stað en á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Viðreisnar segir fæsta gera sér grein fyrir þeirri aukningu sem hafi orðið á einkaflugi en forseta Flugmálafélagsins finnst framganga borgarinnar alger vonbrigði.

Innlent
Fréttamynd

Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair

Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing.

Innlent
Fréttamynd

Trjám úr Öskju­hlíð skipað frá Hafnar­firði

Margir Hafnfirðingar ráku upp stór augu þegar þeir litu myndarlegan stafla af innlendum skógarvið á kæjanum þar í bæ augum. Timbrið bíður þess að vera lestað í skip sem siglt verður til Eskifjarðar. Þar verður timbrið sagað niður í borðvið.

Innlent
Fréttamynd

Flug­maðurinn sem týndi her­þotu tjáir sig

Herflugmaður sem rataði í heimsfréttirnar fyrir að týna F-35 herþotu árið 2023 hefur loks tjáð sig um atvikið. Hinn 48 ára gamli fyrrverandi ofursti í landgönguliði Bandaríkjanna segir forsvarsmenn landgönguliðsins hafa komið illa fram við sig i kjölfar þess að hann skaut sér úr herþotunni á flugi.

Erlent
Fréttamynd

Fé án hirðis

Í vikunni var því fagnað að 5 ár voru liðin frá því að fjárveiting til stækkunar flugstöðvarinnar á Akureyri var samþykkt. Framkvæmdin kom úr sérstökum Covid-fjárheimildum á veirutímanum og var alls 900 milljónir, svo aðstaðan á flugvellinum gæti stutt við aukið millilandaflug.

Skoðun