Íslenskir kylfingar á ferðinni í Finnlandi Tólf keppendur frá Íslandi leika á Finnish International Junior Championship mótinu sem fram fer dagana 26.-28. júní á Cooke vellinum í Vierumaki í Finnlandi. Um er að ræða stúlkna og drengjamót í flokkum 15-16 ára og 14 ára og yngri. Alls taka 102 Finnar og 54 útlendingar þátt, en Ísland er með flesta keppendur utan Finnana. Golf 25. júní 2013 19:15
Tiger sigurstranglegastur samkvæmt veðbönkum Þó svo Tiger Woods sé ekkert sérstaklega líklegur til afreka á Opna breska meistaramótinu í golfi þá er hann sigurstranglegastur hjá veðbönkum. Golf 25. júní 2013 15:45
Vissi að púttið myndi detta Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir urðu Íslandsmeistarar í holukeppni um helgina en mótið fór fram á Hamarsvelli í Borganesi. Báðir kylfingar fóru í gegnum spennandi úrslitaeinvígi og réðust úrslitin ekki fyrir en á lokaholunum. Golf 24. júní 2013 08:15
Guðmundur og Ólafía Íslandsmeistarar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni í golfi. Golf 23. júní 2013 16:15
Guðmundur og Rúnar berjast um Íslandsmeistaratitilinn Það verða þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Rúnar Arnórsson sem spila í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni. Golf 23. júní 2013 11:19
Ólafía og Tinna í úrslit á Íslandsmótinu í holukeppni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir mætast í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni en undanúrslitin fóru fram í morgun. Golf 23. júní 2013 11:13
Undanúrslitin klár á Íslandsmótinu í holukeppni Keppni er lokið í dag á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer í Borganesi og orðið ljóst hverjir mætast í undanúrslitum í fyrramálið. Golf 22. júní 2013 20:00
Riðlakeppni á Íslandsmótinu í holukeppni lokið Nú er nýlokið riðlakeppnin á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Hamarsvelli í Borgarnesi yfir helgina og orðið ljóst hvaða kylfingar fara áfram í 8 manna úrslit. Golf 22. júní 2013 15:30
Féll úr leik eftir bráðabana Kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús er úr leik á Opna breska áhugamannamótinu. Hann féll úr leik í sextán manna úrslitum í dag. Golf 20. júní 2013 17:17
Tiger hvílir fram að Opna breska Tiger Woods er að glíma við meiðsli í olnboga og ætlar því að hvíla sig fram að Opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram um miðjan næsta mánuð. Golf 20. júní 2013 13:45
Haraldur Franklín kominn í 16-manna úrslit Haraldur Franklín Magnús, Íslandsmeistarinn í golfi, er að gera það gott á Opna breska áhugamannamótinu. Hann er nú kominn áfram í 16-manna úrslit. Golf 20. júní 2013 13:00
Haraldur byrjar vel í Bretlandi Haraldur Franklín Magnús, Íslandsmeistarinn í golfi, byrjaði vel á Opna breska áhugamannamótinu sem hófst í Englandi í gær. Golf 18. júní 2013 13:45
Rose fékk ráðleggingar frá Yoda Íþróttasálfræðingurinn Gio Valente notaði myndbrot úr Star Wars-mynd til að hvetja kylfinginn Justin Rose til dáða fyrir Opna bandaríska meistaramótið í golfi. Golf 18. júní 2013 11:30
Fyrsti sigur Justin Rose | Sjötta silfur Mickelson Englendingurinn Justin Rose stóð uppi sem sigurvegari á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Leik lauk fyrir stundu. Golf 16. júní 2013 23:38
Táningurinn á fimm högg á hetjuna sína Michael Kim brosti út að eyrum þegar hann leit á stöðuna að lokinni 15. holu á þriðja hring á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Golf 16. júní 2013 12:45
Klúður hjá Donald og Mickelson leiðir Eftir að hafa spilað frábærlega fyrstu sextán holurnar á þriðja hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fataðist Luke Donald flugið. Golf 16. júní 2013 11:48
Glæsipútt Mickelson og önnur mögnuð högg Bestu kylfingar heimsins eigast við um helgina á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Frábær tilþrif sáust á öðrum degi mótsins í gær. Golf 15. júní 2013 13:00
Ræst út á Herminator Invitational | Myndir Leikur er hafinn á árlegu styrktarmóti knattspyrnukappans Hermanns Hreiðarssonar í golfi. Í ár er keppt á golfvelli Leynis á Akranesi. Golf 15. júní 2013 12:39
Mickelson og Horschel deila forystusætinu Bandaríkjamennirnir Phil Mickelson og Billy Horschel hafa eins höggs forystu á næstu menn að loknum öðrum degi á bandaríska meistaramótinu í golfi. Golf 15. júní 2013 10:33
Luke Donald í forystu | Flott högg á fyrsta degi Englendingurinn Luke Donald hafði forystu þegar hætta þurfti keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gærkvöldi vegna myrkurs. Golf 14. júní 2013 10:15
Leik frestað í annað sinn Mótshaldarar á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi neyddust til að fresta leik öðru sinni í dag fyrir stundu. Golf 13. júní 2013 23:07
Leik frestað vegna úrhellis Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi hefur verið frestað um ótiltekinn tíma vegna úrhellis. Golf 13. júní 2013 15:22
Topparnir saman í ráshóp á US Open Annað risamót ársins hefst í Bandaríkjunum í dag. Golf 13. júní 2013 07:00
Sunna lék best íslensku stelpnanna Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Sunna Víðisdóttir hafa lokið leik á fyrsta hringnum á Opna breska meistarmóti áhugakylfinga í golfi. Golf 11. júní 2013 16:35
Haraldur Franklín sigraði í Eyjum Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í dag í öðru stigamóti Eimskips-mótaraðarinnar í golfi. Leikið var í Vestmannaeyjum og var baráttan mikil á lokahringnum. Golf 9. júní 2013 15:00
Anna Sólveig sigraði á Securitas-mótinu Anna Sólveig Snorradóttir úr Golfklúbbnum Keili sigraði í kvennaflokki á Securitas-mótinu í dag en mótið er partur af Eimskipsmótaröðinni. Anna Sólveig spilaði lokahringinn á 77 höggum en hún var í mikilli baráttu við Signýju Arnórsdóttur sem er einnig úr Golfklúbbnum Keili, á lokasprettinum. Golf 9. júní 2013 13:39
Birgir Leifur lék lokahringinn á þremur yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson var nú rétt í þessu að klára að leika lokahringinn á Czech Challenge Open mótinu sem fer fram í Tékklandi. Birgir Leifur lék hringinn á 75 höggum eða þremur yfir pari vallarins Golf 9. júní 2013 13:17
Birgir er sjö höggum á eftir efsta manni Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék þriðja hringinn á Czech Challenge Open á 71 höggi, eða einu höggi undir pari, í dag. Golf 8. júní 2013 20:45
Andri Þór kominn í toppsætið Hinn 14 ára gamli Fannar Ingi Steingrímsson náði ekki að fylgja eftir frábærum hring á Securitas-mótinu í gær. Hann lék þó vel í dag og er í öðru sæti. Golf 8. júní 2013 18:21
Anna Sólveig leiðir í Eyjum Anna Sólveig Snorradóttir er komin með forystu á Securitas-mótinu í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum. Anna Sólveig lék á 72 höggum í dag og er með eins höggs forskot. Golf 8. júní 2013 16:41