
Valur rústaði Haukum í toppslagnum
Valur gerði sér lítið fyrir og vann 30-19 gegn Haukum í toppslag Olís deildar kvenna. Eftir jafnan leik lengst af hrundi Haukaliðið og skoraði aðeins eitt mark síðustu tuttugu mínútur leiksins.
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
Valur gerði sér lítið fyrir og vann 30-19 gegn Haukum í toppslag Olís deildar kvenna. Eftir jafnan leik lengst af hrundi Haukaliðið og skoraði aðeins eitt mark síðustu tuttugu mínútur leiksins.
Svíþjóð vann 28-22 gegn Slóveníu í fyrsta leik milliriðilsins á Evrópumótinu í handbolta.
Fram vann örugglega, 31-22, þegar ÍBV heimsótti þær í fyrsta leik 13. umferðar Olís deildar kvenna. Liðin sitja í 3. og 4. Sæti deildarinnar með 18 og 14 stig.
Danmörk vann stórsigur á Hollandi í fyrsta leik milliriðilsins. Hollendingar héldu vel í framan af en hrundu algjörlega í seinni hálfleik og töpuðu að endingu 39-27 fyrir ógnarsterkum Dönum.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er loksins lent í Köln eftir fimm og hálfs klukkutíma lestarferð, sem tafðist um klukkustund vegna veðurs.
Portúgal vann Noreg, 32-37, í fyrsta leiknum í milliriðli 2 á EM í handbolta í dag. Úrslitin voru slæm fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana í sumar.
Þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa lokið leik á Evrópumótinu í handbolta karla.
Mikill ofsi greip um sig á samfélagsmiðlum eftir ljótt tap Íslands gegn Ungverjum á EM í gærkvöldi. En handboltatuðararnir eru nú óðum að jafna sig eftir að hafa fengið útrás á samfélagsmiðlum.
Íslenska landsliðið vantar leikmann eins og Loga Geirsson, sem lætur vaða á markið utan af velli. Þetta er mat álitsgjafa Besta sætisins, hlaðvarps íþróttadeildar Sýnar.
Það var ekki hátt risið á Henry Birgi Gunnarssyni og Sindra Sverrissyni er þeir gerðu upp leikinn skelfilega gegn Ungverjum.
Þó að það sé kannski erfitt að hugsa til þess núna, eftir afhroðið sem Ísland galt í gær gegn Ungverjalandi, þá eru strákarnir okkar enn í bullandi baráttu um að ná markmiði sínu á EM í handbolta.
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu.
„Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum.
Reynsluboltinn Máté Lékai var að vonum glaður eftir að Ungverjar fóru illa með Íslendinga á EM í handbolta í München í gærkvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lékai fagnar sigri gegn Íslandi en í þetta sinn var munurinn afar mikill.
Ísland beið ósigur gegn Ungverjalandi í lokaleik riðlakeppni EM karla í handknattleik í gær. Síðari hálfleikur var einn sá slakasti sem íslenska liðið hefur leikið lengi.
Haukur Þrastarson átti ekki góðan dag eins og fleiri í íslenska landsliðinu sem steinlá með átta marka mun á móti Ungverjum á Evrópumótinu í Þýskalandi.
Söngkonan María Ólafsdóttir segir það stinga sig að horfa upp á algjör niðurbrot á samfélagsmiðlum á stundum líkt og í kvöld, þar sem karlalandslið Íslands í handbolta tapaði örugglega gegn liði Ungverjalands á EM í handbolta.
Þetta átti að vera gleðipistill fyrir nokkrum tímum síðan. Eftir þessa niðurlægingu í leiknum gegn Ungverjum er ekki hægt að vera jákvæður. Þetta var algjört þrot og liðið virðist ekki eiga neitt erindi í milliriðilinn.
Þrátt fyrir afhroð gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld er Ísland komið í milliriðil. Sem stendur er Ísland neðsta lið riðilsins og svo sannarlega með bakið upp við vegg. Fyrsta verkefnið er Þýskaland á fimmtudagskvöld.
Spánn er úr leik á EM karla í handbolta. Þá vann Frakkland þriggja marka sigur á Þýskalandi í uppgjöri toppliðanna í A-riðli.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með átta marka mun á móti Ungverjum, 25-33, í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi.
Það verður seint sagt að gleði hafi einkennt færslur Íslendinga yfir leik þjóðarinnar gegn Ungverjalandi á EM karla í handknattleik. Ungverjar léku sér að íslenska liðinu í síðari hálfleik og unnu gríðarlega sannfærandi átta marka sigur, lokatölur 33-25.
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, var allt annað en sáttur með sig og frammistöðu liðsins eftir stórt tap á móti Ungverjum á EM í kvöld.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með átta marka mun, 25-33, fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi.
„Mikil vonbrigði. Frammistaðan léleg frá A til Ö, sérstaklega í seinni hálfleik. Stendur ekki steinn yfir steini í neinu hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, eftir stórtap Íslands gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld.
„Svona rétt eftir leik er maður pínu orðlaus,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands eftir átta marka tap strákanna okkar gegn Ungverjalandi í lokaleik C-riðils á EM karla í handbolta. Tapið þýðir að Ísland fer stigalaust í milliriðil.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mátti þola átta marka tap gegn Ungverjalandi í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í handbolta. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik hrundi leikur Íslands í síðari hálfleik og Ungverjaland vann gríðarlega sannfærandi sigur.
Grindavík er greinilega ofarlega í huga íslenska stuðningsfólksins sem nú er statt á leik Íslands og Ungverjalands á EM karla í handbolta.
Króatía tryggði sér sæti í milliriðli á Evrópumóti karla í handknattleik með sex marka sigri á Rúmeníu í B-riðli, lokatölur 31-25. Króatía og Ísland munu því mætast í milliriðli en Ísland er komið þangað eftir sigur Svartfjallalands á Serbíu.
Svartfjallaland vann 30-29 gegn Serbíu. Báðar þjóðir hafa lokið keppni á Evrópumótinu. Ísland er með tryggt sæti í milliriðlinum og þarf ekki að vinna leik sinn gegn Ungverjalandi á eftir.