Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 31-31 | Jafntefli í forsmekknum fyrir úrslitakeppnina

FH og Selfoss skildu jöfn, 31-31, þegar liðin áttust við í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í dag. Leikurinn skipti litlu máli fyrir bæði lið þar sem hvorugt liðið getur farið ofar eða neðar í töflunni. Þessi lið hafna í öðru og sjöunda sæti deildarinnar og mætast þar af leiðandi í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. 

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: KA - Fram 26-28 | Örlög KA-manna ráðast í lokaumferðinni

KA misstókt að tryggja sæti sitt áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð eftir 26-28 tap gegn Fram fyrir norðan nú kvöld. Heimamenn byrjuðu mun betur en tókst ekki að fylgja góðri byrjun eftir og Framarar unnu sætan sigur. KA er því einu stigi á undan ÍR fyrir lokaumferðina en annað þessara liða mun falla. Fram áfram í 4. sæti eftir sigurinn.

Handbolti
Fréttamynd

Hrannar hættir hjá Stjörnunni

Hrannar Guðmundsson, sem gert hefur góða hluti sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta í vetur, mun hætta með liðið í sumar þrátt fyrir að samningur hans hafi átt að gilda til ársins 2024.

Handbolti