Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Íris Svava Pálmadóttir, þroskaþjálfi og talskona jákvæðrar líkamsímyndar, og kærastinn hennar Arnþór Fjalarsson hafa sett fallega íbúð við Skipasund í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 54,5 milljónir. Lífið 28.4.2025 20:03
Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Unnið er að viðgerðum á húsi sem er einungis sex ára gamalt í Vogahverfi í Reykjavík vegna lekavandamála. Fleiri dæmi eru um slík fjölbýlishús í Reykjavík en formaður Meistarafélags Húsasmíða segir græðgi um að kenna frekar en flötum þökum. Áður fyrr hafi hús verið í lagi í fjörutíu, fimmtíu ár. Innlent 25.4.2025 22:14
Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Hrossaræktarbúið Fet í Holtum í Rangárvallasýslu hefur verið auglýst til sölu með öllum þeim byggingum og bústofni sem til er á bænum. Búið er í eigu Karls Wernerssonar athafnamanns en um er að ræða eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins. Innlent 25.4.2025 20:17
Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið,“ segir 93 ára byggingameistari á Selfossi, sem hefur byggt um tvö hundruð hús í bæjarfélaginu en mygla hefur aldrei greinst í þeim húsum. Þá segir hann að timbur hafi verið miklu betra í gamla daga heldur en í dag því nú sé það svo gljúpt og lélegt. Innlent 16. apríl 2025 20:04
Falleg sérhæð í Hlíðunum Við Blönduhlíð í Reykjavík er að finna bjarta og mikið endurnýjaða 124 fermetra hæð með sérinngangi í þríbýlishúsi sem byggt var árið 1949. Ásett verð er 109,9 milljónir. Lífið 16. apríl 2025 10:02
Joey Christ og Alma selja íbúðina Listamaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, og unnusta hans Alma Gytha Huntindon-Williams jarðfræðingur, hafa sett fallega íbúð við Kjartansgötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 99,8 milljónir. Lífið 11. apríl 2025 15:01
Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lögmaður, hefur sett glæsilegan sumarbústað sinn í Landsveit á sölu. Um er að ræða rúmlega 5,9 hektara eignarlóð með heilsárs frístundahúsi og gestahúsi, staðsett á einstaklega kyrrlátum stað með stórbrotnu útsýni að eldfjallinu Heklu. Lífið 11. apríl 2025 13:06
Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Á stórri eignarlóð við Selhól í Grímsnesi stendur afar glæsilegt 115 fermetra sumarhús. Húsið var byggt árið 1985 var nýverið tekið í gegn og endurhannað með mikilli smekkvísi og natni. Ásett verð er 95 milljónir. Lífið 9. apríl 2025 13:56
Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Ný íbúðahverfi spretta upp um alla borg sem og víðar. Þeim fjölgar sem vilja komast úr stórum húsum og í íbúðir með öllum þeim kostum og göllum sem fylgir því að búa í húsi með öðru fólki. Lífið 9. apríl 2025 10:32
Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Páll Pálsson, fasteignasali og eigandi Pálsson fasteignasölu, segir að söluþóknun sé alls ekki fastsett og er alltaf umsemjanleg. Hann hvetur fólk til að bera saman verðtilboð frá mismunandi fasteignasölum og afla sér ítarlegra upplýsinga áður en samið er um þóknun. Lífið 8. apríl 2025 16:02
Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, og unnusta hans Sara Linneth Castañeda, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá 66°Norður, hafa sett íbúð sína við Hafnarbraut í Kópavogi á sölu. Lífið 8. apríl 2025 09:41
Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Við Blómvallagötu í miðbæ Reykjavíkur er að finna heillandi og vel skipulagða 68 fermetra íbúð í sex íbúða fjölbýlishúsi sem var byggt árið 1931. Ásett verð er 67,9 milljónir. Lífið 7. apríl 2025 14:08
Hollywood speglarnir slá í gegn Förðunarspeglar með perum í „Hollywood stíl“ njóta mikilla vinsælda hjá ungu fólki þessi misserin. Reyndar ná vinsældir speglanna langt út fyrir unglingaherbergin því foreldrarnir nota þá ekki síður. Lífið samstarf 7. apríl 2025 09:24
Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Í sögufrægu húsi við Miðstræti 10 í hjarta Reykjavíkur er til sölu sjarmerandi risíbúð. Útsýnið úr íbúðinni er stórbrotið, yfir Þingholtin, Tjörnina og götur miðborgarinnar. Þá er saga hússins ansi áhugaverð. Lífið 4. apríl 2025 14:08
Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og þingmaður Framsóknarflokksins, og eiginmaður hennar Kristján Freyr Kristjánsson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri 50 skills, hafa sett íbúð sína við Snæland í Fossvogi á sölu. Ásett verð er 99,4 milljónir. Lífið 3. apríl 2025 12:02
Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Arnhildur Anna Árnadóttir kraftlyftingakona og kærasti hennar, Alfreð Már Hjaltalín, fyrrverandi knattspyrnumaður og heilsunuddari, hafa sett fallega íbúð við Valshlíð í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 94, 9 milljónir. Lífið 3. apríl 2025 09:08
Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Hjónin, Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur og Hulda Jóns Tölgyes sálfræðingur, hafa sett glæsilega og mikið endurnýjaða íbúð við Drápuhlíð í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 98 milljónir. Lífið 2. apríl 2025 17:02
Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Svana Lovísa Kristjánsdóttir, vöruhönnuður og áhrifavaldur, býr ásamt manni sínum, Andrési Andréssyni og börnum þeirra tveimur á fallegu heimili í hjarta Hafnarfjarðar sem hefur verið innréttað af mikilli smekkvísi. Lífið 31. mars 2025 15:43
Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og Sara Lind Guðbergsdóttir, framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi, hafa sett parhúsið sitt í Urriðaholti á sölu. Ásett verð eru rétt rúmar tvö hundruð milljónir króna. Lífið 30. mars 2025 17:50
Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar KS 24 ehf. félag í eigu Karenar Rutar Sigurðardóttur, eiginkonu rafrettukóngsins Sverris Þórs Gunnarssonar, hefur fest kaup á 505 fermetra einbýlishúsi við Dýjagötu í Garðabæ. Félag Karenar greiddi 360 milljónir fyrir eignina, 105 milljónum undir ásettu verði. Lífið 28. mars 2025 14:06
Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Um þessar mundir er verið að reisa 436 íbúða byggð á Orkureitnum við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Þar verða kynntar til sögunnar nýjar lausnir í loftræstingu íbúða sem tryggja betra loft innandyra en áður hefur þekkst. Hver íbúð stýrir sínu eigin loftstreymi sem tryggir jákvæða orku alla daga og hefur um leið þau áhrif að verulega er dregið úr hljóðmengun í íbúðum því ekki þarf að opna glugga til að fá frískt loft. Samstarf 27. mars 2025 12:11
Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Tara Sif Birgisdóttir, fasteignasali og dansari, og eiginmaður hennar Elfar Elí Schweitz Jakobsson lögfræðingur, hafa fest kaup á glæsilegu tvíbýli við Lækjarhjalla í Kópavogi. Hjónin greiddu 137,9 milljónir fyrir húsið. Lífið 24. mars 2025 15:50
Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, eigandi skemmtistaðarins Priksins, hefur sett íbúð sína við Þorfinnsgötu í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 103,9 milljónir. Lífið 21. mars 2025 15:01
Birgitta Líf grínast: Segir risamynd af sér fylgja með í kaupunum Jón Boði Björnsson, einn hraustasti eldri borgari landsins og fyrrum matreiðslumaður og bryti, hefur sett einbýlishús sitt við Langafit í Garðabæ á sölu. Jón Boði er afi Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds og markaðsstjóra World Class. Lífið 20. mars 2025 11:34