Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Garðheimar 25. apríl 2025 11:30 „Tækin frá Stihl byggja á þremur rafhlöðukerfum þar sem þú getur valið fjöldann allan af tækjum eftir því hve notkunin hjá þér er mikil,“ segir Anton Magnússon, deildarstjóri heildsölu og Stihl hjá Garðheimum. Anton hefur verið viðloðandi Stihl vörurnar síðan árið 1997 og þekki þær því manna best. Nýlega opnaði Garðheimar ýja deild með Stihl vörum. Nýlega opnuðu Garðheimar sérstaka deild fyrir þýska gæðamerkið Stihl sem m.a. framleiðir slátturorf, keðjusagir, hleðsluverkfæri og ýmis rafmagnstæki. Stihl vörurnar hafa verið seldar hér á landi í næstum hálfa öld og njóta mikilla vinsælda meðal landsmanna. Um helgina verða tilboð á völdum Stihl vörum og öðrum vörum í Garðheimum á svo kölluðum Garðadögum. „Tækin frá Stihl byggja á þremur rafhlöðukerfum þar sem þú getur valið fjöldann allan af tækjum eftir því hve notkunin hjá þér er mikil,“ segir Anton Magnússon, deildarstjóri heildsölu og Stihl hjá Garðheimum sem hefur verið viðloðandi Stihl vörurnar síðan árið 1997. „Með opnun nýju deildarinnar bjóðum við upp á enn betri aðstöðu og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar sem hafa tekið þessum breytingum fagnandi.“ Vöruúrvalið í Stihl deildinni er afar mikið að sögn Antons sem segir nánast allar vörur frá Stihl vera til sölu þar enda hafi fyrirtækið alltaf lagt áherslu á að þjóna ólíkum markhópum. „Það má gróflega skipta þessum tækjum í þrjá flokka eftir stærð rafhlöðunnar. Fyrst má nefna litla garðeigandann sem kaupir yfirleitt tæki með minnstu rafhlöðunni, t.d. hekk-klippur, laufblásara og slátturorf þar sem rafhlaðan færist bara milli tækja.“ Í millistærðinni eru síðan fleiri tæki í boði sem henta fyrir lengri og meira krefjandi notkun. „Þar má nefna langar keðjusagir, sláttuvélar og orf svo eitthvað sé nefnt.“ Stærstu og kraftmestu rafhlöðurnar bjóða svo upp á enn kraftmeiri tæki. „Þetta eru tæki á borð við steinsagir, kjarrsagir, bakblásara, sláttuvélar og svo auðvitað öll hin tækin líka. Svo skarast þessi tæki oft á milli ólíkra hópa. Þar má t.d. nefna að fagfólk í garðvinnu notar oft minnstu rafhlöðuna undir keðjusagir, hekk-klippur og blásara svo dæmi séu tekin enda afar handhæg í notkun.“ Nýjasta Stihl varan er handklippa í stíl við þá sem flestir þekkja nema þessi inniheldur rafhlöðu. Hún hefur fengið góðar viðtökur að sögn Antons. „Hún er gríðarlega skemmtilegt verkfæri sem hjálpar þér við að klippa greinar án nokkurra erfiðleika, fljótt og örugglega. Sthil handklippan kemur í flottri tösku þar sem rafhlaðan, hleðslutækið og klippan komast snyrtilega fyrir.“ Því það að kaupa tæki frá Stihl er eiginlega lífsstíll. Ef þú átt hús og garð þá viltu eiga græjur í sambærilegum klassa. Gott úrval aukahluta Nýja Stihl deildin byggir á hugmyndinni „búð í búð“ og hefur eigið þjónustuborð. „Þessi uppfærsla hjá okkur tókst frábærlega þótt ég segi sjálfur frá og deildin er vel aðgreind frá öðrum deildum Garðheima. Núna bjóðum við líka upp á enn fleiri aukahluti, m.a. garð- og öryggisfatnað, hjálma og meira að segja bjórglös og kaffibolla. Því það að kaupa tæki frá Stihl er eiginlega lífsstíll. Ef þú átt hús og garð þá viltu eiga græjur í sambærilegum klassa.“ Þýski stimpillinn skiptir miklu máli Mörg vörumerki selja sambærilegar vörur hér á landi og þær sem Stihl býður upp á en Anton segir að Stihl hafi mikið forskot á þær. „Fyrir utan þennan þýska stimpil, sem þýðir að vörurnar eru unnar af gríðarlegri nákvæmni, þá er Stihl eini framleiðandinn sem framleiðir eigin keðjur meðan aðrir framleiðendur láta önnur fyrirtæki gera það fyrir sig. Fyrir vikið getur Stihl tæknivætt sínar keðjur eins og það vill sem skilar sér í enn betri keðjum. Stihl á verksmiðju í Sviss sem framleiðir stærstan hluta af keðjum og blöðum sem notuð eru í tækjunum því þeir vilja einungis nota besta stálið.“ Stihl var líka eitt fyrsta fyrirtækið í heimi til að framleiða eins manns keðjusög og hefur lengi verið stærsti framleiðandi keðjusaga og hekk-klippna í veröldinni. Gott þjónustustig og verkstæði skapar forskot Annað forskot sem Stihl hefur hér á landi er þjónustustigið og verkstæðið. „Þegar þú kaupir t.d. hekk-klippu hjá okkur, í stað þess að kaupa hana hjá byggingavöruverslunum hér á landi, þá færðu alla þjónustu hjá okkur sem snýr að tækinu. Við bjóðum upp á alla varahluti og erum m.a. með sérhæft verkstæði fyrir Stihl tæki sem er opið virka daga milli kl. 8 og 16. Ef varahluturinn ekki til þá getum við sótt hann með skömmum fyrirvara. Einnig má nefna að við leggjum mikla áherslu á að kenna viðskiptavinum okkar á tækið áður en það er notað í fyrsta skiptið heima því þannig verður notkunin alltaf betri.“ Ráðgjöf og afslættir á Garðadögum Á morgun laugardag og á sunnudag verða haldnir Garðadagar í Garðheimum þar sem ýmsar vörur verða á afslætti. „Núna er komið veður til að vinna í garðinum fyrir sumarið og þá ætlum við að leggja áherslu á ýmislegt sem hjálpar garðeigendum fyrir þau verk. Þar má m.a. nefna ýmis verkfæri, hnjáhlífar, skrautmuni, plöntur og margt fleira. Við munum bjóða upp á ráðgjöf um garðrækt og vorverkin í garðinum auk þess sem verslunin verður full af spennandi útiplöntum, ávaxtatrjám, berjarunnum og sígrænum plöntum. Svo eru Stihl verkfærin auðvitað á sínum stað. Ég vil því hvetja sem flesta til að mæta í fallega húsið okkar og kaupa allt sem þarf á sama stað.“ Garðyrkja Hús og heimili Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Sjá meira
„Tækin frá Stihl byggja á þremur rafhlöðukerfum þar sem þú getur valið fjöldann allan af tækjum eftir því hve notkunin hjá þér er mikil,“ segir Anton Magnússon, deildarstjóri heildsölu og Stihl hjá Garðheimum sem hefur verið viðloðandi Stihl vörurnar síðan árið 1997. „Með opnun nýju deildarinnar bjóðum við upp á enn betri aðstöðu og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar sem hafa tekið þessum breytingum fagnandi.“ Vöruúrvalið í Stihl deildinni er afar mikið að sögn Antons sem segir nánast allar vörur frá Stihl vera til sölu þar enda hafi fyrirtækið alltaf lagt áherslu á að þjóna ólíkum markhópum. „Það má gróflega skipta þessum tækjum í þrjá flokka eftir stærð rafhlöðunnar. Fyrst má nefna litla garðeigandann sem kaupir yfirleitt tæki með minnstu rafhlöðunni, t.d. hekk-klippur, laufblásara og slátturorf þar sem rafhlaðan færist bara milli tækja.“ Í millistærðinni eru síðan fleiri tæki í boði sem henta fyrir lengri og meira krefjandi notkun. „Þar má nefna langar keðjusagir, sláttuvélar og orf svo eitthvað sé nefnt.“ Stærstu og kraftmestu rafhlöðurnar bjóða svo upp á enn kraftmeiri tæki. „Þetta eru tæki á borð við steinsagir, kjarrsagir, bakblásara, sláttuvélar og svo auðvitað öll hin tækin líka. Svo skarast þessi tæki oft á milli ólíkra hópa. Þar má t.d. nefna að fagfólk í garðvinnu notar oft minnstu rafhlöðuna undir keðjusagir, hekk-klippur og blásara svo dæmi séu tekin enda afar handhæg í notkun.“ Nýjasta Stihl varan er handklippa í stíl við þá sem flestir þekkja nema þessi inniheldur rafhlöðu. Hún hefur fengið góðar viðtökur að sögn Antons. „Hún er gríðarlega skemmtilegt verkfæri sem hjálpar þér við að klippa greinar án nokkurra erfiðleika, fljótt og örugglega. Sthil handklippan kemur í flottri tösku þar sem rafhlaðan, hleðslutækið og klippan komast snyrtilega fyrir.“ Því það að kaupa tæki frá Stihl er eiginlega lífsstíll. Ef þú átt hús og garð þá viltu eiga græjur í sambærilegum klassa. Gott úrval aukahluta Nýja Stihl deildin byggir á hugmyndinni „búð í búð“ og hefur eigið þjónustuborð. „Þessi uppfærsla hjá okkur tókst frábærlega þótt ég segi sjálfur frá og deildin er vel aðgreind frá öðrum deildum Garðheima. Núna bjóðum við líka upp á enn fleiri aukahluti, m.a. garð- og öryggisfatnað, hjálma og meira að segja bjórglös og kaffibolla. Því það að kaupa tæki frá Stihl er eiginlega lífsstíll. Ef þú átt hús og garð þá viltu eiga græjur í sambærilegum klassa.“ Þýski stimpillinn skiptir miklu máli Mörg vörumerki selja sambærilegar vörur hér á landi og þær sem Stihl býður upp á en Anton segir að Stihl hafi mikið forskot á þær. „Fyrir utan þennan þýska stimpil, sem þýðir að vörurnar eru unnar af gríðarlegri nákvæmni, þá er Stihl eini framleiðandinn sem framleiðir eigin keðjur meðan aðrir framleiðendur láta önnur fyrirtæki gera það fyrir sig. Fyrir vikið getur Stihl tæknivætt sínar keðjur eins og það vill sem skilar sér í enn betri keðjum. Stihl á verksmiðju í Sviss sem framleiðir stærstan hluta af keðjum og blöðum sem notuð eru í tækjunum því þeir vilja einungis nota besta stálið.“ Stihl var líka eitt fyrsta fyrirtækið í heimi til að framleiða eins manns keðjusög og hefur lengi verið stærsti framleiðandi keðjusaga og hekk-klippna í veröldinni. Gott þjónustustig og verkstæði skapar forskot Annað forskot sem Stihl hefur hér á landi er þjónustustigið og verkstæðið. „Þegar þú kaupir t.d. hekk-klippu hjá okkur, í stað þess að kaupa hana hjá byggingavöruverslunum hér á landi, þá færðu alla þjónustu hjá okkur sem snýr að tækinu. Við bjóðum upp á alla varahluti og erum m.a. með sérhæft verkstæði fyrir Stihl tæki sem er opið virka daga milli kl. 8 og 16. Ef varahluturinn ekki til þá getum við sótt hann með skömmum fyrirvara. Einnig má nefna að við leggjum mikla áherslu á að kenna viðskiptavinum okkar á tækið áður en það er notað í fyrsta skiptið heima því þannig verður notkunin alltaf betri.“ Ráðgjöf og afslættir á Garðadögum Á morgun laugardag og á sunnudag verða haldnir Garðadagar í Garðheimum þar sem ýmsar vörur verða á afslætti. „Núna er komið veður til að vinna í garðinum fyrir sumarið og þá ætlum við að leggja áherslu á ýmislegt sem hjálpar garðeigendum fyrir þau verk. Þar má m.a. nefna ýmis verkfæri, hnjáhlífar, skrautmuni, plöntur og margt fleira. Við munum bjóða upp á ráðgjöf um garðrækt og vorverkin í garðinum auk þess sem verslunin verður full af spennandi útiplöntum, ávaxtatrjám, berjarunnum og sígrænum plöntum. Svo eru Stihl verkfærin auðvitað á sínum stað. Ég vil því hvetja sem flesta til að mæta í fallega húsið okkar og kaupa allt sem þarf á sama stað.“
Garðyrkja Hús og heimili Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Sjá meira