Hestar

Hestar

Fréttir af hestamennsku og þættir af Stöð 2 Sport.

Fréttamynd

Þýskur sigur í 100 metra skeiði

Það var Helmut Bramesfeld á Blöndal vom Störtal sem fór á besta tímanum í dag 7,36 í síðasta sprettinum í 100 metra skeiði á HM íslenska hestsins í Herning.

Sport
Fréttamynd

Siggi Sæm fararstjóri á HM í Herning

Sigurður Sæmundsson, fyrrverandi landsliðseinvaldur, verður fararstjóri í skemmtilegri ferð Úrval Útsýn á HM í hestaíþróttum í Danmörku. Ferðin er sérsniðin að hestamönnum en heimsóttur verður hestabúgarður auk þess sem Siggi Sæm segir sögur og spáir í spilin.

Lífið kynningar
Fréttamynd

„Fall er fararheill“

Þegar Íslandsmeistarinn í 150 m skeiði, Teitur Árnason, ætlaði að leggja allt undir í síðari spretti, rann hestur hans, Tumi frá Borgarhóli, í startbásnum og datt.

Sport
Fréttamynd

„Ég er í skýjunum“

Árni Björn Pálsson stóð uppi sem sigurvegari í tölti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum á mikilli getuhryssu, Skímu frá Kvistum. Hart var barist í keppninni í gærkvöldi og rak hver glæsisýningin aðra.

Sport
Fréttamynd

Spenna fram að síðustu stundu

Mikil stemning var í Ölfushöllinni þar sem keppni í tölti í Meistaradeild í hestaíþróttum fór fram. Knapar lögðu allt undir og var mikil spenna fram á síðustu stundu.

Sport
Fréttamynd

„Gengur betur en ég þorði að vona“

Ísólfur Líndal Þórisson hreppti gullið í annað sinn í Meistaradeild í hestaíþróttum, í keppni í fimmgangi sem fram fór í gærkvöldi. Það var skeiðið sem réð úrslitum, en framan af leiddi hástökkvari keppninnar, Hulda Gústafsdóttir á Birki frá Vatni.

Sport
Fréttamynd

Gullið fór norður

Ísólfur Líndal Þórisson vann keppni í gæðingafimi í Meistaradeild í hestaíþróttum í gærkvöldi á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi.

Sport