Enner Valencia skemmdi veisluhöld heimamanna Enner Valencia var hetja Ekvadora í opnunarleik heimsmeistaramótsins í Katar. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á heimamönnum. Fótbolti 20. nóvember 2022 18:04
Leikmenn Bandaríkjanna kusu fyrirliða fyrir HM Tyler Adams, leikmaður Leeds United, mun leiða lið Bandaríkjanna til leiks á HM í Katar eftir að hafa sigrað kosningu innan leikmannahópsins. Fótbolti 20. nóvember 2022 13:53
Lukaku missir af tveimur fyrstu leikjum Belga Belgar verða án síns aðalframherja í fyrstu tveimur leikjum sínum á HM í Katar. Fótbolti 20. nóvember 2022 13:01
Benzema: Er að hugsa um liðið Besti fótboltamaður heims þurfti að draga sig úr franska landsliðshópnum í gær, einum degi áður en herlegheitin á HM í fótbolta hefjast. Fótbolti 20. nóvember 2022 11:00
Búinn að jafna sig af veikindum og klár í fyrsta leik Portúgalska ofurstjarnan Cristiano Ronaldo verður klár í slaginn þegar HM í fótbolta fer af stað. Fótbolti 20. nóvember 2022 10:31
Sprengisandur: Forsætisráðherra, neðanjarðarlest, loftslagsmál og HM í Katar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni á eftir. Hlusta má á þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 20. nóvember 2022 09:30
Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mannréttindabrot, íþróttaþvottur og spilling Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. Fótbolti 20. nóvember 2022 08:00
Benzema ekki með á HM HM í fótbolta hefst á morgun í Katar með opnunarleik gestgjafanna í Katar og Ekvador. Handhafi Gullboltans 2022 mun ekki taka þátt í mótinu vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu í Katar í dag. Fótbolti 19. nóvember 2022 22:52
Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. Fótbolti 19. nóvember 2022 22:01
Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. Fótbolti 19. nóvember 2022 15:01
Nær Gana að hefna fyrir tapið grátlega í Suður-Afríku? Gana og Úrúgvæ eru saman í H-riðli á heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst á morgun. Það verður í fyrsta sinn í tólf ár sem þjóðirnar mætast en þá var Gana einni vítaspyrnu frá því að verða fyrsta Afríkuþjóðin að komast í undanúrslit HM. Fótbolti 19. nóvember 2022 14:15
Subway á Íslandi hættir við auglýsingar á RÚV yfir HM Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, hefur ákveðið að draga til baka þær auglýsingar sem félagið hafði keypt hjá RÚV fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Félagið ætlar þess í stað að gefa andvirði auglýsinganna til góðgerðasamtaka. Viðskipti innlent 19. nóvember 2022 14:13
Segir Saka tilbúinn í að taka vítaspyrnu á nýjan leik Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, segir að Bukayo Saka sé tilbúinn að stíga fram og taka vítaspyrnu á heimsmeistaramótinu í Katar. Saka klikkaði á síðustu spyrnu Englands í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á Evrópumótinu á síðasta ári. Fótbolti 19. nóvember 2022 12:31
Segist þekkja mismunun því hann var rauðhærður með freknur Gianni Infantino, forseti FIFA, hélt fjörtíu mínútna einræðu á blaðamannafundi í Katar í morgun þar sem hann sakaði Evrópubúa um hræsni í gagnrýni sinni gagnvart mótshöldurum. Þá bað hann um að fólki yrði leyft að njóta þess að fylgjast með heimsmeistaramótinu. Fótbolti 19. nóvember 2022 09:58
„Það þarf því ekki að koma á óvart ef tónninn breytist þegar mótið hefst fyrir alvöru“ Opnunarleikur HM verður leikur Katar og Ekvador. Talið er að þúsundir farandverkamanna hafi látist í aðdraganda mótsins þar sem spilling og mannréttindabrot hafa verið ofarlega á baugi. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson ræddi við Stöð 2 og Vísi um mótið. Fótbolti 19. nóvember 2022 07:01
„Væri miklu auðveldara fyrir þessa aðila sem eru úti að hundsa opnunarhátíðina og leikinn“ „Ég las frétt í morgun að knattspyrnuforystan, íslenska, væri að fara til Katar í boði FIFA til að taka þátt í ráðstefnu og myndi vera á opnunarhátíðinni og leiknum á sunnudaginn. Það væri miklu auðveldara fyrir þessa aðila sem eru úti að hundsa opnunarhátíðina og leikinn.“ Fótbolti 18. nóvember 2022 23:30
Belgía tapaði óvænt síðasta leiknum fyrir HM | Stórsigur hjá Serbíu Belgía tapaði 2-1 fyrir Egyptalandi í síðasta leik sínum fyrir HM í Katar sem hefst á sunnudaginn. Þá vann Serbía 5-1 sigur á Barein. Fótbolti 18. nóvember 2022 17:30
Eto'o ofurbjartsýnn fyrir hönd Afríku og spáir því að Kamerún verði heimsmeistari Samuel Eto'o, forseti knattspyrnusambands Kamerún, er ofurbjartsýnn á gott gengi Afríkuþjóðanna á HM í Katar. Hann hefur sérstaklega mikla trú á sínum mönnum í kamerúnska landsliðinu. Fótbolti 18. nóvember 2022 15:01
Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. Fótbolti 18. nóvember 2022 12:01
H-riðill á HM í Katar: Fýlustrumpurinn mætir á HM í fimmta sinn Luis Suárez endurnýjar kynnin við Ganverja í H-riðli heimsmeistaramótsins í Katar. Cristiano Ronaldo dreymir um að stimpla sig út af HM með stæl og Son Heung-min og félagar í Suður-Kóreu ætla sér að komast upp úr riðlinum Fótbolti 18. nóvember 2022 11:01
Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. Fótbolti 18. nóvember 2022 10:48
RÚV á ekki að sýna frá HM í Katar Sjónvarpsútsending frá HM í fótbolta er eina ástæðan fyrir áhuga Katar á því að halda keppnina. Gegnum sjónvarpið áformar þetta ríki þrælahalds, kúgunar og mannréttindabrota að skapa af sér glansmynd með hjálp vinsælustu íþróttar heims. Skoðun 18. nóvember 2022 09:01
Gaf pabba sínum ferð á HM en verður svo með á mótinu Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínu, leit framhjá Manchester United-ungstirninu Alejandro Garnacho og valdi Thiago Almada þegar pláss losnaði í HM-hópi liðsins. Fótbolti 18. nóvember 2022 09:01
Ekkert klám og engar rafrettur Gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar geta ekki tekið með sér áfengi, klámefni eða svínakjöt. Þá hafa rafrettur verið bannaðar í landinu frá árinu 2014. Fótbolti 18. nóvember 2022 08:01
Messi og félagar búa á háskólaheimavist í Katar Lið Argentínu er spáð velgengni á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu en þeir héldu af stað til Katar í dag. Á meðan flest landslið á mótinu munu hafa aðsetur á fimm stjörnu lúxushótelum völdu Argentínumenn að fara öðruvísi leið. Fótbolti 18. nóvember 2022 07:01
Herflugvélar fylgdu Pólverjum til Katar Nú styttist óðum í að heimsmeistaramótið í Katar hefjist og liðin eru hvert á fætur öðru farin að tínast til landsins í miðaustri. Pólverjar yfirgáfu heimaland sitt með stæl í dag. Fótbolti 17. nóvember 2022 22:30
Enginn sem býður sig fram gegn Infantino Gianni Infantino verður einn í kjöri þegar kosið verður um forseta alþjóðaknattspyrnusambandsins í mars á næsta ári. Enginn býður sig fram gegn forsetanum núverandi sem verið hefur verið stjórnvölinn síðan 2016. Fótbolti 17. nóvember 2022 21:46
Stórsigur hjá Portúgal í generalprufunni fyrir HM Portúgal vann stórsigur á Nígeríu í síðasta leik sínum áður en heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudag. Cristiano Ronaldo lék ekki með Portúgal í kvöld vegna veikinda. Fótbolti 17. nóvember 2022 20:59
Mané missir af HM vegna meiðsla Sadio Mané, leikmaður Bayern Munchen, verður ekkert með Senegal á heimsmeistaramótinu í Katar vegna meiðsla. Mané var valinn í lokahóp Senegal en nú er ljóst að meiðslin eru það alvarleg að hann mun ekki geta spilað. Fótbolti 17. nóvember 2022 19:39
Norska Elkjøp bakkar út og gefur Amnesty auglýsingaplássin í tengslum við HM Fáeinum dögum fyrir HM í knattspyrnu í Katar hefur norski raftækjasölu risinn Elkjøp ákveðið að hætta sem kostunaraðili HM-útsendinga sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Fyrirtækið mun þess í stað gefa mannréttindasamtökunum Amnesty auglýsingaplássin. Viðskipti erlent 17. nóvember 2022 16:25