Lars snýr aftur til Íslands Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Fótbolti 11. febrúar 2021 16:47
„Þarf ekki mikið til svo að umræðan snúist“ Kolbeinn Sigþórsson er staðráðinn í að bæta við fleiri mörkum fyrir íslenska landsliðið og ætlar ekki að láta skoðanir fólks, þar á meðal stjórnarmanns KSÍ, trufla sig í að bæta markamet liðsins. Fótbolti 28. janúar 2021 13:30
Segir sína hugmyndafræði ekki ganga út á að spila 4-4-2 Arnar Þór Viðarsson, nýráðinn A-landsliðsþjálfari, segir að hann hafi mikinn áhuga á að fá Lars Lagerbäck inn í þjálfarateymið. Hann segir þó að það verði mikilvægt að þeir tengi saman hvað varðar fótboltahugmyndafræði. Þetta sagði hann í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Fótbolti 28. janúar 2021 07:00
Ragnar segir Hamrén sinn besta þjálfara á ferlinum Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson segir að Erik Hamrén sé besti þjálfari sem hann hafi haft á sínum ferli. Ragnar er að hefja sitt fjórtánda ár sem atvinnumaður í fótbolta. Fótbolti 27. janúar 2021 13:31
Aron Einar sagði söguna af húðflúrinu svakalega í viðtali við heimasíðu FIFA Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var tekinn í stórt viðtal á heimasíðu FIFA á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars fortíð og framtíð landsliðsins sem nú er á ákveðnum tímamótum. Fótbolti 19. janúar 2021 11:00
Þjálfari Dana segir fimmtíu leikmenn eiga möguleika á EM sæti Breiddin í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta hefur oft verið til umræðu. Oft hefur verið sagt að hún sé ekki nægilega mikil en sömu sögu má ekki segja af grönnum okkar í Danmörku. Fótbolti 11. janúar 2021 22:30
Guðni staðfestir að hafa rætt við Håreide og að nafn Solbakken hafi komið til umræðu Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að hann hafi rætt við Norðmanninn Åge Hareide og að nafn Ståle Solbakken hafi komið upp, í þjálfaraleitinni hjá íslenska karlalandsliðinu. Íslenski boltinn 8. janúar 2021 07:01
Fyrsti landsleikurinn undir stjórn Arnars Þórs kominn með leikstað Arnar Þór Viðarsson mun stjórna íslenska liðinu í fyrsta sinn í sannkölluðum tímamótalandsleik. Fótbolti 6. janúar 2021 15:50
„Íslenska landsliðið er ekki þjálfarabúðir“ Henry Birgir Gunnarsson er ekki viss um að Arnar Þór Viðarsson búi yfir nógu mikilli reynslu til að vera þjálfari íslenska karlalandsliðsins og segir að hann sé að taka of stórt stökk á þjálfaraferlinum. Íslenski boltinn 29. desember 2020 09:01
„Viðræðurnar við Rúnar og Heimi virðast hafa verið leikþáttur“ Henry Birgi Gunnarssyni finnst skrítið að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafi rætt við aðra þjálfara þegar hann virtist hafa ákveðið snemma að Arnar Þór Viðarsson myndi taka við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Íslenski boltinn 28. desember 2020 14:42
Segir son sinn afar vinnusaman og hann minni um margt á Jón Rúnar Faðir nýs þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta hefur trú á syni sínum og segir hann búa yfir mikilli vinnusemi. Íslenski boltinn 23. desember 2020 09:01
„Hefði ekki viljað neinn annan í þetta verkefni með mér“ Arnar Þór Viðarsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa getað fengið betri mann með sér í starfið en Eið Smára Guðjohnsen. Íslenski boltinn 22. desember 2020 15:04
Eiður Smári vill ekki heyra á „Gamla bandið“ minnst Nýju landsliðsþjálfararnir ætla ekki að hreinsa til í íslenska landsliðinu heldur velja bestu leikmennina í landsliðið. Fótbolti 22. desember 2020 14:43
Svona var fundurinn er Arnar og Eiður voru kynntir Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Íslenski boltinn 22. desember 2020 14:41
Guðni ræddi bæði við þjálfara Vals og KR sem og þrjá erlenda þjálfara Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði aðeins frá leitinni að nýjum landsliðsþjálfara á blaðamannafundi í dag. Fótbolti 22. desember 2020 14:30
Arnar Þór: Spenntir fyrir að fá Lars með sér og funda með honum eftir áramót Það er stefnan hjá nýjum landsliðsþjálfara að fá Lars Lagerbäck með sér inn í teymi landsliðsins á næsta ári. Fótbolti 22. desember 2020 14:19
Nýju landsliðsþjálfararnir spiluðu 38 A-landsleiki saman á sínum tíma Arnar Þór Viðarsson þekkjast ekki aðeins vel sem samstarfsmenn þeir voru líka liðsfélagar í landsliðinu í tæpan áratug. Fótbolti 22. desember 2020 12:31
Hver er Arnar Þór Viðarsson? Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til næstu tveggja ára. En hver er Arnar Þór Viðarsson? Íslenski boltinn 22. desember 2020 12:06
Segja að Eiður hætti með FH Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 433.is mun Eiður Smári Guðjohnsen láta af störfum sem þjálfari FH í Pepsi Max deild karla eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. Íslenski boltinn 22. desember 2020 11:15
Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. Fótbolti 22. desember 2020 10:37
„Er löngu búið að ákveða að ráða Arnar Þór?“ Strákunum í Sportinu í dag finnst líklegt að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sé búinn að ákveða hver eigi að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Íslenski boltinn 18. desember 2020 13:00
Kjartan Atli segir að Lars sé algjört „alpha male“ Kjartan Atli Kjartansson sagði sögu af samskiptum sínum og Lars Lagerbäck í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag á Vísi en Kjartan rifjaði það upp þegar hann fékk það verkefni að taka ítarlegt viðtal við Lars fyrir Fréttablaðið. Fótbolti 16. desember 2020 14:31
„Ef Lars vill vera eitthvað með þá eigum við að nýta það“ Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G. ræddu mögulega aðkomu Lars Lagerbäck að íslenska fótboltalandsliðinu á nýjan leik í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. Fótbolti 16. desember 2020 10:00
Heimir og Rúnar hafa ekkert heyrt í KSÍ Heimir Guðjónsson og Rúnar Kristinsson hafa ekkert heyrt í Knattspyrnusambandi Íslands varðandi stöðu þjálfara A-landsliðs karla í knattspyrnu. Fótbolti 11. desember 2020 14:30
Paolo Rossi kvaddi okkur í gær Árið 2020 heldur áfram að taka. Ítalska knattspyrnugoðsögnin Paolo Rossi lést í gær 64 ára að aldri. Fótbolti 10. desember 2020 07:30
Segir að KSÍ vilji fá Lars aftur en Eið Smára og Arnar Þór til að taka við landsliðinu Í Sportinu í dag sagðist Ríkharð Óskar Guðnason hafa heimildir fyrir að KSÍ vilji fá Lars Lagerbäck aftur til starfa, þótt hann verði ekki þjálfari karlalandsliðsins. Þá sagðist Rikki hafa heyrt að Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson séu efstir á óskalistanum yfir næstu landsliðsþjálfara. Fótbolti 9. desember 2020 13:55
Búið að staðfesta leikjaniðurröðun Íslands í undankeppni HM 2022: Byrjum á Þýskalandi úti Knattspyrnusamband Íslands staðfesti rétt í þessu leikjaniðuröðun fyrir undankeppni HM 2022. Ísland byrjar á sannkölluðum stórleik þann 25. mars þegar íslenska landsliðið heimsækir Þýskaland. Fótbolti 8. desember 2020 19:11
Katar verður „með“ í undankeppni HM 2022 Katar mun taka þátt í undankeppni HM í knattspyrnu sem fram fer í Katar árið 2022. Þó landið sé staðsett í Asíu mun það taka þátt í undankeppni mótsins í Evrópu. Fótbolti 8. desember 2020 18:31
„Ísland spilar ferskan og hraðan fótbolta“ Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að sínir menn séu sigurstranglegastir í J-riðli undankeppni HM 2022. Hann segir þó að ekki megi vanmeta lið Íslands. Fótbolti 8. desember 2020 13:01
Sagði Lars „sænska risaeðlu“ og ákvörðun norska sambandsins skiljanlega Norskur blaðamaður var ekki par hrifinn af Lars Lagerbäck sem þjálfara norska landsliðsins. Fótbolti 8. desember 2020 09:01