Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Stórleikarinn Sidney Poitier er dáinn

Stórleikarinn heimsfrægi Sidney Poitier er dáinn. Hann var 94 ára gamall og lést á Bahamaeyjum, þar sem hann bjó. Poitier var einnig aðgerðasinni og er talinn hafa rutt veginn fyrir fjölmarga aðra þeldökka leikara.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Nicholas Cage og Riko Shibata eiga von á barni

Nicholas Cage hefur ekki setið auðum höndum í heimsfaraldrinum en nú eiga hann og eiginkona hans Riko Shibata von á sínum fyrsta barni saman. Fyrir á hann synina Kal-El sem er 16 ára og Weston, sem er á fertugsaldrinum, úr fyrri samböndum.

Lífið
Fréttamynd

Kim og Pete njóta lífsins á Bahamas

Kim Kardashiann og Pete Davidson voru mynduð saman á Bahamas eyjum í gær. Parið var mætt þangað í frí og vöktu auðvitað mikla athygli alls staðar sem þau fóru.

Lífið
Fréttamynd

Ye vinnur að Dondu 2

Tónlistarmaðurinn Ye er að vinna að nýrri plötu, Donda 2. Þetta verður fyrsta framhaldsplata Ye sem einnig er þekktur sem Kanye West.

Tónlist
Fréttamynd

Máli N­e­vermind-barnsins vísað frá dómi

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað máli hins þrítuga Spencer Elden, sem var á umslagi Nevermind, plötu Nirvana frá árinu 1991, frá dómi. Elden hafði krafið meðlimi sveitarinnar um háar fjárhæðir þar sem hann sagði umslagið jafngilda barnaklámi.

Erlent
Fréttamynd

Köngu­lóar­maðurinn slær met

Nýja kvikmyndin um köngulóarmanninn, Spider-Man: No Way Home, kom sér í þriðja sæti yfir mest sóttu forsýningu á kvikmynd allra tíma. Kórónuveirufaraldurinn virðist ekki ætla að stöðva aðdáendur köngulóarmannsins í að berja hetjuna augum í kvikmyndahúsum.

Lífið
Fréttamynd

Lögregla fær heimild til að leggja hald á síma Baldwin

Lögregluyfirvöld sem hafa dauða Halynu Hutchins til rannsóknar hafa fengið heimild til að leggja hald á síma Alec Baldwin. Segja þau mögulegt að sönnunargögn er varða atvikið á tökustað kvikmyndarinnar Rust sé að finna á símanum.

Erlent
Fréttamynd

Mr. Big sakaður um nauðgun af tveimur konum

Leikarinn Chris Noth, sem er þekktastur fyrir að leika Mr. Big í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni, hefur verið sakaður um nauðgun af tveimur konum. Noth tekur fyrir þetta og segir konurnar hafa samþykkt að stunda með sér kynlíf. 

Erlent
Fréttamynd

Sjöunda barn Nick Cannon lést á sunnudag

Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon greindi frá því í þætti sínum að Zen, sonur hans og fyrirsætunnar Alyssu Scott, lést á sunnudag. Drengurinn greindist tveggja mánaða með heilaæxli og ástandið versnaði svo mikið yfir Þakkargjörðarhátíðina.

Lífið
Fréttamynd

Há­dramatísk rósa­af­hending Bachelor fór fram í Hörpu

Harpa, tónlistar- og menningarhús Reykjavíkur, er í stóru hlutverki í væntanlegri þáttaröð af raunveruleikaþættinum The Bachelor, ef marka má stiklu sem frumsýnd var í dag. Þá lítur einnig út fyrir að piparsveinninn hafi farið með keppendur á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon.

Lífið