Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Jennifer Lopez sækir um skilnað

Mikið hefur verið rætt og ritað um stormasamt samband Hollywood-stjarnanna Jennifer Lopez og Ben Affleck undanfarið. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um margra vikna skeið um að sambandi þeirra sé svo gott sem lokið. Nú virðist sem að sá orðrómur hafi verið staðfestur.

Lífið
Fréttamynd

Spjótin hætta ekki að beinast að Blake Lively

Spjótin beinast enn og aftur að Hollywood leikkonunni Blake Lively á samfélagsmiðlum. Í þetta skiptið fyrir ummæli sem hún lét falla um trans fólk árið 2012. Leikkonan hefur undanfarna daga og vikur verið undir smásjá netverja vegna einkennilegrar markaðssetningar hennar á bíómyndinni It Ends With Us sem nú er í kvikmyndahúsum.

Lífið
Fréttamynd

Frægir kynnar á ráð­stefnu Demó­krata

Kerry Washington, Tony Goldwyn, Mindy Kaling og Ana Navarro verða kynnar á ráðstefnu Demókrataflokksins sem hefst í Chicago í Illinois á morgun. Ráðstefnan stendur alla vikuna og mun hvert þeirra vera kynnir eina kvöldstund.

Lífið
Fréttamynd

Brad Pitt stoppaði í ham­borgara í Dalakofanum

Leikarinn Brad Pitt er á landinu og fékk sér hamborgara í Dalakofanum í Laugum í Reykjadal í gær. Ingibjörg Arna Friðgeirsdóttir starfar í Dalakofanum og er ein þeirra sem afgreiddi leikarann í gær. Hún segir hann hafa verið afar kurteisan og að honum hafi þótt hamborgarinn góður.

Lífið
Fréttamynd

Ekki búið spil

Bandaríska leikkonan Dakota Johnson og breski tónlistarmaðurinn Chris Martin eru enn saman, þvert á það sem slúðurmiðlar greindu frá í gær. Umboðsmenn Dakota þvertaka fyrir sögusagnir um að þau væru á leið hvort í sína áttina. 

Lífið
Fréttamynd

Búið spil

Bandaríska leikkonan Dakota Johnson og breski tónlistarmaðurinn Chris Martin eru hætt saman. Þau voru trúlofuð og búin að vera saman í rúm sjö ár en hafa ákveðið að halda í sitthvora áttina.

Lífið
Fréttamynd

Fimm á­kærðir í tengslum við and­lát Perry

Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 

Lífið
Fréttamynd

Ástin blómstrar í fjar­lægð frá sviðs­ljósinu

Raunveruleikastjarnan, förðunarmógúllinn og áhrifavaldurinn Kylie Jenner man ekki eftir sjálfri sér án frægðarinnar. Hún prýðir forsíðu breska Vogue þar sem hún deilir því meðal annars hve mikilvægt það er fyrir henni að halda ástarsambandi sínu og hjartaknúsarans Timothée Chalamet frá sviðsljósinu. 

Lífið
Fréttamynd

Ofurskvísur heimsins í ís­lenskri skóhönnun

Áhrifavaldar Danmerkur flykktust að þegar hönnuðurinn Katrín Alda frumsýndi nýja KALDA skólínu í Kaupmannahöfn á tískuvikunni og andrúmsloftið einkenndist af hátískustemningu. Blaðamaður var á svæðinu og ræddi við Katrínu Öldu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Blake Lively um­deild forsíðustúlka septemberblaðsins

Súperstjarnan og leikkonan Blake Lively prýðir forsíðu septemberblaðs Vogue sem er jafnframt alltaf stærsta útgáfa ársins hjá tímaritinu. Forsíðan minnir á gamaldags Hollywood glamúr og hafa netverjar tjáð skiptar skoðanir á þessu vali. Lively hefur sömuleiðis verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu á nýrri kvikmynd sem hún fer með aðalhlutverk í. 

Lífið
Fréttamynd

Sást með huldumanni

Mjaðmir kólumbísku söngkonunnar Shakiru ljúga engu og heldur ekki bros hennar en söngkonan knáa sást á stefnumóti með huldumanni í Miami borg í Bandaríkjunum í síðustu viku. Erlendir slúðurmiðlar hafa keppst við að fjalla um stefnumótið en myndir náðust af söngkonunni úti að borða með kappanum, sem ekki sést framan í.

Lífið
Fréttamynd

Ó­vin­sæll í vina­hópnum

Ben Affleck varð aldrei vinsæll meðal nánustu vina og samstarfsmanna Jennifer Lopez, sem sættu sig einungis við að besta vinkona þeirra væri gift leikaranum. Meðal þeirra sem tóku leikarann aldrei í sátt var umboðsmaðurinn Benny Medina en hann hefur haft Lopez á sínum snærum um árabil.

Lífið
Fréttamynd

Upp­lifir sig niður­lægða

Jennifer Lopez er sársvekkt og upplifir sig niðurlægða af Ben Affleck sem er sagður vilja bíða með að skilja opinberlega við hana, til þess að hlífa henni. Þetta er fullyrt í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix.

Lífið
Fréttamynd

Stór­stjörnur í kvik­mynd um fundinn í Höfða

Leikarar á borð við Jeff Daniels, Jared Harris og J.K. Simmons eru væntanlegir hingað til lands í byrjun október til að leika í kvikmynd um fund Ronald Reagans fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbatsjov fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna í Höfða í Reykjavík.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Ís­land er í al­gjöru upp­á­haldi hjá okkur“

„Ég er svo spennt að koma fram á Íslandi,“ segir stórstjarnan og goðsögnin Kathy Sledge, aðalsöngkona sögulegu diskósveitarinnar Sister Sledge sem stígur á stokk í Eldborg, Hörpu föstudaginn 9. ágúst næstkomandi. Blaðamaður ræddi við Kathy um tónlistina, eftirminnilegasta giggið í Zaire, lífið og tilveruna.

Tónlist
Fréttamynd

Bara með bótox og biður um að vera látin í friði

Bandaríska leik- og söngkonan Selena Gomez hefur kveðið niður orðróm þess efnis að hún hafi undirgengist hnífinn og farið í viðamiklar fegrunaraðgerðir. Selena tjáði sig við myndband á Tik Tok þar sem umfjöllunarefnið var útlit hennar undanfarin ár.

Lífið
Fréttamynd

Kynnti unnustann í fyrsta sinn í París

Bandaríska söngkonan Lady Gaga er trúlofuð. Þetta opinberaði hún fyrir forsætisráðherra Frakklands þar sem hún er stödd í París ásamt nýbökuðum unnusta sínum frumkvöðlinum Michael Polansky. Söngkonan tók lagið á setningarathöfn Ólympíuleikanna svo athygli vakti. 

Lífið
Fréttamynd

Robert Downey Jr snýr aftur í Marvel-heima

Stórleikarinn Robert Downey Jr mun fara með hlutverk í tveimur væntanlegum bíómyndum Marvel. Um er að ræða tvíleikinn Avengers: Doomsday og Avengers: Secret Wars, og mun Downey fara með hlutverk skúrksins Victor Von Doom, eða Doctor Doom, í þeim báðum. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Þetta var aug­ljós­lega slys“

Tveir kviðdómendur í sakamáli bandaríska leikarans Alec Baldwin hafa nú stigið fram og rætt um málið. Þeir eru á því að það hafi verið augljóst frá upphafi að um slys hafi verið að ræða.

Lífið
Fréttamynd

Við það að landa Theron og Balta

Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron er sögð vera við það að skrifa undir samning um að leika í nýrri kvikmynd sem Baltasar Kormákur er sagður ætla að leikstýra.

Lífið
Fréttamynd

Ekki saman á brúðkaupsafmælinu

Hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck vörðu tveggja ára brúðkaupsafmælinu sínu í sitt hvoru lagi. Þetta ýtir undir þann orðróm að sambandi þeirra sé lokið en hjónin hafa ekki sést saman í um mánuð.

Lífið
Fréttamynd

Taylor Swift talin valda verð­bólgu í Bret­landi

Verðbólga í Bretlandi mældist 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og var örlítið meiri en búist var við. Gífurlegar verðhækkanir á hótelgistingu voru helsta orsökin, en mikil tengsl virðast hafa verið milli þeirra og tónleikaferðalags Taylor Swift um landið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gísli Pálmi í fót­bolta með Barry Keoghan

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson birti mynd af sér og írska stórleikaranum Barry Keoghan á Instagram í gær þar sem þeir voru í fótbolta saman. Félagarnir, sem eru báðir búsettir í Lundúnum, hittast á vikulegum fótboltaæfingum.

Lífið