Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Kristrún vill að launahækkanir æðstu embættismanna fylgi markaðnum

Formaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að laun æðstu embættismanna hækki ekki meira en laun á almennum markaði, enda væri það markmið laga um laun þeirra að þeir leiddu ekki launahækkanir í landinu. Hún og aðrir viðmælendur í Pallborðinu í dag voru sammála um að þörf væri á víðtæku samstarfi um vinnumarkaðinn en á mjög ólíkum forsendum.

Innlent
Fréttamynd

Evrópumet í vaxtahækkunum

Áhugaverðasta hliðin á starfi stjórnmálamannsins er að hitta fólk og hlusta á það sem það hefur að segja. Fyrir um ári síðan heyrði ég sögu margra sem lýstu stöðu sinni á húsnæðismarkaði. Áhyggjur þessa fólks hafa bara vaxið síðan þá.

Skoðun
Fréttamynd

Fjögur hundruð umsóknir um litla stúdíóíbúð

Svo virðist sem alger örvænting ríki meðal leigjenda. Halldóra Jónasdóttir auglýsti litla stúdíóíbúð á dögunum og áður en hún vissi af voru komnar 200 umsóknir – samdægurs. Þær fóru í að verða 400 þegar upp var staðið.

Innlent
Fréttamynd

Bar­áttan við verð­bólguna

Ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun kom ef til vill ekki mjög á óvart miðað við undangengnar ákvarðanir hans. Eina ráð hans virðist vera að ráðast á kaupmátt launafólks til að reyna að hafa áhrif á kauphegðun þeirra sem hafa meira á milli handanna enda hafa hinir tekjulægri ekki borið uppi mikinn vöxt neyslunnar. 

Skoðun
Fréttamynd

Í­hugar að flytja úr landi vegna hækkananna

Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana.

Innlent
Fréttamynd

Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð

Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast.

Innlent
Fréttamynd

Rússíbaninn á húsnæðismarkaði

Í mars síðastliðnum varaði ég við samdrætti í íbúðabyggingu, sjá m.a. hér. Nú eru fleiri að benda á sama vandamál bæði á Íslandi sem og annars staðar í Evrópu. Sjá t.d. hér, hér og hér. Víða er vandamálið að ekki má byggja vegna reglna um nýtingu lands ("zoning laws") sem hindra að t.d. illa nýttum skrifstofubyggingum eða bílastæðum sé breytt í íbúðarhúsnæði að hluta eða heild.

Skoðun
Fréttamynd

Rýnt í leigu­verð

Umræða um leiguverð á íbúðarmarkaði hefur verið nokkuð hávær að undanförnu. Í þeirri umræðu hefur verið fullyrt að verðhækkanir á þessum markaði hafi verið úr öllu hófi og ekki í samræmi við almenna verðlagsþróun í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Telur leigu­verð of lágt og boðar hækkun

Stjórnarformaður Ölmu leigufélags segir umræðu um félagið hafa verið mjög harða og ekki í samræmi við staðreyndir um leigumarkaðinn. Húsnæði sé einfaldlega dýrt, sama hvort fólk eigi húsnæðið sjálft eða leigi það. Hann segir leiguverð of lágt og boðar hækkun. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Helsjúkur leigumarkaður í Reykjavík

Við í Flokki fólksins viljum ræða leigumarkaðinn í Reykjavík á næsta borgarstjórnarfundi sem er 16. maí næstkomandi. Leiga er að sliga fjölmarga leigjendur sem eiga ekki krónu afgangs þegar búið er að greiða leigu og aðrar nauðsynjar. Grunnvandinn er húsnæðisskortur sem er mikill í Reykjavík. Það sárvantar húsnæði af öllu stærðum og gerðum.

Skoðun
Fréttamynd

Eigna­sölu­ferli Heimsta­den gæti tekið fimm ár

Leigufélagið Heimstaden er ekki á leiðinni af íslenskum fasteignamarkaði strax heldur er félagið einungis að skoða hvernig það eigi að minnka við sig. Að sögn tilvonandi framkvæmdastjóra félagsins á Íslandi er það eina sem hægt er að staðfesta að félagið muni ekki stækka við sig hér á landi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hart­nær átta­tíu prósent leigj­enda ná ekki endum saman

Sjötíu prósent íslenskumælandi leigjenda og áttatíu prósent enskumælandi eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum við spurningum glænýrrar könnunar sem Samtök leigjenda standa að. Niðurstöðurnar sýna kolsvarta stöðu leigjenda á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Hvað verður loft­lags­sektin há vegna 35.000 í­búða?

800 milljónum af fjárlögum íslenska ríkisins ársins 2023 er ráðstafað til sektar vegna þess að við Íslendingar höfum sofið á verðinum og ekki staðið við skuldbindingar okkar vegna Kyoto loftlagsbókunarinnar. Parísarsamningurinn sem við höfum líkt og aðrar ábyrgðafullar þjóðir undirgengist, er mun viðameiri og skilyrði hans koma til kasta fjárlaga innan skamms eða 2030.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta“

For­maður Sam­taka leigj­enda segir ekki rétt að Alma leigu­fé­lag sé ekki verð­leiðandi á leigu­markaði hér á landi. Alma slái tóninn með hækkunum og al­mennir leigu­salar elti. Hann hvetur leig­jendur hjá Ölmu til að hafna hækkunum fé­lagsins.

Innlent
Fréttamynd

Máls­vörn leigu­sala

Málefni Ölmu íbúðafélags hf. hafa nokkuð verið til umræðu síðustu mánuði og þá sérstaklega vangaveltur um verðlagningu á leigusamningum félagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki í boði að gefast upp

Þann 12. júlí 2022 blés ríkisstjórn Íslands til blaðamannafundar og undirritaði rammasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um að stefnt verði að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjú ný íbúðahverfi í byggingu á Selfossi

Íbúum í Árborg hefur fjölgað um tæplega þrjátíu prósent á síðustu sjö árum og ekkert útlit er fyrir að það muni hægja á þessari fjölgun á næstu árum. Í dag eru þrjú íbúðahverfi í byggingu á Selfossi og eitt til viðbótar í samþykktarferli í sveitarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Rekin úr í­búðinni vegna smá­hunds fóstur­dóttur sinnar

Monika Macowska leigjandi er afar ósátt við hvernig staðið var að riftun leigusamnings hennar og á hvaða forsendum. Smáhundur sem hún fékk fyrir fósturdóttur sína sem er að eiga við áfallastreituröskun eftir alvarlegt áfall er uppgefin ástæða uppsagnarinnar.

Innlent