Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Eirkatlar og steypa

Á 17. öld var mikil þörf fyrir eirkatla og það þótti sérstaklega gott að elda mat í þessum kötlum. Þeir voru hins vegar dýrir og efnameiri einstaklingar byrjuðu að leigja katlana sína út til þeirra sem höfðu minna á milli handanna. Þarna gátu þeir sem þegar áttu mikið grætt á þeim sem áttu lítið. Margir sönkuðu að sér kötlum til að leigja út. Síðar komu hollenskir steypujárnspottar (braspottar) til sögunnar sem voru mun ódýrari og „vandamálið“ var úr sögunni. (Helgi Þorláksson, 2004, bls. 59—60). Þegar ég las um eirkatlana í bókinni um sögu 17. aldar sá ég samsvörun í leigumarkaði nútímans, daufa endurspeglun á milli aldanna. Fátt er nýtt undir sólinni.

Skoðun
Fréttamynd

Skilur mikla ör­væntingu og reiði Grind­víkinga

Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa.

Innlent
Fréttamynd

Góðar að­gerðir skila árangri, en meira þarf til

Í gær mælti Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir frumvarpi sem veitir lífeyrissjóðum heimild til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­lifir stjórn­leysi í mál­efnum Grind­víkinga

Um tvö hundruð manns með lögheimili í Grindavík búa nú í Vogum án lögbundinna réttinda og þjónustu. Bæjarstjóri Voga segir innviði bæjarins að þolmörkum komna og stutt í að neyðst verði til að grípa til aðgerða sem enginn vilji grípa til. 

Innlent
Fréttamynd

Hvers konar hús­næðis­lán hentar mér?

Þegar sótt er um nýtt húsnæðislán, hvort sem um er að ræða fasteignakaup eða endurfjármögnun, þarf að ákveða hvers konar lán á að taka, óverðtryggt, verðtryggt eða blandað. Enn fremur þarf að velja fasta eða breytilega vexti, jafnar greiðslur eða jafnar afborganir og að lokum lengd lánstímans.

Skoðun
Fréttamynd

„Takk Þór­katla fyrir ekki neitt“

Soffía Snædís Sveinsdóttir er fyrrverandi íbúi í Grindavík er ósátt hvernig gengur að gera upp við eigendur húsnæðis í Grindavík - hún vandar Þórkötlu ekki kveðjurnar.

Innlent
Fréttamynd

Þór­katla heldur Grind­víkingum í heljar­greipum

Í dag eru fjórar vikur liðnar frá því að opnað var fyrir umsóknir um uppkaup eigna Grindvíkinga. Frumvarpið er auðvitað ekki gallalaust og margir sitja eftir með sárt ennið og tapa öllu sínu. Enginn græðir á þessari sölu og fæstir fá til baka þær fjárfestingar sem settar hafa verið í heimilin.

Skoðun
Fréttamynd

Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili

Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. 

Innlent
Fréttamynd

Gripa­geymsla ríkis og Reykja­víkur

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í fyrradag breytingu á deiliskipulagi fyrir Laufásveg 19, 21 og 23, sem við þekkjum betur sem gamla bandaríska sendiráðið. Þar er verið að skipuleggja húsnæði sem hæfir ekki fólki og allra síst fólki í viðkvæmri stöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Mark­vissar að­gerðir munu skila árangri á hús­næðis­markaði

Of hátt vaxtastig og hert lánþegaskilyrði hafa haft letjandi áhrif á framkvæmdaaðila með þeim afleiðingum að við erum ekki að byggja nauðsynlegt magn íbúða til að anna eftirspurn. Á sama tíma sjáum við marga sem hafa góða greiðslugetu og mikinn vilja til að komast út á markaðinn og eignast húsnæði falla á greiðslumati.

Skoðun
Fréttamynd

Byggt og byggt á Akra­nesi

Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikil uppbygging á Akranesi eins og nú en þar er verið að byggja og framkvæma fyrir fleiri, fleiri milljarða á árinu. Þá fjölgar íbúum stöðugt á staðnum og eru í dag orðnir átta þúsund og þrjú hundruð.

Innlent
Fréttamynd

At­hugunar­efni vegna upp­töku leiguígildis

Samhliða birtingu vísitölu neysluverðs fyrir janúar, greindi Hagstofan frá því, að um skeið hafi staðið yfir endurskoðun á mati á reiknaðri húsaleigu í VNV. Í yfirlýsingu stofnunarinnar segir að betri gögn um húsaleigu skapi forendur til fara úr núverandi aðferð í aðferð leiguígildis á vormánuðum.

Skoðun
Fréttamynd

Öld hús­næðis

Að eiga þak yfir höfuðið á Íslandi er bara ansi erfitt. Að leigja þak yfir höfuðið á Íslandi er hins vegar nær því að vera dystópísk martröð, að minnsta kosti í samanburði við samanburðarlönd.

Skoðun
Fréttamynd

Kópavogsbær ætlar ekki að standa við skuld­bindingar sínar í hús­næðis­málum

Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi samþykktu í gær að úthluta lóðum undir 184 íbúðir í Vatnsendahvarfi, allar lóðirnar verða boðnar út og afhentar hæstbjóðanda. Þetta er fyrsta stóra lóðaúthlutunin í Kópavogi síðan árið 2015. Engar lóðir eru skilyrtar fyrir húsnæði á viðráðanlegu verði þrátt fyrir skuldbindingar bæjarins þess efnis.

Skoðun
Fréttamynd

Grind­víkingar þrýsta á húsnæðismarkað

Ný vísitala íbúðaverðs bendir til skarprar verðhækkunar á íbúðum í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Talið er að íbúðakaup Grindvíkinga séu helstu áhrifavaldurinn, og að áhrifin gætu orðið meiri á næstu mánuðum. 

Innlent
Fréttamynd

Leigj­endur afar ó­sáttir við ný­gerða kjara­samninga

Stjórn Leigjendasamtakanna segja framlag stjórnvalda óboðlegt og forsendur fyrir kjarasamningi, sem forysta launafólks kvittar undir þar sem leigjendur skuli axla frekari byrðar til að styðja við lægri greiðslubyrði til handa þeim sem eru með húsnæðislán, vera að sama skapi fullkomlega óboðlegt.

Innlent