Carlsberg í hart við Pútín og Rússland Danski bruggrisinn Carlsberg hefur stigið fyrstu skrefin í átt að því að sækja bætur frá Rússlandi eftir að Pútín Rússlandsforseti skrifaði undir tilskipun sem kom dótturfyrirtæki Carlsberg undir Rússa. Viðskipti erlent 31. október 2023 23:00
Úkraínsk Rússahækja skotin á Krímskaga Oleg Tsarev, fyrrverandi þingmaður í Úkraínu, er á sjúkrahúsi og sagður í alvarlegu ástandi eftir að hann var skotinn á Krímskaga síðustu nótt. Tsarev er sakaður um að hafa svikið Úkraínu og gengið til liðs við Rússa. Erlent 27. október 2023 17:01
Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. Erlent 27. október 2023 13:37
Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. Erlent 26. október 2023 13:18
Slóvakía hættir hernaðaraðstoð við Úkraínu Nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, tilkynnti fyrr í dag að stjórnvöld þar í landi muni stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu og hætta þátttöku landsins í viðskiptabanni gagnvart Rússlandi. Erlent 26. október 2023 13:15
Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. Erlent 24. október 2023 23:30
Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Hópar úkraínskra njósnara sem hafa náin tengsl við Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og hafa jafnvel verið þjálfaðir í Bandaríkjunum eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússlandi í skuggunum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa myrt Daríu Dugina í sprengjuárás, samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn. Erlent 24. október 2023 10:56
Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. Erlent 21. október 2023 22:43
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Erfiður vetur í vændum hjá Úkraínumönnum Úkraínumönnum tókst ekki að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu í sumar. Eftir fimm mánaða átök er vetur að skella á, sem mun gera frekari sóknir erfiðar. Þá eiga Rússar enn í umfangsmiklum árásum við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu, sem hafa skilað litlum árangri og kostað Rússa mikið. Erlent 21. október 2023 09:01
Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. Erlent 20. október 2023 08:55
Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. Erlent 20. október 2023 06:32
Fyrsta símtal Bjarna í embætti til Úkraínu Fyrsta símtal Bjarna Benediktssonar í embætti utanríkisráðherra var til Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu. Innlent 18. október 2023 18:39
Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir Úkraínumenn segjast hafa grandað minnst níu herþyrlum Rússa, loftvarnarkerfi, skotfærum og öðrum hergögnum í árásum á tvo flugvelli í nótt. Rússneskir herbloggarar segja árásirnar meðal þeirra alvarlegustu sem Rússar hafa orðið fyrir í stríðinu. Erlent 17. október 2023 11:32
Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. Erlent 17. október 2023 10:47
Reyna að umkringja úkraínska hermenn Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til. Erlent 12. október 2023 22:00
NATO hótar afdráttarlausum viðbrögðum ef skemmdirnar reynast viljaverk Atlantshafsbandalagið hefur heitið afdráttarlausum viðbrögðum ef það kemur í ljós að skemmdir á gasleiðslu sem liggur á milli Finnlands og Eistlands reynast viljaverk. Erlent 12. október 2023 08:42
Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. Erlent 7. október 2023 09:00
Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. Erlent 6. október 2023 07:38
Handsprengjubrot hafi fundist í líkum í flakinu Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að brot úr handsprengju hafi fundist í líkum fólks sem fórst með flugvél Jevgení Prígósjíns í ágúst. Erlent 5. október 2023 18:36
Segja 49 hafa fallið í árás á matvöruverslun Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir 49 manns hafa fallið í árás Rússa á matvöruverslun og kaffihús í þorpinu Hroza í Karkívhéraði. Sex ára drengur er meðal hinna látnu en minnst sex aðrir særðust í árásinni. Erlent 5. október 2023 13:59
Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. Erlent 2. október 2023 07:15
Skortur og álag á lögregluþjónum: „Einungis fávitar myndu ganga til liðs við lögregluna“ Gífurlegt álag er á lögregluþjónum í Rússlandi, sem má að miklu leyti rekja til fækkunar lögregluþjóna, þó mun fleiri lögregluþjónar séu í Rússlandi miðað við í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fækkunin hefur komið niður á forvörnum þeirra gegn glæpum, leitt til spillingar og annarra vandræða. Erlent 1. október 2023 14:48
Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. Erlent 1. október 2023 10:44
Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. Erlent 1. október 2023 08:05
Pútín biður Wagner-foringja að taka yfir sjálfboðasveitir Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fundað með Andrei Troshev, háttsettum foringja innan Wagner-málaliðahópsins. Stjórnvöld í Moskvu segja Troshev nú starfa fyrir varnarmálaráðuneytið. Erlent 29. september 2023 08:43
Grannt fylgst með Slóvakíu og upplýsingaóreiðu Ráðamenn Evrópusambandsins samþykktu í síðasta mánuði ný lög sem sporna eiga gegn upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlum. Nú reynir almennilega á lögin í fyrsta sinn vegna kosninganna í Slóvakíu en forsvarsmönnum samfélagsmiðla hefur verið sagt að taka betur á upplýsingaóreiðu þar. Erlent 28. september 2023 08:34
Enn lítið um svör, ári frá sprengingunum Ár er liðið frá því Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar í sprengingum á botni Eystrasalts. Skemmdarverkið er til rannsóknar í nokkrum ríkjum en enn er ekki búið að varpa ljósi á því hverjir sprengdu leiðslurnar. Erlent 26. september 2023 16:00
Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. Erlent 26. september 2023 13:12
Aðmírállinn virðist enn á lífi Viktor Sokolov, aðmíráll sem leiðir Svartahafslofta Rússlands, virðist ekki hafa fallið í árás Úkraínumanna á höfuðstöðvar flotans í Sevastopol á Krímskaga á föstudaginn, eins og úkraínski herinn hélt fram í gær. Erlent 26. september 2023 11:17
Danir slaufa „nítján gráðu reglunni“ í opinberum byggingum Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að slaufa reglunni um að einungis megi kynda opinberar byggingar upp í nítján gráður að hámarki vegna orkusparnaðar. Reglunni var komið á fyrir um ári síðan vegna stöðunnar á evrópskum orkumarkaði í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Erlent 26. september 2023 08:47