Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Túfa er mættur á Hlíðar­enda: „Kasta ekki inn hvíta hand­klæðinu“

Eftir tap gegn skoska liðinu St. Mirren í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í gær greindi stjórn knattspyrnudeildar Vals frá því að þjálfara liðsins, Arnari Grétarssyni, hefði verið sagt upp störfum. Inn í hans stað hefur Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, verið ráðinn sem þjálfari Vals. Vendingar sem marka endurkomu hans til Vals. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Staða Arnars hafði verið ó­traust um hríð

Stjórn knattspyrnudeildar Vals hafði ákveðið fyrir leik gærkvöldsins við St. Mirren í Skotlandi að skipta um þjálfara. Ljóst er að stjórnin átti ekki samningaviðræður við Srdjan Tufegdzic, Túfa, um að taka við liðinu á mettíma eftir leik.

Íslenski boltinn