Gunnhildur Yrsa komin í starf hjá KSÍ Hundrað landsleikjakonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er komin í starf hjá Knattspyrnusambandi Íslands en KSÍ tilkynnti um tvo nýja starfsmenn í gær. Íslenski boltinn 16. maí 2023 09:31
Arnar biðst afsökunar | „Ekkert eðlilega hallærisleg ummæli“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings Reykjavíkur í knattspyrnu, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali við Fotbolti.net í gær. Íslenski boltinn 16. maí 2023 08:31
„Ekkert nálægt því að vera eins og píkur“ Ummæli þjálfara Víkings í úrvalsdeild karla þar sem hann sagði sig og leikmenn sína hafa verið „algjörar píkur í fyrra“ hafa vakið mikla athygli. Keppast netverjar við að gagnrýna ummælin og segja líkingarmálið í ósamræmi við veruleikann. Fótbolti 15. maí 2023 22:11
Hulda Ósk: Ákvað að dúndra á markið Þór/KA vann 2-0 sigur á Breiðablik í Boganum á Akureyri í kvöld í 4. umferð Bestu deildar kvenna. Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði fyrra mark leiksins og átti góðan leik á hægri vængnum. Íslenski boltinn 15. maí 2023 20:55
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Breiðablik 2-0 | Blikar sáu aldrei til sólar í Boganum Þór/KA vann 2-0 sigur á Breiðablik í Boganum á Akureyri í dag. Hulda Ósk Jónsdóttir kom Þór/KA í forystu í fyrri hálfleik og Sandra María Jessen kláraði leikinn með marki í uppbótartíma. Íslenski boltinn 15. maí 2023 20:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Þróttur 3-0 | Eyjakonur skelltu toppliðinu Þrátt fyrir að vera á toppi Bestu deildar kvenna í knattspyrnu þegar 4. umferð hófst þá fengu Þróttarar skell í Vestmannaeyjum. Eyjakonur unnu frábæran 3-0 sigur og sendu gestina heim með skottið á milli lappanna. Íslenski boltinn 15. maí 2023 20:00
Mikið um meiðsli í Keflavík Ekki nóg með að Keflavík hafi tapað 0-2 gegn HK á „heimavelli“ heldur yfirgaf spænski varnarmaðurinn Nacho Heras völlinn í skjúkrabíl ásamt því að fyrirliði liðsins, Magnús Þór Magnússon, og Dagur Ingi Valsson gátu ekki klárað leikinn vegna meiðsla og eymsla. Íslenski boltinn 15. maí 2023 19:00
Arnar þakkar Heimi fyrir | „Vorum algjörar píkur í fyrra“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla, er þakklátur Heimi Guðjónssyni þjálfara FH eftir að sá síðarnefndi sagði lið Víkings vera það grófasta í deildinni. Arnar segir þetta hrós fyrir sína menn því þeir hafi verið „algjörar píkur í fyrra.“ Íslenski boltinn 15. maí 2023 14:06
Upphitun fyrir Bestu kvenna: Vinkonurnar mætast Fjórða umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum en umferðin klárast svo með þremur leikjum á morgun. Að vanda hitar Helena Ólafsdóttir upp fyrir umferðina. Íslenski boltinn 15. maí 2023 13:00
Kjartan harmar sparkið en segir olnbogaskotið óviljaverk Kjartan Henry Finnbogason hefur sent frá sér skilaboð í kjölfar þess að hafa víða verið sakaður um fautaskap í leik með FH gegn Víkingi í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld. Íslenski boltinn 15. maí 2023 09:29
„Hann lítur til hliðar og lemur hann í andlitið“ Það var mikill hiti í mönnum í leik Víkings og FH í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og eftir leikinn töluðu báðir þjálfarar liðanna, Arnar Gunnlaugsson og Heimir Guðjónsson, um grófan leik andstæðinganna. Íslenski boltinn 15. maí 2023 09:19
Sjáðu þrumu Örvars beint úr aukaspyrnu og öll hin mörkin úr Bestu í gær Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær og lauk þar með sjöundu umferð deildarinnar. Hér má sjá mörkin úr leikjunum í gær. Íslenski boltinn 15. maí 2023 09:01
„Gekk einfaldlega allt upp hjá okkur í dag“ Fylkir vann glæsilegan 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla. Fyrir leik voru fyrstu bikarhafar Fylkis heiðraðir og strákarnir náðu í þrjú stig fyrir þá hér í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson var að vonum ánægður með sigurinn og sagði að þetta hafi verið einn af þessum leikjum þar sem allt gekk upp. Íslenski boltinn 14. maí 2023 22:40
„Arnar Gunnlaugsson talar oft mikið og Víkingur er grófasta liðið í deildinni“ Heimir Guðjónsson var ánægður með síðari hálfleik sinna manna eftir 2-0 tap FH gegn toppliði Víkings í Fossvogi. Heimir var hins vegar ekki parsáttur með ummæli Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, um að FH-ingar hafi komið út í síðari hálfleikinn til að meiða leikmenn Víkinga. Íslenski boltinn 14. maí 2023 21:57
„Ef þú ætlar að gera það segi ég bara „Fuck you“ og við svörum í sömu mynt“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga sem sitja á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu, var allt annað en sáttur með FH-inga í kvöld. Sagði Arnar að andstæðingur kvöldsins hefði einfaldlega lagt upp úr að meiða sína menn. Íslenski boltinn 14. maí 2023 21:40
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og lyftu sér af botninum Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Íslenski boltinn 14. maí 2023 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 2-0 | Gestirnir náðu að velgja toppliðinu undir uggum en sjöundi sigurinn í röð staðreynd Víkingur náði inn tveimur mörkum í fyrri hálfleik sem dugðu til sigurs í dag gegn FH í sjöundu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leiknum er best lýst sem leik tveggja hálfleika þar sem heimamenn voru betri í þeim fyrri en FH gerði mjög vel í seinni án þess að uppskera eftir erfiði. Fótbolti 14. maí 2023 21:10
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - HK 0-2 | Gott gengi HK heldur áfram meðan heimamenn eru heillum horfnir HK bar sigurorð af Keflavík í 7. umferð Bestu deildar karla í Keflavík í dag. Leikurinn endaði 2-0 og voru það Arnþór Ari Atlason og Örvar Eggertsson sem skoruðu mörk gestanna. Íslenski boltinn 14. maí 2023 18:55
Fram færði hinni efnilegu Henríettu gjöf eftir að hún fótbrotnaði Henríetta Ágústsdóttir varð fyrir því óláni að fótbrotna í leik Fram og HK í knattspyrnu fyrir rúmlega tveimur vikum síðar. Frammarar ákváðu að færa henni gjöf í endurhæfingunni. Íslenski boltinn 14. maí 2023 08:01
Umfjöllun og viðtöl: KA – Valur 0-4 | Lærisveinar Arnars léku sér að Akureyringum Valur vann stórsigur á KA í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í dag, leikar enduðu 4-0 fyrir gestina. Arnar Grétarsson stýrði KA á síðustu leiktíð en stýrir nú Valsmönnum. Lærisveinar hans sýndu allar sínar bestu hliðar í leik dagsins. Íslenski boltinn 13. maí 2023 19:44
„Það vill enginn spila á svona fótboltavöllum“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þurfti að sætta sig við 1-0 tap á móti Breiðablik á Meistaravöllum í dag. Hann var svekktur eftir leikinn en þetta var baráttuleikur sem gat fallið báðum megin að mati Rúnars. Íslenski boltinn 13. maí 2023 19:15
Umfjöllun og viðtöl: KR – Breiðablik 0-1 | Gísli Eyjólfs hetja Blika Breiðablik vann torsóttan sigur á móti KR í Vesturbænum í dag í 7. umferð Bestu deildar karla. Gísli Eyjólfsson reyndist hetja Íslandsmeistaranna með marki á 82. mínútu leiksins og endaði leikurinn 1-0. Íslenski boltinn 13. maí 2023 18:30
Björn Berg: „Góð fyrirheit fyrir komandi átök“ Björn Berg Bryde skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í 4-0 sigri gegn ÍBV á Samsung vellinum í Garðabæ í dag. Íslenski boltinn 13. maí 2023 17:01
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Heimamenn gengu frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti ÍBV í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Stjörnumenn mættu með breytt þjálfarateymi til leiks eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara nýverið, en Garðabæjarliðið gekk frá Eyjamönnum eftir hálfleikshléið. Íslenski boltinn 13. maí 2023 16:01
Bjóða upp á fótsnyrtingu á fyrsta heimaleik sumarsins Afturelding byrjaði tímabilið vel í Lengjudeild karla í fótbolta og vann 3-1 útisigur á Selfossi. Í kvöld er komið að fyrsta heimaleik liðsins og að venju eru Mosfellingar hugmyndaríkir þegar kemur að umgjörð um heimaleiki sína. Íslenski boltinn 12. maí 2023 15:00
Vör Söndru rifnaði við höggið: „Eins rautt spjald og það verður“ Sauma þurfti nokkur spor í vör Söndru Maríu Jessen eftir höggið sem hún fékk frá Holly O‘Neill í leik Þórs/KA við ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag, í Bestu deildinni í fótbolta. Málið var skoðað í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Íslenski boltinn 12. maí 2023 13:37
„Varnarlínan var það sem hélt okkur inni í leiknum“ Kristján Guðmundsson, þjálfara Stjörnunnar, talaði um að leikur síns liðs gegn Þrótti Reykjavík í 3. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta hafi lyktað af jafntefli áður en leikurinn var flautaður á. Íslenski boltinn 10. maí 2023 23:15
„Hefðum kannski átt að gera þetta aðeins hraðar, bæði í fyrri og seinni hálfleik“ Ásdís Karen Halldórsdóttir spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Vals gegn Selfossi í kvöld. Valur hefur byrjað mótið vel og eru sem stendur í 2. sæti deildarinnar, en Þróttur R. situr í efsta sætinu með betri markatölu. Íslenski boltinn 10. maí 2023 21:55
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 1-1 | Botnliðið náði í stig gegn meisturunum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Selfossi á Hlíðarenda í kvöld. Niðurstaða leiksins var 1-1 jafntefli. Bryndís Arna Níelsdóttir gerði mark Vals og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði fyrir gestina. Bæði lið klífa upp töfluna með þessu jafntefli, Valur situr nú í 2. sæti en Selfoss færir sig upp af botninum og situr nú í 9. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 10. maí 2023 21:25
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Stjarnan 1-1 | Allt jafnt í Laugardalnum Þróttur Reykjavík og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði mark gestanna eftir 37 mínútur, og jafnaði Sæunn Björnsdóttir fyrir hönd Þróttar á 55 mínútur. Íslenski boltinn 10. maí 2023 21:20