Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Ein um jólin - Alveg hryllileg tilhugsun

Landvörðurinn og háskólaneminn Ásta Davíðsdóttir var liðlega tvítug þegar hún kaus að vera ein og fjarri ástvinum sínum á aðfangadagskvöld. Hún segir lífsreynsluna indæla og mælir hiklaust með dýrmætum þroskaskrefum sem hljótast af því að vera einn um jól.

Jólin
Fréttamynd

Með kveðju frá Sveinka! 13 hugmyndir fyrir skóinn

Það er ósvikinn spenningur í litlum táslum að arka með stígvél í glugga ef jólasveinninn skyldi nú guða á glugga um miðja nótt með óvæntan glaðning í skjatta sínum. Ævintýrið hefst aðfaranótt 12. desember þegar Stekkjarstaur kemur fyrstur til byggða.

Jólin
Fréttamynd

Leikum okkur um jólin

Jólin eru tími samveru og leikja, þótt blátt bann sé við spilamennsku og fíflaskap á aðfangadagskvöld. Leikir létta andrúmloftið, skapa skemmtilegar minningar og setja sérstakan blæ á dagana þegar börn og fullorðnir upplifa jólagleðina saman.

Jólin
Fréttamynd

Flytur frumsamið jólalag fyrir nútímafjölskylduna

„Jú, ég verð með í dagskránni,“ segir Halldór Gylfason leikari, sem mun frumflytja glænýtt frumsamið jólalag í kvöld í tilefni Dags rauða nefsins. Margir kannast eflaust við spurninguna sem Halldór veltir upp í laginu, sem er í óhefðbundnari kantinu og ber heitið Nútímafjölskyldujól.

Lífið
Fréttamynd

Hart barist í geðveikri jólalagasamkeppni

Starfsmenn 15 „geðveikra“ fyrirtækja, hafa tekið áskorun um að velja eða semja jólalag og framleiða myndband því til stuðnings. Jólalögin verða þeirra framlag inn í jólalagakeppnina Geðveik Jól 2011 sem hefst í kvöld, 7. Desember, með frumsýningu á lögunum í opinni dagskrá Skjás Eins kl. 19:30

Lífið
Fréttamynd

Jól hjá Kronkron

Verslunin Kronkron bauð viðskiptavinum sínum í jólagleði á föstudagskvöldið þar sem jólaútstilling listakonunnar Hildar Yeoman var afhjúpuð. Það voru margir sem nýttu tækifærið og yljuðu sér á heitri jólaglögg og skoðuðu jólafatnað.

Lífið
Fréttamynd

Engin íslensk jólamynd í ár

Engin íslensk mynd verður frumsýnd um þessi jól. Því verða aðdáendur íslenskra kvikmynda að leita á önnur mið vilji þeir skemmta sér um jólin. Vonir stóðu til að annaðhvort Svartur á leik eða Djúpið yrðu frumsýndar um jólaleytið en ekki verður af því. Baltasar Kormákur, leikstjóri Djúpsins, var ekki viss hvenær frumsýning myndarinnar yrði og var ekki reiðubúinn til að staðfesta endanlega dagsetningu í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Svartur á leik ekki frumsýnd fyrr en í mars en myndin er byggð á samnefndri bók Stefáns Mána.

Lífið
Fréttamynd

Að fara ekki í jólaköttinn

Jólakötturinn er nýr spilastokkur eftir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuð. Spilið miðast við yngstu spilamennina og gengur út á að safna samstæðum jólasveinum og lenda ekki í jólakettinum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Persónulegar gjafir í alla pakka

Í versluninni Föndru fæst mikið úrval af föndurvöru, prjónagarni og vefnaðarvöru. Strax á haustmánuðum fór fólk að undirbúa jólagjafirnar og jólakortin.

Jólin
Fréttamynd

Frumleg jólakort og gamaldags föndur

Margt skemmtilegt er að finna fyrir jólin á vefnum jola.is. Auk þess sem fólk getur búið til persónuleg jólakort á mjög góðu verði er þar líka að finna eldhúsdagatöl sem njóta vinsælda. Að ógleymdu gamaldags og skemmtilegu föndurdóti.

Jólin
Fréttamynd

Íslensk jólatré eru allra hagur

Verulega hefur dregið úr innflutningi á erlendum jólatrjám hingað til lands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Innlend tré hafa haldið sínum hlut á markaðnum og sjá íslenskir jólatrjáaræktendur nú ýmis sóknarfæri framundan. Innlend jólatré standast vel samanburð við erlend þegar litið er til verðs og gæða. Þegar áhrif þeirra á samfélag okkar og umhverfi eru tekin með í reikninginn hafa þau margt fram yfir þau erlendu. Það kæmi því öllum til góða að auka hlutdeild þeirra á markaðnum.

Skoðun
Fréttamynd

Veist þú um fallega jólaskreytingu? Láttu Orkuveituna vita

Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir tilnefningum almennings á fegurstu, smekklegustu og snotrustu jólaskreytingum á íbúðarhúsum og fyrirtækjum. Fyrirtækið hefur um árabil veitt viðurkenningar fyrir fallegustu skreytingarnar en það eru húseigendur eða íbúar eftir atvikum sem viðurkenninguna.

Innlent
Fréttamynd

Búðu til jólakort með mynd á netinu

Fyrirtækið Samskipti býður fjöldann allan af skemmtilegum vörum til jólagjafa sem hægt er að merkja á persónulegan hátt. Margt er hægt að panta á netinu eins og til dæmis jólakort, dagatöl, spil, bolla og prentun á striga svo eitthvað sé nefnt.

Kynningar
Fréttamynd

Skreytir bæinn með jólavættum

"Ég er búinn að vera á kafi í þessu verkefni síðan í ágúst og er því jólaundirbúningurinn ansi langur hjá mér í ár,“ segir Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður en hann ætlar að sjá til þess að miðborgin fær á sig nýjan blæ í desember.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gaga jól

Söngkonan Lady Gaga, 25 ára, er greinilega komin í jólaskap eins og heyra má í meðfylgjandi myndskeiði...

Lífið
Fréttamynd

Jólakæfa

Þorgerður Sigurðardóttir sendi okkur þessa gómsætu uppskrift að jólakæfu.

Jólin
Fréttamynd

Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum

„Núna síðustu árin hef ég einfaldað allan jólaundirbúning. Ég er hætt að baka allar þessar kökusortir því þær setjast bara á rassinn á mér," segir Helga Möller söngkona aðspurð út í undirbúning hennar fyrir jólin. „En ég baka kannski eina sort og er þá búin að breyta uppskriftinni þannig að ég nota til dæmis bara hrásykur heilhveiti eða spelt, 70% súkkulaði og svo framvegis."

Jól
Fréttamynd

Jólakransinn er ómissandi um jólin

Vala Gísladóttir heldur mikið upp á lítinn jólakrans sem tilheyrði æskuheimili hennar. Á unglingsárunum fannst henni þó ekki mikið til hans koma.

Jól
Fréttamynd

Hjálpræðisherinn bjargar jólafötunum

Bjartmar Þórðarson segir að í Hjálpræðishernum og Kolaportinu leynist oft glæsileg jakkaföt. Efnahagsástandið hvetji til þess að hugmyndafluginu sé beitt í fatavali og samsetningu en snjallt sé að poppa upp eldri klæðnað með nýjum fylgihlutum.

Jól