Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Líkin hrannast upp í Bretlandi

Lík hrannast nú upp í líkhúsum í Bretlandi, en fjármálakreppan þar í landi hefur gert að verkum að aðstandendum gengur illa að selja eignir úr dánarbúum til að greiða fyrir útför ættingja sinna. Hið opinbera veitir nærri 900 evra styrk til greftrunar, en seinagangur og skriffinnska í breska ríkisbákninu gerir að verkum að greiðslur berast seint.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefðbundinn matur í sókn

Kaupmenn þykjast merkja breytta hegðun landsmanna í matarinnkaupum sökum efnahagslægðarinnar sem nú ríki. Á þessu vekur Bændablaðið athygli í forsíðufrétt þar sem rætt er við Pétur Allan Guðmundsson, kaupmann í Melabúðinni. Hann segir samdrátt í margvíslegri munaðarvöru, en kveðst þó ekki merkja að fólk sé almennt að færa sig frá innfluttum varningi í innlendan „þó megi sjá mjög ákveðna sókn í hefðbundinn íslenskan mat – heimilismatinn – eins og slátur, svið og súpukjötið“, hefur Bændablaðið eftir Pétri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vildi að við færum til sjóðsins í sumar

„Ísland horfist í augu við hugsanlega og líklega óþarfa fjármála- og efnahagskreppu,“ segir í inngangsorðum skýrslu Willems Buiter, prófessors við London School of Economics, sem kynnt var í þröngum hópi manna hér á landi 11. júlí.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sagan á bakvið Lehman Brothers

Með gjaldþroti Lehman Brothers hverfur eitt sögufrægasta fyrirtæki Wall Street af sjónar­sviðinu. Það var stofnað 1850 í Montgomery í Alabama og fékkst í fyrstu aðal­lega við bómullar­viðskipti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

XL Leisure hafnaði endurfjármögnun

„XL fékk tilboð í endurfjármögnun um mitt síðasta sumar, en því var ekki tekið af því að menn töldu að betri kjör gætu fengist annars staðar. Skömmu síðar lokuðust allir lánsfjármagnsmarkaðir,“ segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður XL Leisure Group og fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aðgerðir ráðast af skynsemi og nauðsyn

Við lifum á athyglisverðum tímum, segir einhvers staðar, og víst er að það á vel við um síðustu daga, vikur og mánuði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Nýir kaflar í heimssögu viðskiptanna eru ritaðir á hverjum degi, stórar og öflugar stofnanir riða til falls, aðrar hefur þegar þrotið örendi.

Skoðun
Fréttamynd

„Persónulegar ástæður“

„Björgólfur Guðmundsson hefur aldrei komið nálægt flugrekstri,“ segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, í samtali við Markaðinn. Ásgeir bendir á að Björgólfur Guðmundsson hafi verið stór hluthafi í Eimskip frá árinu 2003 og til þess dags að félagið var selt Avion Group.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tveir bítast um Lehman Brothers

Reikna má með baráttu um bandaríska fjárfestingarbankann Lehman Brothers. Orðrómur hefur verið á lofti um að hann kunni að feta í fótspor fjárfestingarbankans Bear Stearns, sem JP Morgan og bandaríski seðlabankinn björguðu í sameiningu frá gjaldþroti í vor. Bréf bankans hafa fallið um 75 prósent frá áramótum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekki múkk um kjörin

„Við höfum ekki gefið það upp. Bæði af tillitssemi við þá sem eru að lána okkur og eins teljum við skynsamlegt að hafa það fyrir okkur,“ sagði Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, í samtali við Markaðinn, aðspurður um kjör á nýju erlendu láni íslenska ríkisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dollar sjaldan sterkari

„Efnahagslífið í Bandaríkjunum gaf fyrr eftir en á evrusvæðinu. Það skýrir að hluta styrkingu Bandaríkjadals nú,“ segir Tómas Brynjólfsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Búinn að fá nóg

„Ég er búinn að fá nóg. Það hafa verið miklir erfiðleikar í sumar,“ segir Gísli Kjartansson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu. Aðspurður hvað taki við segist Gísli ætla á eftirlaun, enda verði hann brátt 65 ára gamall.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Capacent kaupir sænskt ráðgjafarfyrirtæki

Capacent hefur gengið frá samningi um kaup á meirihluta í sænska félaginu Capto Financial Consulting. Höfuðstöðvar Capto eru í Stokkhólmi, en félagið, sem hefur 60 starfsmenn, er einnig með skrifstofu í Helsinki og útstöðvar í Kaupmannahöfn og Ósló.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opnar vörumerkjasafnið logosafn.is á netinu

„Að því sem ég best kemst að er þessi þjónusta ekki í boði á Íslandi. Einkaleyfastofa heldur utan um skráð vörumerki, en þeir bjóða ekki upp á notendavænan eða aðgengilegan gagnagrunn,“ segir Bryndís Óskarsdóttir, stofnandi og eigandi Logosafnsins sem hóf starfsemi sína fyrir helgi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alfesca skilar góðu uppgjöri

Alfesca hagnaðist um 3,5 milljónir evra, jafnvirði 429 milljóna íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi, sem er sá fjórði í bókum félagsins. Þetta er svo til óbreytt staða frá því fyrir ári. Hagnaðurinn á árinu öllu nam 28,6 milljónum evra sem er 27,6 prósenta aukning á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allianz tapar á bankasölu

Samningar náðust um helgina um kaup hins þýska Commerzbank á Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafnvirði 1.200 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Exista kýs að greiða lánið

„Það var ákveðið fyrir nokkru að óska ekki eftir framlengingu á þeim hluta lánsins sem er á gjalddaga og nýta frekar sterka lausafjárstöðu félagsins til að greiða hann upp,“ segir Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Existu. Skuldir Existu lækkuðu um einn milljarð evra á fyrri hluta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landvinningar í Kína

Óskari Jónssyni, forstjóra Green Diamond, datt í hug að framleiða harðkorna skósóla í kjölfar þess að Ólafur Jónsson í Nýiðn hóf framleiðslu á harðkorna dekkjum. Óskar hóf þróun á verkefninu árið 2000 sem leiddi til þess að hann vann nýsköpunarverðlaunin á Íslandi og Evrópuverðlaunin árið 2003 í Belgíu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin svör frá Samvinnutryggingum

„Við náðum ekki að klára þetta áður en menn fóru í sumarfrí,“ segir Kristinn Hallgrímsson, formaður skilanefndar Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga. Hann gerir ráð fyrir því að skilanefndin komi saman í september.

Viðskipti innlent