Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Icelandic Group lokar verksmiðju í Bandaríkjunum

Icelandic USA Inc., dótturfélag Icelandic Group hf., ætlar að loka verksmiðju sinni í Cambridge, Maryland fyrir lok næsta árs. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að félagið getur sinnt allri framleiðslu og dreifingu fyrirtækisins í verksmiðju sinni og í nýlegri dreifingarmiðstöð sem í Newport News í Virginíuríki í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glæsilegt afmæli

Bakkabræður stóðu í ströngu um helgina, því þeir buðu til veglegrar veislu. Tilefnið var enda ærið, því fyrirtæki þeirra bræðra, Bakkavör, er tvítugt um þessar mundir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búið að redda jólunum

Desemberhlaupið er hafið og maður er auðvitað með í því. Það er gaman undir lok ársins að veðja á hvaða hestar hlaupa hraðast á lokaspretti ársins. Ég sagði um daginn að ég byggist ekki við að 365 færi niður fyrir 3,65. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég hef alltaf verið maður til að viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér. Þess gerist nánast aldrei þörf og þegar það gerist, þá opnast venjulega ný tækifæri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankar og blöð

Risarnir í fjármálalífinu hverfast kringum viðskiptabankanna þrjá. Bakkabræður með KB, Baugur með Glitni og Bjöggarnir með Landsbankann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ef að fjandans ellin köld

Konungur dansks viðskiptalífs er án efa skipakóngurinn Arnold Mærsk Mc-Kinney Møller sem byggði upp stórveldi í Danaveldi. Sá gamli fæddist 1913 og því kominn á tíræðisaldur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningakápurinn… Ólögmætur opnunartími

Verslun er komin á blússandi siglingu fyrir jólin og þyngist með hverjum deginum sem líður. Nú bregður svo við að stóru verslunarmiðstöðvarnar, Kringlan og Smáralind, hafa ákveðið að stytta opnunartímann fyrir jólin með því að hefja kvöldopnun síðar en oftast áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lykilstarfsmenn kaupa á hálfvirði

Actavis hefur skráð hlutafjáraukningu upp á tæpan milljarð króna að markaðsvirði til að mæta kaupréttarsamningum félagsins við starfsmenn, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Að nafnverði nemur aukningin tæplega 14,8 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fötin í jólaköttinn

Útlit er fyrir slaka jólaverslun í Bretlandi þessi jólin og gæti hún orðið sú versta í aldarfjórðung miðað við sölutölur í nóvember. Einkum hefur sala á fatnaði og skóm brugðist með þeim afleiðingum að kaupmenn grípa í örvæntingu til þess ráðs að selja jólafötin með verulegum afslætti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista í Viðskiptablaðið?

Eins og komið hefur fram á bloggsíðum verður Viðskiptablaðið brátt dagblað sem kemur út fjórum til fimm sinnum í viku. Leitað hefur verið til ýmissa fjárfesta, þar á meðal Baugs og Björgólfsfeðga, um að koma að verkefninu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svartur listi FATF tómur

Til eru samtök sem bera heitið The Financial Action Task Force (eða FATF, sem hljómar eins og heimsyfirráðasamtök úr Bond-mynd) og eru samtök um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og að fjármálakerfið sé misnotað í þeim tilgangi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spákaupmaðurinn: Rífur sig upp úr þunglyndi

Aldrei hefði ég trúað því að maður gæti orðið jafn þungur og forn í skapi í byrjun desember. Hef varla getað drattast úr bælinu á morgnana. Hingað til hef ég getað kastað út hvaða neti sem er í desember og fangað óteljandi golþorska í formi hækkandi hlutabréfa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Upp fyrir SPRON

Miklar breytingar voru kynntar hjá Icebank, áður Sparisjóðabankanum, fyrir skömmu þar sem boðaður var mikill vöxtur bæði innan- og utanlands. Jafnframt verður bankinn skráður í Kauphöllina í síðasta lagi árið 2008.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Fjölgun fyrirtækja í Kauphöllinni verður að teljast fagnaðarefni í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur á innlendum hlutabréfamarkaði á liðnum árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Ekki er víst að fullur einhugur sé í ríkisstjórn um fyrirhugaðar tollalækkanir og afnám innflutningshafta í mars næstkomandi ef marka má orð Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra þegar hann kvaddi sér hljóðs á morgunverðarfundi Bændasamtakanna um framtíð íslensks landbúnaðar í gær. „Við skulum halda þessari umræðu áfram.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gaman að teika

Þessi pistill er ekki við hæfi barna og gjalda ber varhug við þeim glæfrum sem í honum er lýst. Ég ætla að gera játningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engan leka takk fyrir

Viðskiptatímaritið Economist er frægt fyrir að leggja mikið upp úr því að hafa skemmtilegar fyrirsagnir á greinum sínum. Blaðinu er dreift um heim allan og hefur því efni á að leyfa sér að halda úti sérstöku teymi fyrirsagnasmiða sem sagan segir að geri lítið annað en að upphugsa eitthvað skemmtilegt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verður allt að vopni

Fjárfestum í Icelandair verður margt að vopni þessa dagana. Frá því að gengið var frá kaupum á félaginu hafa ýmsir liðir þróast í hagstæða átt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sakaðir um samráð

Framleiðendur appelsínusafa í Brasilíu eiga yfir höfði sér ákæru frá appelsínuræktendum, sem segja að þeir hafi átt með sér samráð um verð á appelsínusafa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Stærstu hluthafarnir í HB Granda týna tölunni hver á fætur öðrum. Nú hafa Vátryggingafélag Íslands, Lífís og Samvinnulífeyrissjóðurinn horfið á braut eftir að félögin seldu hlutabréf sín í þessu stærsta útgerðarfélagi landsins, ef mælt er í kvóta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn...

„Þeir börðust við okkur um þorskinn og nú eru þeir að taka yfir verslunargöturnar, tónlistarvinsældarlistana, sjónvarpsskjáina og jafnvel fótboltafélögin okkar." Þannig hefst löng og ítarleg grein sem birtist í vefútgáfu The Independent í gær þar sem rakið er hvernig Íslendingar hafa skotið upp kollinum á ýmsum sviðum bresks þjóðlífs á undanförnum árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn..

Lyfjafyrirtækið Actavis greindi frá kaupum á ráðandi hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje á þriðjudag. Í tilkynningunni eru stóru lýsingarorðin ekki spöruð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meiri samlegð af Newcastle

Þegar fyrirtæki eru keypt er gjarnan bent á að hagræðing náist fram með samlegðar-áhrifum. Erfitt er að sjá slíkt fyrir sér í kaupum Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts Magnússonar á West Ham.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrri til en danskurinn

Í Berlinske Tidende um helgina var grein þar sem því var velt upp hverjir gætu verið hver úr Matador þáttunum dönsku sem nú er verið að endurgera. Einn Íslendingur kemst á blað þar sem kandidat í Mads Skjern, en það er Jón Ásgeir Jóhannesson.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Uppskipting Dagsbrúnar þýðir að Dagsbrúnarnafnið er á lausu, en ekki var laust við að einhverjir firrtust við þegar félagið tók sér nafnið sem áður prýddi Verkamannafélagið Dagsbrún, en það rann svo með fleirum inn í Eflingu. (Svo er náttúrlega til Ungmennafélagið Dagsbrún í Austur-Landeyjum.)

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankastjóri þiggur landbúnaðarstyrki

Björn Wahlroos, þriðji ríkasti maður Finnlands og forstjóri fjármálasamsteypunnar Sampo Group, er einn stærsti þiggjandi landbúnaðarstyrkja frá finnskum stjórnvöldum samkvæmt upplýsingum sem Halikko, sveitarfélagið hans, lét finnska útvarpinu í té.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ævintýraleg hækkun hlutabréfa

Hækkun hlutabréfa í fyrra var jafnmikil og nam öllum launum og launatengdum gjöldum sama ár. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Gylfa Magnússonar, dósents við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans, í gær þegar hann kynnti rannsóknir á Íslenska hlutabréfamarkaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr Trölli?

Eins og greint er frá hér að framan völdu Samtök stjórnenda í Danmörku Jørgen Vig Knudstorp, forstjóra danska leikfangaframleiðandans Lego, sem forstjóra ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ástlaust hjónaband

Ástlaus hjónabönd geta lafað af ýmsum ástæðum. Stundum eru það börnin, stundum hagsmunir og stundum eitthvert bölvað sinnuleysi sem lætur það litla lafa.

Viðskipti innlent